Á kayak á Pollinum

42e755432d219Í gærkvöldi fórum við með vinnunni á kayak. Þetta hafði staðið til að gera á síðasta sunnudag. En vegna roks, þá gekk það ekki upp. Við mættum 8 manns niður í Suðurtanga til þeirra hjóna, Dóra Sveinbjarnar og Helgu.
Okkur var komið í galla, svuntu og björgunarvesti. Svo var farið yfir helstu atriði og út á sjó vorum við komin. Þvílíkt æði! Veðrið skemmdi ekki fyrir. Maður þurfti að reyna á vöðva sem maður vissi ekki að væru til. Enginn lenti nú í sjónum. En ég var alveg tvisvar eða þrisvar langt kominn með það. Það var svolítið spes að róa innan um mávana og finna saltbragð af vörunum. Tókum smá æfingu í að róa upp að hvor öðru og vorum 10 bátar hlið við hlið. Og létum Gumma Guðjóns standa upp úr sínum báti og setjast á næstu báta. Greinilega hægt að gera ýmislegt á völtum bátum. Bara þessi ferð náði nánast að selja mér eitt stykki bát. Fannst svona á flestum að þeir væru til í meira.
Mér skilst að við höfum róið 3 km þetta kvöld. fyrr um daginn var ég búinn að hjóla rúma 8 km. Þar var því þreytt og sátt fólk sem lagðist á koddann sinn í gærkvöldi.
PS. Myndin hér fyrir ofan er stolin. Sjórinn gáraðist ekkert í gær. En kíkið nú í myndaalbúmið. Ég stal nokkrum myndum frá Gumma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband