Á morgun kemur sumar

Samkvæmt dagatalinu er Sumardagurinn fyrsti á morgun.
Við höfum fengið sól og blíðu síðustu daga. Maður krossar fingur og vonar að þetta sé allt að koma. Maður sér mun á hverjum degi, á snjónum í görðunum.  Pabbi hefur verið að pikka í snjóinn á pallinum hjá sér.
Í morgun vildi Svava Rún hjóla í leikskólann, sem er notabene c.a 4 km. Þar sem við fórum ekki mjög snemma á fætur, þá var ekki í boði að hljóla alla leið. Við sömdum um það að mamma hennar myndi láta okkur út á leiðinni og hjólið færi í skottið. Og rölti ég með henni og hún hjólaði frá Orkubúi Vestfjarða. Af stað hjólaði hún voða grobbin án hjálpadekkja. Sólin skein og mikil umferð á hjólastígnum. Maður fer bráðum að heimta breikkun reiðhjólastíga eins og fyrir sunnan! Á kvöldin sér maður fólk hjóla, ganga, skokka og á línu skautum eftir þessum fína stíg.

Á Langa Manga í vikunni kviknaði smá hugmynd með þessar blessuðu brúður mínar, sem eru farnar að flækjast fyrir fólki heima. Þær gætu farið að fá hlutverk blessaðar. Þarf að skella í minnsta kosti eina í viðbót. Og yrði það eftirmynd einnar persónu. Mér finnst það ævintýraleg persóna svolítið.  Það er smá hugmynd á borðinu með tónlistarmyndband. Spennandi og gaman býst ég við ef þetta tekst vel.  Það er svo mikið af hæfileikaríku og sniðugu fólki í kringum mann sem hægt er að nýta nefnilega. Maður þekkir alltaf einhvern sem kann hlutina ef maður kann það ekki sjálfur.

Ég segi bara fyrirfram, gleðilegt sumar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Gleðilegt sumar, Það er alltaf gaman að geta hjólað án hjálpardekkja. Vildi að fleirri í samfélginu gætu það

Meðan ég man máttu hringja í mig út af B M Posterum (GSM 6161101) Er með smá hugmynd um þá

Bárður Örn Bárðarson, 23.4.2008 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband