Síðustu vikur hef ég verið svolítið á ferðinni. Bæði suður og norður. Áður en ég fór norður, fann ég ómögulega Gilette Mach3 Power rakvélina mína (þessa með titraranum). Man ómögulega hvort ég tók hana með mér suður síðast eða hvenær ég notaði hana. Þannig að ég fór órakaður norður og lét allt vaxa yfir þá helgi. Kom svo heim aftur og keypti mér Gilette Fusion eitthvað með 5 rakblöðum og titrara. Notaði hana með góðum árangri. Svo fylgdi auðvitað bara eitt blað með henni, og hélt í einfeldni minni að ég gæti notað gömlu Mach3 blöðin, en nei auðvitað passaði það ekki saman! Þannig að ég fann gamla prikið af fyrstu Gilette vélinni minni, sem ég fékk örugglega senda þegar ég varð 16 ára! Viti menn, Mach3 (eða var það 4?) pössuðu á hana. Ég þurfti bara að búa til zzzzzzzzzz hljóðið á meðan ég rakaði mig og fékk þennan fína rakstur. vildi að maður gæti tekið einhverjar töflur við skeggvexti og haldið þessu bara í skefjum. Ef einhver er með gömlu power vélina mína, má hinn sami eiga hana. Gæti rakað hamsturinn sinn eða eitthvað.
Dægurmál | 29.3.2007 | 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það fer að styttast í páska. Fyrst þarf ég að skreppa suður á enn eitt námskeiðið. Svo mega páskar koma, með sinni sól, rokk og bjór. Og auðvitað góðum mat og páskaeggjum.
Ég verð eins og ég sagði að spila í Kjallaranum eftir miðnætti Föstudagsins langa. Á laugardeginum verðum við með opið hjá Símanum, og hljómsveitin Reykjavík! ætlar að taka lagið. Gaman að geta brotið aðeins upp daginn og haft rokk og ról í vinnunni.
Svo er afmæli hjá tengdapabba, og þar munum við stíga á stokk, börn og tengdabörn.
Fer svo suður á fund 12. apríl. Svo lítur út fyrir að ég verði strax viku seinna fyrir sunnan í fermingu.
Flakk á strák!
Bloggar | 28.3.2007 | 09:42 (breytt kl. 09:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nei, hljóðkerfið var ekki bilað á Langa Manga í gær. Heldur hljómaði ég svona bara. Ég mætti frekar bjartsýnn í gær og byrjaði að spila. Var frekar kvefaður. Náði smá hita í mig og náði að spila eitthvað. Á tímabili þurfti ég að tjúna gítarinn niður um hálftón til að geta sungið. Sumt gat ég hreinlega ekki sungið. Fólk var almennt ölvað virtist vera sama. Tók pásu og átti í erfiðleikum með að byrja aftur. Hálf 2 tók ég aðra pásu og settist ekkert aftur.
Þannig að ég mæti ekki í kvöld til að spila. Ætla ekki að gera fólki það, að syngja eins og geldur kjúklingur. Sendi Sæunni út í sjoppu til að taka mynd. Svo er þáttur Jóns Ólafs í kvöld, þar er þemað Vesturland og Vestfirðir.
Tónlist | 24.3.2007 | 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Rakst á gamlann félaga úr Verkmenntaskólanum, á netinu. Örri heitir hann. Við sátum oft og spjölluðum í frímútum í VMA á sínum tíma. Fengum okkur örugglega nokkra bjóra líka:).
Svo bjó hann beint á móti mér með henni Gíslínu, í Sigluvoginum. Í Akureyrarferðinni rakst ég einmitt á strák sem hékk oft í kringum þetta lið á sínum tíma í VMA, og vorum einmitt að tala um hvað hafi orðið um hina og þessa. Og þar var einmitt Örri nefndur. Poppar hann svo bara upp á síðunni minni með komment.
Í dag er hann prestur í Vestmannaeyjum. Nokkuð flott hjá Örra. Mig langar í svona kraga Örri!
Trúmál og siðferði | 22.3.2007 | 12:54 (breytt kl. 12:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 22.3.2007 | 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að rífa augun úr eiginkonu sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.3.2007 | 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tónlist | 20.3.2007 | 11:34 (breytt kl. 11:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú eru SSSól að koma saman aftur. Skilst þeir ætli að vera með tónleika 18. apríl. Vona að þetta verði svona acoustic tónleikar.
Maður tengir SSSól alltaf við páskana heima á Ísafirði. Þegar Skíðavika var, þá sá maður Helga Bjöss í brúnum leðurbuxum í lopapeysu á skíðum. Hinir meðlimir fylgdu oft með. Svo spiluðu þeir upp á dal, í sól og snjó. Svo voru kannski tónleikar að kvöldi Skírdags. Svo náttúrulega páskaball.
Ætli maður hafi ekki farið oftast á SSSól böll af öllum þessum böndum. Enda skemmtilegast. Prógrammið var oftast svona 80% þeirra efni og svo 20% cover. Gaman að sjá þegar Eyjó gítarleikari tók t.d Should I stay or Should I go?
Maður verður bara að fylgjast með
Tónlist | 20.3.2007 | 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Átti magnaða helgi á Akureyri á helginni. Kom fljúgandi á föstudaginn um miðjan daginn. Kom við hjá Símaliðinu fyrir norðan. Sótti lykil að íbúðinni hans Jóns Smára, og tók rúnt um bæinn. Kíkti í gamla skólann minn, Verkmenntaskólann á Akureyri.
Svo um kvöldið fór ég með Símastrákunum, Snorra, Haddi og Gísla á tónleika á Græna Hattinum, með hljómsveitinni Hjálmum. Þvílíkt góðir. Eftir smá svefn var mætt á námskeið, það setið allan laugardaginn. Eftir gott námskeið skellti ég mér upp í íbúð og lagði mig. Svo var ég sóttur í partí, þar sem við spiluðum spurningaleikinn Buzz í PS2. Þvílík snilld sá leikur. Eftir fínt partí var skundað í bæinn. Kaffi Akureyri varð fyrir valinu hjá liðinu, þar sem ég stakk af eftir nokkrar mínútur. Stemningin var ekki fyrir mig. Dimmt og leiðinlegt tónlist. Fólk í kös að dansa. Rölti yfir á reyklausa staðinn Café Amour, þar sem var fínn trúbador að spila. Hitti þar Aldísi og Beina. Í nótt þegar ég kom svo á næturstaðinn, þá var ég læstur úti. Hafði fengið lykla að íbúðinni hans Jóns Smára, en hann var í borginni sjálfur, og ekki til útidyralyklar. Ég úllendúllendoffaði dyrabjöllu á efstu hæðinni þar sem ég sá að var kveikt. Sofnaði værum svefni og fór í flug kl 13:15, lenti kl 14 í borginni og sat þar til rúmlega fimm!!! Átti að fara í loftið til Ísafjarðar kl 16:15. Ekki hægt að fljúga vegna veðurs. Samt blíða á báðum stöðum.
Sit núna heima hjá Kristínu systur og bíð eftir að fá gott að borða. Eina sem ég át gott um helgina var heimatilbúin súpa sem mamma hennar Halldóru Símastelpu á Akureyri mallaði ofan í okkur Símaliðið á laugardaginn í hádeginu. Hitt var mest samlokur, pylsur og allt í lagi Subway loka. Jú og brennd pizza á Plaza.
Mér fannst fín tilbreyting að komast norður í stað suður. Frábær hópur af krökkum sem vinna hjá Símanum á Akureyri. Frekar dugleg að skemmta sér. Hafa alla vega meira þol í það heldur en ég, kallinn.
Bloggar | 18.3.2007 | 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ákvað að kíkja á Langa Manga í kvöld. Þar var spurningarkeppnin Drekktu betur í gangi. Það eru kannski 2 eða 3 ár síðan ég kíkti síðast á þessa keppni. Og er þetta þá kannski í 2. eða 3. skiptið sem ég tek þátt. Þemað var grínmyndir. Þegar ég mætti 10 mínútum í níu í kvöld, voru nokkrir mættir. Þar á meðal Þór Péturs og Sara, og svo Óli Tryggva. Ég plantaði mér hjá þeim með einn öl. Ég og Óli ákváðum að vera saman í liði. En hann ætlaði helst að skipta mér snarlega út ef einhver sæt stelpa myndi koma inn. Við enduðum með 24 stig í leikslok. Vorum því efstir með Sæla og frú. Þannig að maður þurfti að hlaupa og pissa og skella sér í bráðabana. 3 spurningar voru lagðar fyrir okkur. 1. spurning var: Hver lék Robin Hood í Men in tights. Óli hafði það. Eitt stig. Hver talaði fyrri asnann í Shrek var spurning númer 2. Það vissum við báðir. 3. spurning var: Hvar gerist myndin 51st Date? Ég gat hana. Í verðlaun var kassi af Thule. Og þurfti ég að dröslast með 2 kippur af hálfslíters bjór heim.
Á morgun tek ég flugið norður til Akureyrar. Stefnan er tekin á tónleika með Hjálmum annað kvöld og svo námskeið daginn eftir. Tókst að kynnast aðeins þessum Akureyringum sem vinna hjá Símanum, á árshátíðinni á síðustu helgi. Hresst lið sem er örugglega spenntara fyrir því að djamma með mér og austfirðingunum heldur en þessu námskeiði.
Byrja á því að fljúga til Reykjavíkur. Þar hitti ég Sæunni, Svövu og Elmu á flugvellinum. Því ég þarf að bíða í klukkutíma eftir næsta flugi.
Bloggar | 15.3.2007 | 23:31 (breytt 17.3.2007 kl. 18:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)