Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Guns n Roses - Ukulele version

Ukulele Eftir að mér var sagt upp vinnunni í maí, þá ákvað ég að vera góður við sjálfan mig og kaupa mér nýtt hljóðfæri. Ukulele varð fyrir valinu. Þetta er pínkulítið 4ja strengja hljóðfæri, held að það sé ættað frá Hawaii. Eftir að hafa lært nokkur grip á það, þá þurfti ég að senda það í viðgerð. En svo fékk ég það aftur í hendurnar og hef varla snert gítar heima síðan. Þetta er fínt hljóðfæri fyrir lata gítarleikara eins og mig. Fínt að sitja upp í sófa og láta þetta hvíla á bumbunni og slá á þetta.
Þar sem ég byrja aðeins seinna að vinna á daginn en aðrir, þá ákvað ég að koma mér á fætur og fá mér hollan morgunverð í sólskininu í eldhúsinu. Stökk svo til og kveikti á tölvunni hennar Sæunnar og strömmaði inn klassík frá Guns n Roses. Kannski var þetta tökulag hjá Guns n Roses? Einhver fræðir okkur bara betur á því í kommentum síðar. Tékkið á morgunupptöku hjá mér hér til hliðar í spilaranum.
I used to love her - Ukulele version.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Flutningur

DSC04921Þá er þetta komið á hreint og ég þori að blogga um þetta. Í dag skrifuðum við undir kaupsamning á okkar fyrstu íbúð. Kominn tími til! Ekki lengi að þessu samt. Við skoðuðum íbúðina í byrjun maí. Buðum fljótlega í hana. Fengum gagntilboð sem við tókum. Fáum afhent 1. ágúst.
Þetta er íbúð inn í Holtahverfi, gamla hverfinu okkar Sæunnar, þar sem við ólumst bæði upp. Og Sæunn ólst upp í sömu blokk. Við fáum magnað útsýni eins og sést hérna til hliðar.
Þessa dagana erum við að pakka á fullu. Og ætlum að flytja inn til mömmu og pabba inn í Móholti. Þau voru svo næs að leyfa okkur að vera, enda verða þau lítið heima í sumar. Þetta verður fínt sumar. Vona að það verði nú einhver sól, svo að það sé hægt að nýta pallinn. Svo fær maður að slá garðinn.
Ég er rosalega feginn að þetta sé allt gengið í gegn. Greiðslumatið, fyrsta útborgunin og undirskrift. 
Á síðustu helgi tókum við Hávarður Langa Manga undir okkur. Okkur tókst vel upp. Föstudagskvöldið var frekar súrt samt. Fólk hafði byrjað snemma að drekka og var orðið of drukkið þegar við byrjuðum. Og vorum í hættu á tímabili, vegna ágangs fólks. Húsinu var læst kl 1, því þá var orðið stappað. Klukkan 2 var það tómt. Enda fólk búið á því.
Á laugardeginum kynntumst við rakara úr vesturbænum. Sá var hress, og var tilbúinn að glíma við hvern sem er. En hann bauð okkur bara í nefið og var sáttur við okkur.
Nú er stefnan tekin á að tæma íbúðina sem við erum í núna á laugardaginn. Ferming hjá Axel frænda á sunnudaginn. Þá hitti ég öll systkini mín undir sama þaki, fyrsta skiptið eftir langan tíma. Ekki það að við séum svona mörg, bara einhvern veginn vantar alltaf einhvern þegar hist er. Mér sýnist stefna í fína mætingu núna vestur.


Bræðrafundur?

deogsveÞessi mynd var tekin af okkur fyrrverandi vinnufélögunum á árshátíð Símans núna þann 10. mars. Þetta er ég t.v. og Sverri Þór t.h.
Við unnum saman í Ármúlabúðinni á sínum tíma. Sverrir er kominn yfir til Skjásins og ég vestur. Á þeim tíma í Ármúlanum, var okkur oft ruglað saman. Meiri segja ein kellingin í mötuneytinu, hélt að við værum tvíburar.

Sverrir er taktfastur, og fékk hann stöðu ásláttarleikara með okkur, Guffa og Jóni í Lagerlúðunum. Áttum við það allir sameiginlegt að vera örhventir.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband