Nei djók!
En ég verð hins vegar helgina 21. og 22. september, á Langa Manga. Kannski brotni undan mér stóllinn og ég græt inn í eldhúsi á Langa. Ætti ég að hafa hárið dökkt eða ljóst? Ætli sé nóg að tala bara við Villa Valla samdægurs?
Svo var ég að spá. Nú höfum við fengið Bobby Fisher til landsins og Aron Pálma. Báðir miklir Íslandsvinir. Það er spurning hvort sömu samtök sem komu þeim til landsins, geti komið greyið Britney Spears til landsins??
Annars er búið að vera voðalega eitthvað mikið að gera.
Á síðasta miðvikudag fór ég suður vegna vinnunnar. Gisti hjá Siggu og Valla. Fékk þessa svakalegu kalkúnasúpu, sem ég er eiginlega enn að hugsa um. Sigga hentu í mig c.a uppskriftinni:o) Og eftir að hafa fengið þetta góða maísbrauð, þá langar mig í brauðvél!
Dagurinn eftir fór í fundarhöld. Frá 8:30 til 16:30. Eftir það bættist í hópinn og okkar ástkæri forstöðumaður hélt smá tölu og bauð Jón Gnarr velkominn. Mikill hlátur braust út þegar hann birtist og heilsaði. En svo hélt hann örlítið langa tölu um húmor. Fyndinn á köflum. Kannski var maður bara þreyttur og langaði í bjór og eitthvað að borða. Enda var boðið upp á bjór og snittur.
Svo var tölt yfir á Vínkjallarann. Þar tók á móti okkur maður sem var svona blanda af Pétri Jóhanni grínara og Guðjóni Pé fyrrverandi sérfræðingi hjá Símanum. Þessi drengur hélt fína vínkynningu/smökkun. Þar sem ég smakkaði 8 teg af hvítvíni og 8 tegundir af rauðu. Úff ég er ekki fyrir svona léttvín. Þetta skaut nokkra strax í hausinn og voru orðnir hressir snemma. Svo var okkur ekið á Stokkseyri og rölt í gegnum draugasetrið. Hefði verið betra ef við hefðum farið færri í gegn og verið meira edrú. Svo var farið á staðinn Við fjöruborðið, og þar var allt vaðandi í humar og hvítvíni.
Daginn eftir fannst mér allt lykta og bragðast eins og léttvínið sem við smökkuðum. Tannkremið smakkaðist eins og hvítvín og handsápan lyktaði eins og rauðvín.
Spears sögð hafa grátið baksviðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | 12.9.2007 | 08:56 (breytt kl. 10:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Nú eru flestir í fjölskyldunni að detta inn í þessa rútínu aftur. Sofa á skikkanlegum tíma og vakna hressir. Yngsti fjölskyldumeðlimurinn byrjaður í leikskóla. Bætist á leikskólagjöldin!
Vorum alla síðustu viku í borginni. Ég var mest í húsföðurshlutverkinu. Sæunn var í skólanum sínum allan tímann. Við dunduðum okkur ýmislegt. Fórum í IKEA, Húsdýragarðinn og niður að Tjörn að gefa hinum helstu fuglum borgarinn brauð. Ansi gæfar dúfurnar þarna. Þær settust t.d bara á höndina á mér og átu úr lófanum.
Í IKEA var verslað meira. Fyrr í mánuðinum versluðum við tonn af húsgögnum.
Í næstu viku fer ég aftur til borgarinnar og þá einn. Verð mest innilokaður á fundi allan daginn. Strax eftir það fer ég í einhverja óvissu með yfirmönnum sölu. Væntanlega eitthvað að borða og drekka.
Það er farið að dimma svo á kvöldin. Frekar notalegt en þessi rigning má alveg fara í pásu.
Fólk sést út um allar hlíðar í berjamó. Er búinn að fara einu sinni til mömmu og sníkja bláber út í rjóma. Fékk einnig krukkur af rabbabarasultu.
Bætti við nokkrum myndum í myndasafnið. Er ekki nógu duglegur við það.
Bloggar | 30.8.2007 | 16:43 (breytt kl. 17:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Grunur um mannát í Austurríki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 28.8.2007 | 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 17.8.2007 | 09:06 (breytt kl. 09:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Elsta manneskja í heimi látin - úr elli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.8.2007 | 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Já sælt veri fólkið!
Er að vinna 4. vinnudag eftir langt sumarfrí. Maður þyrfti aðlögun eins og börnin. Maðu er frekar ryðgaður eitthvað. Talandi um aðlögun, þá var Elma Katrín yngri dóttir mín að byrja á leikskóla og er í aðlögun þessa dagana. Hún verður 1 árs á þriðjudaginn.
Síðustu vikur eða mánuður hefur verið fullbókaður. Júlí rann inn á dagatalið í rólegheitum, en á 5. degi vorum við komin með húslykla að Stórholtinu. Renndum samt suður með fjölskylduna og skelltum okkur í brúðkaup hjá Stínu systur. Fín athöfn og flott veisla. Ég steig á stokk ásamt bróður brúðgumans og gabbaði Óttar frænda á svið með tambúrínu. Meiri segja Kristín systir var dregin á svið. Og ekki er hún þekkt fyrir söng. En það er ýmislegt hægt á svona degi.
Strax eftir brúðkaupshelgi var farið að kaupa málningu og þar sem ég var ekki kominn í sumarfrí, sleit þetta svolítið hjá manni málningarvinnuna. En með góðri hjálp frá tengdó og Bigga mág, þá rann þetta fínt á nokkrum dögum. Tengdapabbi sá um málningarvinnu og tengdamamma passaði. Mamma og pabbi voru löglega afsökuð út á Tyrklandi. Ég hef aldrei málað svona stóra íbúð áður. Þetta tók ágætlega á. Sæunn hélt því fram að við gætum flutt og málað á 2 dögum. Það vantar aldrei bjartsýnina í hana.
Svo kom að því að tæma bílskúrinn hjá mömmu og pabba og flytja búslóðina okkar í næstu götu. Þar fengum við líka fína hjálp. Ó hvað ég var feginn þegar þetta var búið. En svo tók við kassatæmingar. Gaman að finna dótið sitt eftir 2 mánuði. Þegar maður kemur í stærra húsnæði, þá skortir húsgögn. Þá var fínt að hringja í IKEA. Í millitíðinni mætti pabbi og hjálpaði mér að bora og skrúfa upp hitt og þetta. Mest hlutir sem ekki er gott að hrynji niður eftir að hafa verið hengt upp. Eins og stórir speglar eða flatskjáir.
Í gær fengum við síðustu hlutina frá IKEA. Og meirihlutinn skrúfaður saman.
Hey já, við fórum líka á magnað ættarmót í Heydal inn í Ísafjarðardjúpi. Hresst lið og gaman.
Verslunarmannahelgin leið hljóðlega áfram. Spilaði á Langa með Hávarði á föstudeginum, svo var bara rólegt eftir það. Kíktum á mýrarboltann inn í Tungudal á sunnudeginum, og endaði svo í smá mótorhjólaferð með Bigga.
Eina sem mér hefur ekki tekist að gera í sumar, er að fara í útilegu (útileigu eins svo margir segja). Hefði líka viljað fara meira í golf. En sumarið er ekki búið enn.
Bloggar | 10.8.2007 | 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ohh ég var klukkaður. Ég á að koma með 8 staðreyndir um sjálfan mig:
1. Ég er örvhentur
2. Ég er bláeygður
3. Ég borða ekki lifur
4. Mér finnst súrmatur góður
5. Ég var að kaupa mér íbúð
6. Ég er því að verða fjarðarpúki aftur
7. Ég er hrútur
8. Ég kann ekkert í fótbolta
Bloggar | 17.7.2007 | 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bítlarnir komu heilir á húfi frá Kína fyrir stuttu síðan. Sendi þá í strekkingu og eru þeir tilbúnir til að hengjast upp á vegg. Fengum einmitt lyklana á síðasta fimmtudag að íbúðinni okkar. Stefnum á að byrja að vinna í henni í vikunni.
Síðasta laugardag gengu Kristín systir og Hálfdán í heilagt hjónaband. Heppnaðist dagurinn ansi vel að mati allra.
Þegar við komum svo keyrandi frekar seint í gærkvöldi, ákvað ég nú að sinna gullfiskunum sem mamma og pabbi eiga. Þegar ég kem að búrinu sé ég að það vantar annan gullfiskinn í búrið. Ég kalla á Sæunni og bið hana um að staðfesta það að það sé bara einn gullfiskur í búrinu. Það voru allir sammála um það. Þá fórum við á fullt að leita að í kringum búrið, til að sjá hvort það lægi þar fiskur á þurru landi. Sturtuðum úr leikfangakössum sem stóðu fyrir neðan búrið, svo að börnin færu nú ekki að finna uppþornaðan fisk í dótinu sínu. Hveri fannst fiskurinn. Þá vorum við á því að hinn hafi étið hann.
Hringdi svo í morgun í mömmu og spurði hvað það ættu að vera margir gullfiskar í búrinu. Þá kom í ljós að hinn dó víst fyrir einhverju síðan, og gleymst að tilkynna andlátið.
Bloggar | 9.7.2007 | 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég er reglulegur gestur á Ebay. Þar hef ég keypt allt mögulegt. Föt, hljóðfæri, íhluti í hljóðfæri, málverk ofl. Fyrst þegar ég fór að skoða Ebay, var dollarinn 120 kr! Svo þegar hann fór að lækka, byrjaði ég að versla. Í þessum mánuði keypti ég bleikt golfsett fyrir Svövu og málverk í Kína fyrir veggina á nýju íbúðinni minni.
Fyrst gekk ég frá kaupum á málverkinu 8 júní. Og átti það að fara af stað eftir þá helgi, eða 11. júní. Smámisskilningur átti sér stað í 1 og hálfan dag. Þannig að þetta fer af stað 14 júní frá Hong Kong, fer í gegnum Dubai og endar í morgun, þann 19. júní á Íslandi. Það er bara ansi fínn tími. En hvernig málverkið á eftir að líta út........Skulum bara sjá til. Fyrir forvitna, þá er það í 4 bútum, svona sería. Þetta eru Bítlarnir að labba yfir Abbey Road, og hver Bítill á sínum fleti. Um það bil meter á breidd í heildina og c.a 40 cm á hæðina. Þetta verður örugglega töff.
Svo er bara að bíða eftir golfsettinu frá Bandaríkjunum.
Bloggar | 19.6.2007 | 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er á 2. degi sumarfrís. Almenn leti hefur hrjáð okkur. Tókum rúnt um sunnanverða Vestfirði, á síðasta sunnudag. Keyrðum á Flókalund. Tókum stopp þar í hádegismat. Brunuðum svo í þokuna á Patró og Tálknafirði.
Sól og sumarylur hefur einkennt síðustu daga. Ég og Sæunn erum á golfnámskeiði þessa vikuna. Mig dauðlangar samt að fara eitthvað. Helst vildi ég eiga tjaldvagn eða fellihýsi til að bruna með eitthvað út í buskann. Hver vill kaupa með mér svoleiðis? Engin nýtni að eiga þetta einn. Samt er ég með einhverja útþrá. Hver vill bjóða mér til Köben eða eitthvað? Hvað þá redda mér gistingu þar fyrir 4 manna fjölskyldu?? Er farinn út í sólina á Ísafirði. Matur hjá tengdó og golfnámskeið strax á eftir. Yfir og út!
Bloggar | 12.6.2007 | 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)