Ákvað að henda hér inn nokkrum setningum áður en ég fer í stutt frí. Það er búið að vera mikið að gera hjá mér síðustu daga og vikur.
Er að fara suður í dag. Sæunn þarf að finna brúðarkjól og svo förum við á ættarmót í Hveragerði. Svo styttist óðum í brúðkaup.
Ég spilaði 2x í síðustu viku. Súðavík á nýjum stað sem heitir Amma Habbý. Skemmtilegur staður. Innréttaður í sixties stíl. Það vantaði bara Marilyn Monroe á bakvið barinn og mig með Elvis hárkollu. Svo var ég á Langa Manga á síðasta laugardag.
Meira síðar. Of mikið að gera. Og sólin skín!
Bloggar | 26.6.2008 | 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Haldiði að ég hafi ekki endað aftur í Séð og heyrt! Og á skemmtilegum stað. Andlitið á mér endaði í krossgátu vikunnar. Hvaða snillingi datt það í hug??? Þetta er í blaðinu með Þórhalli í Kastljósinu framan á.
Talandi um Þórhall í Kastljósinu, þá vorum við báðir á Nasa á laugardaginn. Ásamt fríðu föruneyti. Að vísu sitthvoru föruneytinu.
Þetta byrjaði nú aðallega á því að ég mætti suður í kveðjuhóf verslunarstjóra. Við mættum 6 verslunarstjórar, fyrrverandi og núverandi. Ásamt okkar ástkæru yfirmönnum, Hjalta og Jensínu. Borðuðum besta mat sem ég hef borðað síðustu árin. Og var það á DOMO. Fórum í 5-6 rétta óvissumatseðil. Með rosalegum vínum. Ég er ekki mikill rauðvíns- og hvítvínsmaður. En vínin sem voru þarna voru eins og fljótandi sælgæti. Nokkrir mojito voru teknir á milli. Við sem vorum að hætta vorum svo leyst út með góðum gjöfum. Og svo var stefnt á NASA. Ball með Sálinni. Hef ekki farið á ball með Sálinni lengi lengi. En þeir byrjuðu kl hálf 2. Fannst það svolítið furðulegt fyrst. En áttaði mig svo á því af hverju það var. Því ég lagðist á koddann kl 5 á Grand hótel. Og held þeir hafi enn verið að spila þá.
Ég fer pottþétt á DOMO aftur. Smakkaði besta sushi sem ég hef borðað. Fékk kengúru og allan fjandann. Get ekki hætt að hugsa um matinn.
Bloggar | 10.6.2008 | 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég er núna alveg að fara að mæta 3. daginn minn í nýju vinnunni. Á mánudaginn byrjaði ég hjá Netheimum. Netheimar munu nú sjá um að þjónusta viðskiptavini Símans. Þjónustan breytist nú ekki mikið. Það fáa sem ég get ekki er t.d að semja um reikninga eða taka við greiðslum á símreikningum.
Ég kann ágætlega við mig þarna. Svolítið stress fyrstu dagana. Koma sér fyrir og aðlagast aðstæðum. Þetta er svolítið karlaveldi. Stefnir í ágætis stuð.
Í gær kláraði ég hendur og augu á þessari gellu. Já þetta á að vera skvísa. Á bara eftir að finna rétta efnið í hárið á greyinu.
Bloggar | 4.6.2008 | 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Afar öflugur jarðskjálfti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 29.5.2008 | 16:12 (breytt kl. 16:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Í gærkvöldi fórum við með vinnunni á kayak. Þetta hafði staðið til að gera á síðasta sunnudag. En vegna roks, þá gekk það ekki upp. Við mættum 8 manns niður í Suðurtanga til þeirra hjóna, Dóra Sveinbjarnar og Helgu.
Okkur var komið í galla, svuntu og björgunarvesti. Svo var farið yfir helstu atriði og út á sjó vorum við komin. Þvílíkt æði! Veðrið skemmdi ekki fyrir. Maður þurfti að reyna á vöðva sem maður vissi ekki að væru til. Enginn lenti nú í sjónum. En ég var alveg tvisvar eða þrisvar langt kominn með það. Það var svolítið spes að róa innan um mávana og finna saltbragð af vörunum. Tókum smá æfingu í að róa upp að hvor öðru og vorum 10 bátar hlið við hlið. Og létum Gumma Guðjóns standa upp úr sínum báti og setjast á næstu báta. Greinilega hægt að gera ýmislegt á völtum bátum. Bara þessi ferð náði nánast að selja mér eitt stykki bát. Fannst svona á flestum að þeir væru til í meira.
Mér skilst að við höfum róið 3 km þetta kvöld. fyrr um daginn var ég búinn að hjóla rúma 8 km. Þar var því þreytt og sátt fólk sem lagðist á koddann sinn í gærkvöldi.
PS. Myndin hér fyrir ofan er stolin. Sjórinn gáraðist ekkert í gær. En kíkið nú í myndaalbúmið. Ég stal nokkrum myndum frá Gumma.
Bloggar | 29.5.2008 | 08:26 (breytt kl. 09:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 28.5.2008 | 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag er miðvikudagur. Á föstudaginn er síðasti dagurinn minn í gömlu vinnunni. Mikið búið að ganga á. Mikill erill og stress finnst mér. Ég er alltaf að segja sömu söguna aftur. Fólk er náttúrulega forvitið og vill fá að vita hvað sé að gerast og svona. Það koma líka jákvæð viðbrögð við viðtalinu við mig í síðustu viku:o).
Myndin hér að ofan er af nýjasta verkefninu, sem er óklárað. Þetta er hálfgerð sokkabrúða, þó að engir sokkar hafi verið meiddir við þessa framleiðslu. Þessi er eiginlega gerð að ósk Svövu Rúnar, eldri dóttur minnar. Þetta endar væntanlega sem ljóshærð bleik stelpa.
Það eru fleiri breytingar hjá fjölskyldunni. Elma Katrín sú yngri, er að skipta um leikskóla og er því í aðlöðun þessa dagana. Það má segja að við séum bæði að byrja í aðlöðun.
Held ég hafi nefnt þetta hérna, en nú stefnir í brúðkaup í sumar. Og í framhaldinu ætlum við í eina stutta utanlandsferð saman fjölskyldan.
Bloggar | 28.5.2008 | 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kjánahrollurinn er í hámarki. Séð og heyrt kom út í dag. Og er ég þar aftarlega. Heil opna! Það var eitthvað klippt framan af nafninu hennar Sæunnar í viðtalinu. Hún heitir eingöngu Sigríður Sigurjónsdóttir í blaðinu hehe. Sæunnarnafninu hefur verið klippt út. Svona getur gerst.
Mér fannst þetta alveg ágætis viðtal. Svona meira fyndið eftir á. Litríkar myndir teknar í góðu veðri.
Nú er bara að kaupa blaðið í dag. Kannski brúðurnar verði niður á torgi á helginni og áriti blaðið múhaha.
Bloggar | 22.5.2008 | 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Er ekki eins sáttur við drenginn og ég hefði viljað. En sum börn verða vandræðagemsar. Hér er Alfredo Marmelado Blöndal. Já eða Freddi Blö. Hann venst bara ágætlega. Hann fór nú samt í ókláraður í myndatökur í dag.
Bloggar | 16.5.2008 | 22:45 (breytt kl. 22:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
fékk ég í síðustu viku. Uppsagnarbréf. Það fyrsta á ævinni.
Í bráðum 8 ár hef ég stimplað mig inn hjá öflugasta fjarskiptafélagi á Íslandi. Um næstu mánaðarmót mun ég stimpla mig út í síðasta skiptið. Fyrir viku fékk ég þá tilkynningu að það yrði lokað á Ísafirði og Egilsstöðum. Mér var rosalega brugðið, en hélt nú andlitinu. Mætti í borginni á fund 2ja yfirmanna minna. Annar var einmit frekar nýr deildarstjóri og eitt af hans fyrstu verkefnum var að segja mér og Ástu á Egilsstöðum upp. Öfundaði hann heldur ekkert af því.
Í dag mættu svo 2 að sunnan og tilkynntu mínu fólki þetta. Maður á eftir að sakna allra félaganna já Símanum. Á þessum árum hefur maður lært ótal margt í sambandi við tækni, mannleg samskipti, og fengið að taka þátt í svo spennandi verkefnum.
Í ágúst árið 2000, byrjaði ég hjá Símanum, eftir að hafa flutt í borgina. Mætti í verslunina í Ármúla og fékk afhenta litla kompu sem var lagerinn okkar, tölvu og þykka möppu með leiðbeiningum á kerfið. Í Ármúlanum sat ég í 3 og hálft ár. Mest stendur nú upp úr þegar ég lét handtaka ungt par út í bæ eftir að hafa reynt að svíkja út vörur í vefversluninni okkar fyrir tæpa hálfa milljón. Einnig var ansi mikill hasar þegar ungur ógæfumaður var handjárnaður inn á lager hjá mér. Svo eru margir eftirminnilegir karakterar sem maður vann með fyrstu árin. Bibbi, Mási, Jói, Sverrir, Una, Rakel, Lilja, Eyþór, Aggi, Arnar Páls, Goggi, Jón Sig............gæti haldið áfram endalaust. Ég upplifði 3 yfirmenn á þessu tímabili. 3 forstjóra líka. Svo á maður eftir að sakna hinna verslunarstjóranna sem maður hitti á fundum mánaðarlega í borginni: Heiggi, Emil, Sandra, Guðrún og Ásta. Og allir hinir.
Svo í c.a 4 ár er ég búinn að vera á Ísafirði og gera skemmtilega hlutir fyrir Símann. Þar af 2 ár tæp sem verslunarstjóri.
Ég efast ekki um að mitt fólk verði komið aftur í nýja vinnu áður en við vitum af.
Af brúðugerð, þá er ein brúða búin að taka svolítinn tíma. Mest vegna anna og hráefnisskorts. Eitt tímarit er búið að hafa samband við mig vegna þessa furðulega áhugamáls, og vildu mig í viðtal. Ætli ég endi ekki sem uppfyllingarefni einhvers staðar í blaðinu, sem svona furðufugl með furðulegt áhugamál. Skilst að það eigi að koma á næstu dögum, ljósmyndari til að mynda mig og svampfélaga mína.
Bloggar | 15.5.2008 | 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)