Guðmundur vinnufélagi minn lenti í smá skakkaföllum í kvöld. Honum tókst að fljúga af reiðhjólinu sínu og beint á andlitið. Einhverjum snillingum hjá Ísafjarðarbæ datt í hug að strengja keðju yfir stíg sem hann var að hjóla á. Auðvitað þurfti Guðmundur/Stuðmundur að hjóla beint á þessa blessuðu keðju og fljúga á hausinn. Ég mun sækja þetta mál stíft með Guðmundi, enda er Guðmundur andlit Símans út á við. Ekki get ég verið með nefbrotna starfsmenn í vinnu.
Í tilefni dagsins sendi Guðmundur mér upptöku af síðustu æfingu hjá okkur.
Annars er ég staddur í höfuðborg Íslands. Flaug frá Þingeyri um miðjan daginn í dag. Var kallaður í flug með 20 mínútna fyrirvara. Gleymdi meiri segja námskeiðsgögnunum mínum á skrifborðinu mínu. Eins gott að ég verði ekki sendur heim að sækja þau.
Bloggar | 25.10.2007 | 23:49 (breytt kl. 23:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég sá ekki mikið af Egilsstöðum. Lenti í myrkri. Keyrði fínan hring með Öllu og Jonna um Egilsstaði. Samt ekki mikið að marka í svona dimmu.
Daginn eftir rölti ég yfir í Símabúð og beið eftir restinni af Símaliðinu sem ég átti að hitta. Fimmtudeginum var svo eytt inn á hótel Héraði í vinnu.
Morguninn eftir fór í vinnu og svo var farið í loftið 14:10.
Bloggar | 21.10.2007 | 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er staddur á Egilsstöðum í 13 stiga hita. Kom hérna í fyrrakvöld og var tekið á móti mér og tekinn í bílferð um bæinn. Þar á meðal kíktum við á vídeóleigu bæjarins. Rakst svo á eiganda leigunnar á Youtube.
Við sjáum myndbrot. Góða helgi!
Bloggar | 19.10.2007 | 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér fáum við að kíkja inn í 21 sekúndu í ísfirskri skólastofu og kynnumst smá orðaforða. Við sjáum mynd.
Af hverju nota kennarar ekki bara THE F WORD?
Vísindi og fræði | 12.10.2007 | 08:36 (breytt kl. 08:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 12.10.2007 | 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
er fíkniefni...
Datt í hug í gær að prufa að fá mér kaffibolla. Það hef ég ekki gert í c.a 1 og hálft ár. Mér var kalt og eitthvað illa sofinn. Fékk mér einn meðalbolla úr þessari fínu vél sem við deilum með Glitni. Eftir bollann var mér orðið hlýtt. En svo fór hjartað af stað. BÚMM BÚMM BÚMM!! Nasavængirnir fóru að taka kipp og maður varð allur örari.
Fyrst þegar þessi kaffivél var keypt, fylgdi með eitthvað voða fancy kaffi að ég tel. Svo þegar sá poki var búinn, var byrjað að kaupa eitthvað normal kaffi að ég held, því ég veit ekkert um kaffi. Eftir þennan góða poka var ég kominn örlítið á bragðið. Og fékk mér alltaf lítinn bolla á dag. Svo urðu þeir fleiri. Eftir vinnudaginn var ég orðinn frekar ör og pirraður. Ákvað að hætta kaffinu bara, fannst mér það ekki gott lengur, heldur sótti ég í koffínið. Mér finnst góð lykt af því, og í lagi að sötra smá bolla með sykri. En ég gæti ekki staðið á þambinu allan daginn. Af hverju er ekki hægt að bjóða upp á kók með örlítið meira koffíni?
Matur og drykkur | 12.10.2007 | 08:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta var bara stuð í gær. Mætti hálf sjö í gærkvöldi og skráði mig inn og fékk númer, teknar myndir af mér og ég þurfti að fylla út nokkrar línur. Svara fyrir hvort ég ætti von á dómi og fleira. Tökur hófust svo um kl 19:30.
Þetta rúllaði bara fínt áfram. Ég var 3. í röðinni að koma fram. Fyrst tók Unnur Birna fegurðardrottning viðtal við mann og svo fór maður niður og kom sér fyrir með gítarinn. Svo átti maður spjall við Bubba, sem var úti í sal. Maður sá rétt greina fyrir honum í reyknum og ljósunum. Frekar mikið af ljósum í Kjallaranum þetta kvöldið. Svo taldi maður bara í lagið og söng og spilaði eins og maður ætti lífið að leysa. Bubbi var frekar jákvæður við mig. Setti aðeins út á taktinn hjá mér og svona. Svo var maður rifinn aftur í viðtal.
Bara þetta kvöld er örugglega stutt brot í þætti. Ég var kominn heim á miðnætti.
Það voru nokkrir sem áttu góða spretti þarna. Áberandi samt hvað margir sem mættu hafði verið hringt í og beðnir um að mæta. Svo voru einhverjir týndir til úr áhorfendahópi. Bara gaman af því. Feginn að vera hættur að skjálfa og svitna með gítarinn. Aðrir sem sáu um það. En ég játa að að maður var svolítið strekktur og með hnút í maganum. Ef myndavélarnar og ljósin hefðu ekki verið í andlitinu á mér hefði þetta verið í fína. Fannst lítið mál að spila fyrir Bubba. Salurinn var þéttur og fínn. Ylfa Mist sá um að fagna mér:o).
Myndi alveg vilja prufa þetta svona 1 sinni í mánuði.
Bloggar | 11.10.2007 | 09:43 (breytt kl. 09:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fékk hringingu í gær. Þar var ungur maður sem spurði kumpánalega hvort minn ætlaði ekki að mæta í prufu hjá honum Bubba. Ég var ekkert alveg á því svona að taka þátt. Blundaði aðeins í manni að það væri gaman að taka þátt. Ég veit bara ekki hvort ég sé tilbúinn að láta Bubbann hrauna yfir mig. Svo veit ég ekkert hvaða lag ég ætti að taka. Þarf að vera á íslensku sem er kostur. Færi nú ekki að taka Bubbalag fyrir Bubba. Við höfum rætt það áður sko! Ligg undir lopapeysunni minni og hugsa þetta.
Meðfylgjandi mynd er takin af Siggu vinnufélaga mínum, á síðsta laugardag.
Bloggar | 9.10.2007 | 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Átti mjög rólega helgi þannig séð þó að það hafi verið mikið að gera.
Spilaði á föstudagskvöldið á Langa Manga. Frekar rólegt.
Svo átti Halldór mágur minn afmæli. Stórafmæli meiri segja. Mér skilst hann hafi tekið við nýju starfi í dag. Og gekk hann undir nafninu Fallegi Framkvæmdastjórinn í veislunni. Enda bróðir hann með fyrirtækið Fallegi smiðurinn. Eftir afmælið mætti ég á Langa og spilaði til að verða 2. Róleg helgi og rólegt yfir fólki almennt.
Ætla að prufa að koma með getraun eins og Ingvar Valgeirs og Gummi Guðjóns gera ansi oft.
Hvaða maður er þetta? Vísbendingar koma síðar ef þörf krefur.
Bloggar | 8.10.2007 | 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
trommuleikari. Hvað þá Steingrímur Eyfjörð listamaður.
Hinsvegar hefur daglegurdenni fyrrv. simnet.is/steingrimur fengið bréf frá ritstjóra eins blaðs í þessu landi og tekið mig fyrir Denna nafna minn Ólafsson. Það var frekar nett bréf, sem ég áfram sendi um árið á réttan Denna.
Yfirlýsing frá Ragnari Axelssyni ljósmyndara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.10.2007 | 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)