15 ára stúlka sett í fangaklefa með 20 mönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.11.2007 | 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bíddu hvar grafa menn upp svona fréttir?!?!?!
Þeir taka fram tegundina á hundinum. Var hundurinn karlkyns eða kvenkyns? Eins og einhver bloggaði um þessa sömu frétt. Þá á þessi maður sem þeir leita að, eftir að fá þyngri dóm en nauðgari á Íslandi.
Hver getur misþyrmt dýrum svona? Hvað þá svona hundi?
Grunaður um að hafa nauðgað hundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.11.2007 | 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Læt flakka mynd af afmælisbarninu í tilefni dagsins.
Er ekki frá því að Elma Katrín hafi háralag mömmu sinnar. Sítt að aftan og snöggt í hliðuðnum.
Bloggar | 21.11.2007 | 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sælt veri fólkið!
Nú er öllu flakki lokið á árinu. Ég sé alla vega ekki fram á annað. Við lentum á Ísafirði í dag. Eftir tæpa viku í borginni var ég búinn að fá nóg. Höfðum það samt mjög fínt. Ég fór fyrstur suður og gisti hjá Kristínu systur og familí. Svo ákvað Sæunn og stelpurnar að koma á föstudaginn. Því Sæunn komst óvænt til læknis sem hún er búin að bíða eftir að komast til í langan tíma. Einhver bæklunarsérfræðingur eða eitthvað. Já hún er soldið bækluð greyið, enda er komið að stórafmæli hjá henni.
Eftir fundinn hjá mér á föstudaginn. Renndum við niður á Nordica í smá öl. Svo var brennt niður á Laufásveg til Heiðreks og snæddur matur frá Austurlandahraðlestinni. Vá hvað hann var góður. En maður þurfti að nota mikið af bjór og jógúrtsósu með. Því hann var STERKUR. Getum sagt að hann hafi verið sterkur alla leið niður. Eftir matinn var bjórkvöld verslana Símans á Gauknum. Tölti svo til Sæunnar og stelpnanna í gistingu hjá Valla og Siggu.
Ég ætlaði að væla yfir sírenuvæli. Stuttu eftir að ég lenti í Rvík á síðasta miðvikudag, þá er ég að keyra eftir Miklubrautinni. Með kveikt á útvarpinu. Byrjar þetta svaka sírenuvæl og læti. Þá er verið að auglýsa einhvern útsölumarkað eða eitthvað álíka. Mér fannst þetta óþægilegt og lækkaði í útvarpinu. En sírenuvælið lækkaði ekki. Heldur var líka sjúkrabíll að koma á móti mér. Ég hefði haldið að það mætti helst ekki nota svona sírenuvæl í auglýsingar. Alla vega allir á Miklubrautinni sem voru að hlusta á Bylgjuna á sama tíma, hefur fundist þetta óþægilegt. Ég hefði alla vega ekki viljað vera með sjúkrabílinn í rassgatinu á sama tíma.
Á morgun (ritað aðfararnótt afmælisdags)/í dag á Sæunn afmæli. 21. nóvember. Hún er þrjátíu ára í dag. Ég og Svava völdum pakka fyrir hana í dag (gær...þriðjudag). Vönduðum okkur við að pakka þeim inn í Kringlunni. Svava hafði mikið álit á því hvernig pappír skildi nota og borða. Einnig réði hún miklu um valið á kortum á pakkana. Ætla ekki að kjafta hérna hvað er í pökkunum. Aldrei að vita að Sæunn lesi þetta í svefni. Þær eru allar sofnaðar stelpurnar. Sæunn dauðþreytt eftir að hafa fengið einhverja hrossasprautu í öxlina hjá lækni í dag.
Talandi um flug. Í dag rétt fyrir flugtak (lesist í gær). Þá tók Elma Katrín, yngri dóttir okkar sig til og byrjaði að kvarta eitthvað. OG var ekki mjög sátt. Hún byrjaði að öskra, og öskra hátt í flugvélinni. Þannig að allir fengu að heyra. Og greyið fólkið sem sat nálægt. Hún öskraði allan tímann frá því að við settumst og þangað til Sæunn gat staðið upp með hana þegar vélin var komin í flughæð. Fólk ýmist glotti, brosti blíðlega eða gaf manni skrýtið auga. Ef einhver hefði vinsamlegast beðið okkur um að þagga niður í barninu, þá hefði ég rétt þeim sama barnið og boðið honum að gjöra svo vel. Maður þaggar ekki svo auðveldlega í Elmu þegar hún er komin á háa céið. Hún hættir þegar hún getur ekki meir.
Þetta er alltof langt blogg.
Sæunn til hamingju með afmælið!!
Bloggar | 21.11.2007 | 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fékk svipaða tilfinningu. Sá fyrir mér þegar ég var yngri, að endurunninn klósettpappír væri s.s klósettpappír sem hefði farið í gegnum einhverskonar endurvinnslustöð á leiðinni út í sjó.
Kannski það verði komið upp svona söfnunargámi fyrir notaða smokka. Þeir svo fluttir í hreinsistöðvar. Hreinsaðir með íslensku vatni! Rúllað saman og pakkað. Gætu heitið "GRÆNIR SMOKKAR".
Mér finnst mbl.is oft vera að flýta sér að pikka inn fréttirnar. Stundum hreinlega skilur maður ekki sumar setningar, því annað hvort er aukaorð eða það vantar orð. Í þessari frétt er talað um kynfæravörur. Sem er eflaust smokkurinn? Nei þeir voru að tala um kynfæravörtur!
Svo væri kannski slagorðið. 150 smokkar= 1 regnkápa á mömmu.
Endurunnir smokkar sagðir heilbrigðisógn í Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.11.2007 | 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Var að fá í hendurnar 20 ára afmælistónleika Síðan skein sól í DVD formi. Magnaðir tónleikar. Titill þessa bloggs er einmitt titill lags sem KK tekur með þeim félögum. Hann syngur og blæs í munnhörpu. Gaman að sjá þá KK og Helga syngja saman, "Hvað er skrýtið við að elska annan mann?"
Á sviðinu með þeim er þéttir hljóðfæraleikarar. Aukamenn, eins og Guðmundur Pétursson, Kjartan Valdemarsson, Matthías Stefánsson, Pétur Grétarsson. Ásamt þeim gestum KK, Birni Jörundi og Sylvíu Nótt.
Saknaði þess að sjá ekki orginal trommarann Ingólf.
Er ekki frá því að Jakob Smári (bloggvinur minn) og Ingólfur Sigurðsson séu svona skemmtilegustu rythmaspilarar landsins. Ingó er einmitt í kokteil bandi með bassaleikaranum og fyrrverandi Símamanninum núverandi Mílumanni Kristjáni Hafsteinssyni.
Bloggar | 9.11.2007 | 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Guðmundsson átti stórkostlega spretti í gær. Ég er að tala um Mugison. Í Edinborgarhúsinu voru fyrstu útgáfutónleikarnir hjá drengnum.
Ég mætti snemma á staðinn. Hitti þar á meðal Dóra mág minn, Guðmund vinnufélaga ofl. Tónleikarnir byrjuðu í seinna fallinu. Flugið seinkaði og bandið keyrði af stað. Það var þess virði að bíða. Frá fyrsta tóni, hélt Mugison og félagar mér í einhverri leiðslu. Hvert lag var áhugavert. Þrátt fyrir smá stífelsi í fyrstu 2 lögunum, ásamt því að gítarinn hjá Ödda datt sífellt úr sambandi, bjargaði þéttleikinn í bandinu þessu. Skemmtileg uppröðun á sviðinu setti töff svip á heildarmyndina. Talið frá vinstri: Lengst til vinstri sat Arnar trommuleikari. Hann tileinkar sér svolítið takta Dýra úr Prúðuleikurunum. Voru ekki með trommusettið aftast. Með þessu tókst þeim að ná skemmtilegri stemningu enda virðist vera stemningsmaður þessi Arnar. Pétur Ben á gítar, algjör snillingur. Mugison sjálfur í jakkafötum af afa sínum eða eitthvað álíka og 3ja ára skegg. Davíð Þór á orgel og lúður. Svo bassatöffarinn Guðni.
Man ekki nöfnin á lögunum. Fannst skemmtilegt að heyra eldra lag sem heitir Two Birds í kántríútgáfu. Og svo lag af nýja disknum sem heitir George Harrison.
Það er svo erfitt að lýsa þessum tónleikum. Þeir rúlluðu í gegn á svo skemmtilegan hátt. Mæli með að þið fáið ykkur diskinn og líka tónleikaupptökuna síðan í gær á mugison.com.
Bloggar | 7.11.2007 | 21:15 (breytt kl. 21:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég var að koma heim. Vorum að klára að spila fyrir Odfellow félaga sem voru með árshátíð. Ég, Haukur og Hallgrímur. Okkur gekk mjög vel að spila saman. Bara mættum og stungum í samband og töldum í. Þetta "band" ef band má kalla var gefið all nokkur nöfn áður en við stigum á svið. Þrír fráir fákar, þrír klárir strákar....dööö. En fólk var sátt við okkur. Mamma og pabbi voru í salnum og voru ánægð með litla strákinn sinn. Kannski við fáum eitthvað meiri spilerí út á þetta.
En samkvæmt áætlun ætlaði ég svo að halda af stað til Bolungarvíkur og spila í Kjallaranum. Mér leist ekkert á þetta vatnsveður og keyra um Óshlíðina, vitandi það eða ekki vita það hvort ég sé að fá grjót í hausinn að ofan. Mér hefur aldrei verið vel við að keyra Óshlíðina og keyri hana ekkert af óþörfu. En í kvöld gat ég ekki hugsað mér það. Búið að rigna í allan dag og eitthvað af grjóti búið að rúlla niður. Bolvíkingar geta vel kallað mig skræfu hehe. Þeir láta sig hafa þetta og bíða eftir göngum. Þegar þau koma skal ég glaður spila. Verst að hafa þurft að svíkja Rögnu í Kjallaranum. Enda held ég að hún hafi ekkert verið sátt við drenginn. En svona listamenn eins og ég hafa vissar öryggiskröfur:o).
Annars fínt að vera kominn svona snemma heim. Nánast dagvinna hjá strákunum. Sæunn og stelpurnar sofnaðar og ég búinn að opna einn bjór. Ég drakk svo mikið af orkudrykknum Burn áður en ég fór á svið. Enda var Halli alltaf að skamma mig fyrir að spila of hratt !!
Talandi um Óshlíðina. Þá voru 16 ár í gær síðan hann Berni frændi minn lenti í bílsslysi á Óshlíðinni, ásamt 2 öðrum. Bíllinn lenti út af og framaf. Berni og annar félaginn dó. En sá 3. komst upp hlíðina nánast ómeiddur. Berni fannst aldrei. Ég og Berni, eða Bernódus vorum jafnaldrar. Ég 4 dögum eldri. Vorum skírðir saman í Bolungarvík, ásamt Benna Sig, Mörthu og Imbu frænku.
Bloggar | 3.11.2007 | 22:57 (breytt kl. 23:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Það of mikið að gera hjá mér þessa dagana. Ég er búinn að vera að fljúga suður einu sinni í viku, síðustu 3 vikur. Gisti alltaf eina nótt í borginni. Systir mín er hætt að taka utan af sænginni "minni". Á eftir að fljúga 2svar í viðbót svona suður á þessu ári. Lenti í hrikalegu flugi í gær, á leiðinni heim. Lenti með hjartað í buxunum. Annars er ég ekki flughræddur almennt.
Í hverri ferð reyni ég að kíkja í hljóðfærabúðir. Sleppti því samt í gær, kíkti í IKEA í staðinn.
Á morgun er ég að spila á árshátíð Odfellow. Tek nokkur lög með Hauk og Halla2 (Það eru svo margir Hallar í bransanum hérna: 1,2 og 3).
Eftir það bruna ég út í Bolungarvík, og verð í Kjallaranum í Einarshúsi fram á nótt. Ég er einmitt að láta setja vetrardekkin undir bílinn, svo ég komist nú fram og til baka. Það er samt að hlýna og snjórinn verður örugglega farinn á morgun fyrst ég er að skipta um dekk.
Ég, Haukur og Halli að fara yfir prógram morgundagsins
Bloggar | 2.11.2007 | 10:59 (breytt kl. 16:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að hætti Baggalúts. Má ekki snúa þessu bara við eins og Baggalútur setur upp? Matvöruna bara í vínbúðirnar.
Ef maður fer á Hólmavík og Patreksfjörð til dæmis. Þá er þetta hægt. Því þar hýsir sama húsið, matvörubúð og ÁTVR. Bara ekki sami kassinn.
Matur og drykkur | 31.10.2007 | 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)