Sá þessar fréttir í morgun þegar við skriðum á fætur. Svakalega er þetta allt saman óraunverulegt. Sérsveitin á þyrlu, lögregluborðar og læti. Eflaust er smá mórall í gangi í dag hjá sumum. Það er ekki eins og maðurinn hafi dansað upp á borðum og brotið klósettið á Langa Manga. Nei maðurinn hleypti af byssu á eftir konunni sinni. Greinilega tekið æði þessi maður.
Af okkur er gott að frétta annars. Ég er kominn í stutt sumarfrí. Eigum eftir að ákveða hvað við gerum næstu daga. Dauðlangar að hoppa upp í bíl og úr bænum. Helst myndi ég vilja gera eins og mamma og pabbi, stökkva upp í flugvél og lenda í Köben. Þau ákváðu það með c.a 12 tíma fyrirvara.
Ég sló garðinn hjá mömmu og pabba í gær og í dag. Kláraði þetta um miðjan daginn í dag. Samt hefur aðeins minnkað hjá þeim grasflötin. Stétt tekin við og svona. Þetta er bara hressandi í góðu veðri.
Byssumaður yfirbugaður í Hnífsdal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.6.2007 | 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þetta verður fínn dagur á Íslandi. Nú get ég andað léttar þegar ég spila á pöbbum landsins. Það er ekkert grín að spila á munnhörpu í reykfylltu lofti, og það fyrir reyklausan manninn. Og maður þarf ekki að strippa þegar maður kemur heim...þvo og viðra fötin sín eftir heimsókn á knæpur landsins.
Held þetta sé svipað stór dagur og þegar bjórinn var leyfður 1. mars 1989. Sama ár og ég fermdist.
ATH! Þetta hefur alltaf verið reyklaus bloggsíða. Takk fyrir.
Reykingabann á skemmtistöðum gæti skilið milli feigs og ófeigs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 31.5.2007 | 10:40 (breytt kl. 10:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Keppt í ostaeltingarleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 29.5.2007 | 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við ætluðum að flytja inn á mömmu og pabba í dag. En Kristín systir og fjölskylda frestuðu suðurferð þangað til á morgun, því Eiður Sölvi var orðinn veikur.
Elma Katrín hefur legið í veikindum síðustu daga. Endalaust kvef og hiti. Þetta hjálpar ekki mikið til. Allir orðnir svolítið þreyttir eftir að hafa verið að pakka niður síðustu daga og tæma. Eigum eitthvað eftir af smádóti í íbúðinni, ásamt á ég eftir að losa sjónvarpið af veggnum. OG svo eru þrif eftir.
Bloggar | 28.5.2007 | 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Elsti Vestfirðingurinn er 103 ára í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.5.2007 | 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sat stofnfund Miðbæjarsamtaka Ísafjarðar í gær. Endaði þar í stjórn, sem varamaður. Þetta var hressilegur fundur með hressu fólki sem er með rekstur í miðbæ Ísafjarðar. Upp komu ansi skemmtilegar hugmyndir til að lífga upp á bæjarlífið. Best fannst mér að sjá vertana á Langa Manga og þeirra andstæðing í nágrannadeilu, sitja nánast hlið við hlið.
Hægt er að lesa frétt um þennan fund hér
Bloggar | 24.5.2007 | 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er þetta komið á hreint og ég þori að blogga um þetta. Í dag skrifuðum við undir kaupsamning á okkar fyrstu íbúð. Kominn tími til! Ekki lengi að þessu samt. Við skoðuðum íbúðina í byrjun maí. Buðum fljótlega í hana. Fengum gagntilboð sem við tókum. Fáum afhent 1. ágúst.
Þetta er íbúð inn í Holtahverfi, gamla hverfinu okkar Sæunnar, þar sem við ólumst bæði upp. Og Sæunn ólst upp í sömu blokk. Við fáum magnað útsýni eins og sést hérna til hliðar.
Þessa dagana erum við að pakka á fullu. Og ætlum að flytja inn til mömmu og pabba inn í Móholti. Þau voru svo næs að leyfa okkur að vera, enda verða þau lítið heima í sumar. Þetta verður fínt sumar. Vona að það verði nú einhver sól, svo að það sé hægt að nýta pallinn. Svo fær maður að slá garðinn.
Ég er rosalega feginn að þetta sé allt gengið í gegn. Greiðslumatið, fyrsta útborgunin og undirskrift.
Á síðustu helgi tókum við Hávarður Langa Manga undir okkur. Okkur tókst vel upp. Föstudagskvöldið var frekar súrt samt. Fólk hafði byrjað snemma að drekka og var orðið of drukkið þegar við byrjuðum. Og vorum í hættu á tímabili, vegna ágangs fólks. Húsinu var læst kl 1, því þá var orðið stappað. Klukkan 2 var það tómt. Enda fólk búið á því.
Á laugardeginum kynntumst við rakara úr vesturbænum. Sá var hress, og var tilbúinn að glíma við hvern sem er. En hann bauð okkur bara í nefið og var sáttur við okkur.
Nú er stefnan tekin á að tæma íbúðina sem við erum í núna á laugardaginn. Ferming hjá Axel frænda á sunnudaginn. Þá hitti ég öll systkini mín undir sama þaki, fyrsta skiptið eftir langan tíma. Ekki það að við séum svona mörg, bara einhvern veginn vantar alltaf einhvern þegar hist er. Mér sýnist stefna í fína mætingu núna vestur.
Vinir og fjölskylda | 23.5.2007 | 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það eru hundrað ár frá fæðingu höfundar Tinna.´
Ég hafði alltaf voðalega gaman af Tinnabókunum. Hvað ætli Tinni eigi samt að vera gamall í bókunum? Hann er alltaf í slagtogi með sífullum skipstjóra, Kolbeini kafteini. Þess á milli er hann með Vandráð prófessor með í eftirdragi, algjöran rugludall. Tinni er svona gaur sem er aldrei við kvenmann kenndur. Og oft vingast hann við útlenska, dökka stráka í bókunum.
Hundrað ár frá fæðingu Hergé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.5.2007 | 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hávarður Olgeirs er á leið vestur. Hann tók sig til og bókaði okkur báða saman, á Langa Manga á næstu helgi. Við verðum því bæði föstudags og laugardagskvöld á Langa.
Tónlist | 16.5.2007 | 11:08 (breytt kl. 11:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fann vel varðveitt lík í sófanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 16.5.2007 | 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)