Ignore

Ég er staddur ásamt fjölskyldunni í borginni. Ég kom hérna fyrir viku síðan, vegna vinnunnar. Svo kom restin af familíunni á fimmtudagskvöld.
Á síðasta þriðjudag að mig minnir, byrjaði ég að reyna að ná á einn dreng hér í borg. Því hann ætlaði að lána mér eina græju heim til að prufa og líklega kaupa af honum. Ég sendi hringi og ekkert svar. Hringi svo aftur síðar, og þá svarar kauði. Segist vera á flakki og vera heima eftir kvöldmat.  Ég segist ætla að hringja þá. Ég hringi eftir kvöldmat og ekkert svar. Sendi SMS ekkert svar til baka eða hringt til baka. Eftir ótal tilraunir og krókaleiðir, fæ ég ekkert til baka.  Hvernig er hægt að ignora mann svona all svakalega? Í dag er mánudagur!
Þetta er 2. ferðin mín suður þar sem ég reyni að nálgast dreng.

Gummi, ef þú lest þetta þá ertu með símanúmerið mitt!!

 Ég er komin með hálfgerða heimþrá. Þrái rúmið mitt, og þrái að losna við umferðina hérna. Förum í fermingu í dag og keyrum á morgun heim.

Það er orðið sumarlegt í borginni. Ég vona að það sé orðið sumarlegra heima.  Ættum að stefna á einhverja vorgleði í vinnunni.


Saumadrengurinn

almost

Ég settist sjálfur við saumavélina á helginni. Hélt að þetta væri meiri vísindi á bakvið notkun á saumavél. Enda var ég nú ekki að gera neitt flókna hluti.  Saumaði "andlit" á þennan nýja karakter, og hendur eru tilbúnar til fyllinga. Hef ekki tíma í meiri saumaskap næstu daga. Er að fara í borgina í smá vinnuferð. Námskeið og fundir. Svo tekur við ein fermingarveisla.

Í dag er sól og sumar. Það er verið að þvo gluggana á vinnustaðnum mínum og maður er farinn að sjá örlítið út. Held ég fái fínt veður til að fljúga.
Þessa helgi var ansi fjölmenn hér á Ísafirði. Blakmót og gönguskíðamót. Einhverjir komust nú ekki heim í gær, það var ekki hægt að fljúga fyrr en seinnipartinn.


Velkomnir BLÁKÖLDUNGAR!

Las ég á stórum borða á Netagerðinni er ég ók þar framhjá í fyrradag. Já, það er blakmót í gangi og af hverju er verið að bjóða sérstaklega eitt lið velkomið. Bláköldungar? Svo kom ég heim og sagði Sæunni frá þessu. Hún hló nú svolítið þegar ég sagði henni þetta. Þetta var víst ekki Blá-köldungar. Þetta var BLAK-ÖLDUNGAR!!


69

punkturis
Fyndið, sá að það er linkað á síðuna mína frá 69.is. Eflaust rambar einhver á hana vegna fyrirsagnarinnar "Íslenskur brúðugerðarmaður". Efast um að ég sá eini á Íslandi hehe. Kannski einhver annar sem er að gera það sama (smíða handbrúður/puppets), smelli á mig skilaboðum.

Fólk getur bara kíkt á myndaalbúmið! Stuð og standp...!


Höfuðkúpan samansaumuð

Datt í hug að þessi fyrirsögn myndi kannski grípa þig!

Í gær settist ég við saumaskap og það í höndum. Mér leið eins og lækni að tjasla saman öryggisverði í 10/11. Nei má ekki segja svona.
En búinn er ég að setja saman grunn að höfði. Held að Sæunn sé endanlega að fá nóg af þessu brölti mínu. Hér fyrir neðan sjáið þið þetta samansaumað. Takið eftir, á einni myndinni er gamla saumavélin hennar ömmu heitinnar. Græn og flott. Og virkar vel. Hún er eldri en ég, að ég held.
Næst er að klæða hausinn með einhverju sniðugu. Og kannski búa til eyru og augu sem blikka er nauðsyn.

svampur2svampur3svampur4


Svampur verður að kúpu

svampurVeit ekki hvort fólk sé búið að fá nóg af þessu puppet brölti mínu. En ég er svona mest að skrá þetta fyrir sjálfan mig, hvað ég er að gera hvenær.
Á flakki mínu fyrir helgina, rakst ég á síðu sem heitir puppethub.com, og þar sameinast brúðunördar heimsins sýnist mér. Allt frá amatörum eins og mér og upp í atvinnumenn. Þannig að ég er ekki einn í heiminum lengur. Óska eindregið eftir íslenskum nördum í þessum geira. Ætli skapari Gláms og Skráms sé kominn á elliheimili? Nei, hann hlýtur að vera að gera eitthvað sniðugt í dag.

 Fyrir helgina átti ég spjall við drengi frá Kanada, Bandaríkjunum og Bretlandi um þessa blessuðu smíði mína. Einn af þeim átti fínar teikningar af svampbrúðum. Þar sem ég átti heila dýnu af svampi, ákvað ég að sníða með hjálp Sæunnar. Hún eiginlega tók völdin af mér og skar út sniðin fyrir mig. Henni leið eins og skurðlækni veifandi hárbeittum hnífnum. Hér fyrir ofan sjáið þið hvað ég er kominn langt. Til að útskýra hvað er á myndinni, er þetta hálfgerð hauskúpa. Fyrir ofan er framhlutinn og sést móta fyrir munnopi og fyrir neðan er afturhluti kúpunnar. Næsta skref er að koma þeim saman og ákveða svo endanlegt útlit. Kannski geri ég eitthvað brjálað fjólublátt skrímsli. Kökuskrímsli eins og Svava stakk upp á. Ég er strax kominn með brunablöðrur á fingurnar eftir heitt límið. Ég er ekki að nota rétta límið. En í spenningi mínum ákvað ég að byrja strax.
Ég tek enn við svampi! Líka ef fólk á loðið áklæði eða eitthvað efni sem er svolítið loðið og flöffí.


Stoltur af mínu fólki

Það er kraftur í okkur Símamönnunum. Ég efast samt um að ég hefði komist langt. Allt í uppímóti er ekki alveg ég. En það eru ansi margir gönguhrólfar innan fyrirtækisins.
mbl.is Útsendingu lokið frá Hnjúknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á morgun kemur sumar

Samkvæmt dagatalinu er Sumardagurinn fyrsti á morgun.
Við höfum fengið sól og blíðu síðustu daga. Maður krossar fingur og vonar að þetta sé allt að koma. Maður sér mun á hverjum degi, á snjónum í görðunum.  Pabbi hefur verið að pikka í snjóinn á pallinum hjá sér.
Í morgun vildi Svava Rún hjóla í leikskólann, sem er notabene c.a 4 km. Þar sem við fórum ekki mjög snemma á fætur, þá var ekki í boði að hljóla alla leið. Við sömdum um það að mamma hennar myndi láta okkur út á leiðinni og hjólið færi í skottið. Og rölti ég með henni og hún hjólaði frá Orkubúi Vestfjarða. Af stað hjólaði hún voða grobbin án hjálpadekkja. Sólin skein og mikil umferð á hjólastígnum. Maður fer bráðum að heimta breikkun reiðhjólastíga eins og fyrir sunnan! Á kvöldin sér maður fólk hjóla, ganga, skokka og á línu skautum eftir þessum fína stíg.

Á Langa Manga í vikunni kviknaði smá hugmynd með þessar blessuðu brúður mínar, sem eru farnar að flækjast fyrir fólki heima. Þær gætu farið að fá hlutverk blessaðar. Þarf að skella í minnsta kosti eina í viðbót. Og yrði það eftirmynd einnar persónu. Mér finnst það ævintýraleg persóna svolítið.  Það er smá hugmynd á borðinu með tónlistarmyndband. Spennandi og gaman býst ég við ef þetta tekst vel.  Það er svo mikið af hæfileikaríku og sniðugu fólki í kringum mann sem hægt er að nýta nefnilega. Maður þekkir alltaf einhvern sem kann hlutina ef maður kann það ekki sjálfur.

Ég segi bara fyrirfram, gleðilegt sumar!


Svampurinn skilar sér til mín

purpleFólk hefur verið að gauka að mér svampi. Fékk heila dýnu frá Steina og Evu, nágrönnum mínum. Marta kom í vinnuna til mín með fínan og nettan svamp. Takk fyrir svampinn. Fyrir vikið gat ég klára einn skemmtilegan karakter. Eftir að munnurinn var settur á sinn stað. Kom í ljós að ég hafði eitthvað klippt skakkt munngatið. Greyið varð frekar skakkur allur. Og var hann næstum því settur í ruslið. En þegar ég var búinn að föndra nýja tegund af augum, þá var hann allt í einu kominn með nýjan karakter. Skemmtilega ljótur. Nokkuð sáttur við drenginn. Er að ákveða mig hvort ég eigi að splæsa tönn eða tönnum upp í gæjann.
Ég á nóg af svampi í bili sýnist mér. Ekki nema einhver eigi svamp sem er sléttur báðum megin og c.a 2-3 cm á þykkt.
Lystadún virðist ekki eiga nógu stóra afganga hehe.

Svampur....

Ekki Sveinsson samt.
Mig vantar svamp í ýmsum stærðum. En ekkert þykkan samt. Ef einhver er að taka til hjá sér í geymslum og öðrum stöðum, þá má hinn sami hugsa til mín. Er að gera smá tilraunir.
Það er ótrúlegt ef maður ætlar að leita að fyrirtækjum sem selja svamp, og ætlar að gúggla fyrirbærið "svampur", þá fær maður undantekningarlaust eitthvað um Svamp Sveinsson!
Hér kemur afrakstur svampssöfnunar minnar. Á eftir að sauma annan dreng í viðbót.

 Svo er ég árinu eldri í dag. Á MSN biðu mín nokkrar afmælisóskir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband