15 sec frægð

Hann Guðmundur starfsfélagi minn er víst þekktari fyrir boltaspark frekar en söng. Félagar hans borguðu honum fúlgur fyrir að taka lagið með mér um miðjan september. Þetta náðist á filmu og fær Guðmundur hér 15 sekúndur af frægð.

 Guðmundur tryllir lýðinn. Smellið hér.


Svona eru menn

Á næsta föstudag, verða KK og Einar Kára í Edinborgarhúsinu. Þar stiklar Einar Kára á ævi KK´s (nota eignarfalls essið!), og KK sjálfur mun krydda sögurnar og örugglega taka lagið.
Nú er ég einmitt á Langa Manga síðar um kvöldið. Fæ örlítinn kjánahroll yfir því að KK verði á svæðinu. Efast samt um að hann kíki á Langa hehe. Æi eitthvað svo kjánalegt að fá svona meistara á svæðið þegar maður er í miðju lagi. Kannski að taka Vegbúann. Enn verra væri að fá Bubba og ég væri að taka Afgan.  Sat nú einu sinni á laugardegi fyrir páska eitt árið, á Langa Manga með stútfullt hús. Röð út á götu. Og ég var í stuði. En hugsaði svolítið á meðan með mér að nú vantaði bara að Stebbi og Eyvi myndu labba inn í kofann, og ég væri að taka lagið Nína. Labbar ekki Eyjólfur Kristjánsson inn, ásamt eiginkonu Stebba Hilmars! En ég var ekki að taka lagið Nína, sem betur fer. Og ég var kvefaður og örlítið ölvaður. Eyvi blikkaði mig bara og fékk sér sæti.
Einnig eitt kvöldið rölti Stebbi Magg (sonur Magga Eiríks) inn og spurði hvort hann mætti ekki koma með gítarinn sinn. Það var auðsótt og tókum við allnokkur lög eftir kallinn Magga Eiríks.
Það myndi samt kitla að taka Blindsker eða Afgan með Bubba. Helst á Langa Manga.
Bubbi ef þú ert að lesa þetta, farðu þá að æfa textann. Hitti þig á Langa í súpu.


Það helsta...

Kom að sunnan í gær.  Átti þetta fína flug vestur en hrikalegt suður. Flaug suður á laugardaginn. Fór beint upp á hótel og svo upp í Egilshöll, þar sem starfsmenn Skipta (Síminn, Míla, Já, Skjárinn ofl) hittust 900 manns saman. Áttum fínan dag saman. Með fyrirlestrum og svo endaði þetta í keppni á milli liða í línudansi, kökuskreytingum ofl. Svo var skellt sér á hótelið í sturtu og skelltum okkur svo á Gaukinn, þar sem fljótandi veitingar biðu okkar.
Eftir að hafa fengið allnokkur símtöl frá einum góðum félaga að norðan, sem hafði fengið sér aðeins of mikið af Havana Club, var ákveðið að kíkja aftur upp á hótel þar sem hann ásamt fleirum stóð fyrir partíi. Ég laug mig síðan úr partíinu með þá afsökun að ég ætlaði að sækja mér meiri bjór. Sofnaði nú ekkert strax, erfitt að sofna á hótelum finnst mér. Finnst þau sjaldnast nógu notaleg.

Nú er Sæunn flogin suður. Skólalota hjá henni fram á föstudag. Þannig að ég er einn með stelpurnar 2 hérna heima. Það hefur bara ekkert gerst fyrr en núna. Sýnist það eiga eftir að ganga ágætlega. Er að reyna að láta þær leika sér svolítið saman. Þær eru ekki alltaf duglegar við það. Frekar að fíflast í hvor annari þangað til önnur fer að skæla. Samt er önnur þeirra 1árs og hin 5 ára.

Næstu helgi er ég á Langa Manga. Sem betur fer var fundi 5. október fyrir sunnan frestað. En færist yfir á 18. okt að mig minnir og líklega verður sá fundur á Austurlandi. Spennandi. Aldrei að vita að maður taki með sér trúbadora kittið og finni sér spiladjobb þar.
Sjáum til hvað gerist!


Pornodog!

Ég held að það þyrfti að núllstilla allt svona rugl í heiminum. Það má alveg fara milliveginn í svona málum.
Trúmál og klám þarf endurskoða.
mbl.is Kostar sitt að kyssa Richard Gere
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri draumar (martraðir)

Ég er dottinn í draumagírinn og ekki þarf ég neina draumstauta til þess.
Í nótt dreymdi mig að ég væri á einhverju flakki með hóp ungra manna. Vorum allir klæddir til að fara á djammið. Við vorum staddir í antíkbúð. Einhver úr hópnum rekur sig í borð og það detta glervörur í gólfið. Afgreiðslukonan kemur og heimtar mjög háa upphæð fyrir það sem brotnaði.
Ég hálfskammaðist mín fyrir hönd félaga minna en er dreginn út úr búðinni og við skellum okkur upp í leigubíl.  Eftir smá akstur komumst við að því að leigubílstjórinn er blindur!! Hann ekur yfir nokkur vegamót og bílar snarbremsa.  Bílstjórinn segir að öllu sé óhætt, hann sjái nú alveg móta fyrir bílunum fyrir framan sig, en það versni svolítið þegar dimma tekur.
Seinna í draumnum fór þetta að fara út í algjöra sýru. 
Mér fannst konan í búðinni vera dáin og var farin að ofsækja mig í svefni. Frekar óhugnalegt allt saman. Man ekki nógu mikið af þessum sýrukafla til að lýsa því í orðum. En ég vaknaði í svitabaði eftir að hafa barist við þessa konu, ásamt brjáluðum apa.


Góður draumur maður

Ég er farinn að sofa betur og við öll fjölskyldan held ég, upp á síðkastið. Enda farinn að dreyma aftur.

Í nótt dreymdi mig að ég væri að fara að spila á tónleikum á Ingólfstorgi með engum öðrum en Ásbirni Kristinssyni. Sumir þekkja hann undir nafninu Bubbi Morthens. Það var orðin fín stemning á torginu. Það var ákveðið að við myndum allir labba frá bókabúðinni þarna niður í bæ (Eymundsson í Austurstræti) og niður á torg og beint upp á svið. Hljómsveitarmeðlimirnir voru ekki af verri endanum. Við löbbuðum út um dyrnar á bókabúðinni. Í tvöfaldri röð löbbuðum við af stað. Fremstir voru Bubbi sjálfur og svo Eyjólfur gítarleikari í SSSól. Á eftir rölti ég og svo bloggbassaskáldið sjálft Jakob Smári Magnússon. Á leiðinni er ég að spá í hvaða lög eigi að taka, því ég mundi ekki eftir að hafa mætt á neina æfingu. Enda engin þörf fyrir það hoho! En ég slæ létt á öxlina á Jakobi og spyr: Helduru að við tökum ekki Blindsker?" Þá segir Jakob: "Nei, hann Bubbi nefndi það ekki". Svo veit ég ekki fyrr en ég stend baksviðs með gítar og tilbúinn að setja í samband. Ég geng að Bubbanum og spyr hvort eigi ekki að telja í Blindsker (goggle.com fyrir þá sem vita ekki hvað Blindsker er ). Bubbi var frekar fámáll og vildi lítið ræða lagalistann og vildi ekki taka þetta fína lag.
Ég vaknaði nú áður en ég komst á svið. Læt ykkur vita síðar hvort það verði framhald á.

Sæunn heldur að þetta sé eitthvað tengt því að Bubbi sé að koma vestur og leita að fronti í "Bandið hans Bubba".


Hárið...

var fínn söngleikur á sínum tíma. Fór á hann með liði úr VMA árið 1995 að mig minnir.

En mikið langar mig að snoða mig bara. Mér finnst dýrt að láta klippa sig. Síðast borgaði ég 2800 kr fyrir klippingu. Fín klipping, góður klippari. En fyrir 2800 kr gætiru hringt til Bandaríkjanna í 140 mín.

Að öðru. Er að fara í borgina þarnæstu helgi. Þar sem ég hitti flestalla vinnufélagana. Þar ætlum við að eyða degi saman, og vonandi skemmt sér eitthvað um kvöldið.


Langi Mangi

Ég verð staddur á Langa Manga næst komandi helgi, þ.e 21. og 22. september. Þar mun ég verða bæði kvöldin ásamt gítarnum mínum.

Var einmitt á Langa í hádeginu og fékk þessa frábæru íslensku kjötsúpu, sem hún Ylfa töfrar fram á hverjum miðvikudegi.
Ég át súpu einmitt með honum Bigga mági mínum sem kom keyrandi í nótt á nýjum bíl. Fékk sér Cooper Mini. Helvíti nettur.
Það má líka fylgja með að hann er með til sölu Gibson Firebird rafmagnsgítar til sölu. Þú þarft ekkert að kunna á gítar, því þetta er þannig gítar að þú getur vel bara hengt hann upp á vegg. Tékkið á stráknum bix@bb.is


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband