Sól sól skín á mig

Vaknaði illa sofinn í sól, í morgun. Skoppuðum í leikskólann, ég og Svava Rún. Auðvitað vildi hún fara í pils og pæjubol. Skilaði henni í leikskólann og rölti svo í sól og blíðu í vinnuna.
Átti ágætiskvöld í Kjallaranum í Einarshúsi á laugardaginn. Sumir voru svolítið á því að horfa á kosningasjónvarpið á staðnum. Þannig að ég skokkaði upp á næstu hæð með græjurnar og fékk í staðinn þvílíka plássið og notalegt umhverfi með málverkasýningu Reynis Torfa á veggjunum.
Keyrði heim örþreyttur og lagðist á koddann rétt fyrir 4.

Já og til að tala um kosningar, þá vann Serbía Júróvision.


Kjallarinn Bolungarvík

dennisouthpark 

Ég rakst á Rögnu, vertinn í Víkinni. Pantaði mig á staðnum í Kjallarann í Einarshúsi. Verð þar á næsta laugardagskvöld. Inn á milli verða örugglega nýjustu tölur af kjörstöðum, ásamt því að júróvision verður. Svo er bara að sjá hvort Eiki Hauks komist í aðalkeppnina.


Denni er kominn heim

Jæja er lentur á Ísafirði. Var í borginni síðustu 2 daga. Og síðasta helgi var undirlögð í Akureyrarferð. Sú ferð var bara snilld. Námskeið, sól, bjór, góður matur, Stroh í kakó, gítarspil og sól.
Bíð eftir boði austur næst eða eitthvað!


Henti bökuðum baunum í ljósmyndara!

Hugh Grant er greinilega blankur fyrst hann hendir bökuðum baunum í ljósmyndara. Enda síðustu dagar mánaðar.
Hvernig er bakki með bökuðum baunum?? Þetta er örugglega þýðingarvilla blaðamanns.


mbl.is Hugh Grant óskaði börnum ljósmyndara dauða úr krabbameini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta helsta..

Vorum alla síðustu viku í borginni. Notuðum þá ferð í læknisheimsókn og fermingarveislu. Ásamt því reyndum við að hitta sem flesta. En ekki náðist nú að hitta alla á listanum. En ég notaði tækifærið og heimsótti Hjalla bróður og fjölskyldu, þar sem maður hittir þau svo sjaldan. Það er svo langt til Hafnarfjarðar.
Við komum keyrandi á föstudagskvöld og skellti ég mér í spilerí á Langa Manga kvöldið eftir. Átti ég þetta fína kvöld á Langa Manga. Nokkuð sáttur. Enda nánast laus við kvefið og með rödd og fínt sánd.
Svakalega erfitt að vinna upp þetta bloggleysi.

Næst á döfinni er að fara til Akureyrar á föstudaginn. Þar verður tímanum eytt í vinnu. Dauðlangaði að ná mér í spilerí í sömu ferð. En þar sem búið var að bóka þessa helgi og samningar náðust ekki, þá vona ég að mér verði bara boðið í gott partí í staðinn. Eitthvað skilst mér að það sé búið að plana eitthvað ef ég þekki Norðlendinga rétt. Það er líka gott að nota tímann til að hvíla sig á milli atriða.
Svo er stefnan tekin í borgina á miðvikudaginn eftir viku. Þá er það fundarferð.


Aftur í normið

Ég pakkaði mér saman í gær og lá í hýði. Er ekki frá því að ég sé betri. Vantar bara alltaf upp á svefninn í lok nætur. Vakna upp og er á milli svefns og vöku.
Páskarnir voru fínir. Mikið borðað en hefði viljað slaka meira á. Kom að sunnan kortér í páskafrí, liggur við. Þurfti að mæta í vinnu á Skírdag og taka á móti 3 brettum af markaðsdóti. Svo var vinna á laugardeginum, með rokki og róli.
Svo spilaði ég náttúrulega eftir miðnætti á föstudaginn langa. Átti bara mjög fínt kvöld í Kjallaranum í Bolungarvík. Fór svolítið neikvæður af stað. Því ég hef átt slæm kvöld þar. Átti mitt skemmtilegasta kvöld í víkinni fyrr og síðar. Hlakka til að koma þangað aftur.

Slappi

Fór heim í dag úr vinnunni. Ósofinn og slappur. Á erfitt með að lýsa því hvernig mér líður. Í fyrsta lagi er ég búinn að vera kvefaður í 3 vikur! Illa sofinn. Er búinn að fá blóðnasir 2 síðustu nætur, og ekkert smá blæðing og dökk. Held bara að batteríin séu búin hjá mér. Búið að vera mikið flakk á mér síðustu vikur. En ég tók auðvitað vinnutölvuna með heim og er að vasast í hinu og þessu.

Því ÉG á afmæli í dag!

Ég er búinn að fá allnokkrar kveðjur í dag. Þennan dag nítjánhundruðsjötíuogfimm, fæddist ég. Fyrstu kveðjurnar voru þegar ég var að rumska, þá byrjaði Sæunn að syngja fyrir mig. Næst voru það vinnufélagarnir hérna fyrir vestan og svo þegar ég kveikti á tölvunni, biðu mín tölvupóstar. Einnig sá ég að Gummi frændi hafði skrifað í gestabókina.

Síminn rokkar!

kubbur_net_aldrei_sudur Á laugardaginn 7. apríl, ætlum við hjá Símanum á Ísafirði að hita upp fyrir Aldrei fór ég suður. Við ætlum að opna kl 13:00.  Allir fá glaðning á meðan birgðir endast. Einnig getur einn heppinn gestur unnið flottan Walkman síma frá Sony Ericsson, ásamt því að við verðum búin að skella upp hljóðkerfi, og fáum hljómsveitina Reykjavík! í heimsókn. Og munu þeir koma stuði í mannskapinn á milli 14 og 14:30. Það verður gaman að brjóta aðeins upp vinnudaginn og fá smá rokk í kroppinn.
Svo byrja tónleikarnir kl 15 niður á höfn.

Ofsóttur bæjarfulltrúi

portrait Las á síðu Inga Þórs bæjarfulltrúa á Ísafirði, að hann hefði lent í óskemmtilegri lífsreynslu, þrisvar sama daginn. Þar réðst að honum manneskja með fúkyrðum og látum. Þar á ferðinni var manneskja ekki alveg sátt við við meðferð á máli tengdu þessari manneskju, sem er í gangi í bæjarkerfinu. Fólk er það sjúkt að það heldur að það geti ráðist að fólki, vegna starfa sinna, og fjölskyldur þeirra við hvaða tækifæri sem er. Hvort sem þú ert staddur upp á sjúkrahúsi í heimsókn eða í göngutúr með fjölskyldu þína.
Það er kannski spurning um nálgunarbann á þessa manneskju?
Ég stend með Inga Þór í þessu máli. Þó honum finnist ekki Síminn vera vinur Ísafjarðar þessa dagana.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband