Vaknaði illa sofinn í sól, í morgun. Skoppuðum í leikskólann, ég og Svava Rún. Auðvitað vildi hún fara í pils og pæjubol. Skilaði henni í leikskólann og rölti svo í sól og blíðu í vinnuna.
Átti ágætiskvöld í Kjallaranum í Einarshúsi á laugardaginn. Sumir voru svolítið á því að horfa á kosningasjónvarpið á staðnum. Þannig að ég skokkaði upp á næstu hæð með græjurnar og fékk í staðinn þvílíka plássið og notalegt umhverfi með málverkasýningu Reynis Torfa á veggjunum.
Keyrði heim örþreyttur og lagðist á koddann rétt fyrir 4.
Já og til að tala um kosningar, þá vann Serbía Júróvision.
Bloggar | 14.5.2007 | 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég rakst á Rögnu, vertinn í Víkinni. Pantaði mig á staðnum í Kjallarann í Einarshúsi. Verð þar á næsta laugardagskvöld. Inn á milli verða örugglega nýjustu tölur af kjörstöðum, ásamt því að júróvision verður. Svo er bara að sjá hvort Eiki Hauks komist í aðalkeppnina.
Tónlist | 8.5.2007 | 21:17 (breytt kl. 21:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jæja er lentur á Ísafirði. Var í borginni síðustu 2 daga. Og síðasta helgi var undirlögð í Akureyrarferð. Sú ferð var bara snilld. Námskeið, sól, bjór, góður matur, Stroh í kakó, gítarspil og sól.
Bíð eftir boði austur næst eða eitthvað!
Bloggar | 4.5.2007 | 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hugh Grant er greinilega blankur fyrst hann hendir bökuðum baunum í ljósmyndara. Enda síðustu dagar mánaðar.
Hvernig er bakki með bökuðum baunum?? Þetta er örugglega þýðingarvilla blaðamanns.
Hugh Grant óskaði börnum ljósmyndara dauða úr krabbameini | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.4.2007 | 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vorum alla síðustu viku í borginni. Notuðum þá ferð í læknisheimsókn og fermingarveislu. Ásamt því reyndum við að hitta sem flesta. En ekki náðist nú að hitta alla á listanum. En ég notaði tækifærið og heimsótti Hjalla bróður og fjölskyldu, þar sem maður hittir þau svo sjaldan. Það er svo langt til Hafnarfjarðar.
Við komum keyrandi á föstudagskvöld og skellti ég mér í spilerí á Langa Manga kvöldið eftir. Átti ég þetta fína kvöld á Langa Manga. Nokkuð sáttur. Enda nánast laus við kvefið og með rödd og fínt sánd.
Svakalega erfitt að vinna upp þetta bloggleysi.
Næst á döfinni er að fara til Akureyrar á föstudaginn. Þar verður tímanum eytt í vinnu. Dauðlangaði að ná mér í spilerí í sömu ferð. En þar sem búið var að bóka þessa helgi og samningar náðust ekki, þá vona ég að mér verði bara boðið í gott partí í staðinn. Eitthvað skilst mér að það sé búið að plana eitthvað ef ég þekki Norðlendinga rétt. Það er líka gott að nota tímann til að hvíla sig á milli atriða.
Svo er stefnan tekin í borgina á miðvikudaginn eftir viku. Þá er það fundarferð.
Bloggar | 24.4.2007 | 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Páskarnir voru fínir. Mikið borðað en hefði viljað slaka meira á. Kom að sunnan kortér í páskafrí, liggur við. Þurfti að mæta í vinnu á Skírdag og taka á móti 3 brettum af markaðsdóti. Svo var vinna á laugardeginum, með rokki og róli.
Svo spilaði ég náttúrulega eftir miðnætti á föstudaginn langa. Átti bara mjög fínt kvöld í Kjallaranum í Bolungarvík. Fór svolítið neikvæður af stað. Því ég hef átt slæm kvöld þar. Átti mitt skemmtilegasta kvöld í víkinni fyrr og síðar. Hlakka til að koma þangað aftur.
Bloggar | 12.4.2007 | 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | 11.4.2007 | 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 10.4.2007 | 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Svo byrja tónleikarnir kl 15 niður á höfn.
Tónlist | 5.4.2007 | 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er kannski spurning um nálgunarbann á þessa manneskju?
Ég stend með Inga Þór í þessu máli. Þó honum finnist ekki Síminn vera vinur Ísafjarðar þessa dagana.
Stjórnmál og samfélag | 5.4.2007 | 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)