Ó nei ekki alveg. En trúbadorarnir vestfirsku verða á veitingastaðnum Við Pollinn þann 2. febrúar. Það erum við 3, mágfrændurnir. Ég, Birgir Örn mágur minn og frændi hans og Sæunnar, Biggi Olgeirs.
Trúbadorarnir Birgir Örn, Denni og Biggi Olgeirs
verða á veitingahúsinu Við Pollinn á Hótel Ísafirði
laugardagskvöldið 2. febrúar.
Matur heft kl.18:30 og stendur til kl. 21:30
Trúbadorar byrja kl. 23:00 Frítt inn
Tilboð á bjór
Matseðill:
Forréttur - Konungsleg humarsúpa
Aðalréttur: Hægt er að velja á milli:Naut með béarnarsesósu, lamb með rauðvínssósu eða Önd með einiberjagljáa
Eftirréttur - Súkkulaði samleikur. verð: 3.990,-
Bloggar | 27.1.2008 | 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dóttir Össurar kortleggur ráðuneytið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 16.1.2008 | 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2008 byrjaði harkalega. Ég lagðist í ælupest. Og ældi öllu sem hægt var aðfararnótt 2. jan. Ætla ekki að rifja upp 2007 í þessari færslu. Skaupið var svosem ágætt. Ekki allir sem föttuðu Kalla Bjarna í skaupinu?
Að búa í Ísafjarðarbæ árið 2008 verður örlítið betra. Hef aldrei sagt að það sé slæmt. Frá og með 1. janúar 2008, lækkuðu leikskólagjöldin hjá okkur. Svava fær núna 4 tíma gjaldfrjálsa fyrir hádegi, ásamt því að fæði lækkaði um 10%. Ég fæ það út að í staðinn fyrir að borga 55þús kr með systkinaafslætti borgum við um 40þús kr. Það er eins og afborgun af notuðum smábíl að ég tel.
Frítt verður í strætó fyrir alla.
Allir í strætó!!
Bloggar | 4.1.2008 | 17:02 (breytt kl. 17:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 30.12.2007 | 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í dag barst pakki frá forstjóranum. Auðvitað var hann opnaður á staðnum. Í ljós kom kort frá honum og mynd af jólagjöfinni. Skilst að gjafir starfsmanna sé föst í tolli eða eitthvað álíka. En ég var voðalega sáttur við það sem var á myndinni.
Á morgun laugardag erum við með opið til kl 17. Ég ætla að mæta og opna. Fara svo í klippingu hjá Eiríki í víkinni. Svo á sunnudaginn ætla ég að fá að mæta aðeins seinna í vinnuna og fara í skötu til mömmu og pabba. Namm hlakka til.
Verð í fríi á aðfangadag. Gummi ætlar að standa vaktina fyrir mig, þann stutta tíma sem opið er. Enda ætlum við litla fjölskyldan í stórholtinu að halda jólin heima í fyrsta skiptið. Matreiðslan verður í mínum höndum. Ég og Sæunn eru náttúrulega með okkar kröfur til matarins þetta kvöld. Auðvitað viljum við að þetta sé sem líkast frá okkar æskuheimilum. Mér sýnist ég fá frekar frjálsar hendur með kjötið sem verður hamborgararhryggur, en Sæunn hefur sérstakar óskir með sósuna. Ég fæ þá kannski að koma með hugmyndir að meðlætinu. Það verður þá svipað og heima hjá mömmu og pabba.
Bloggar | 22.12.2007 | 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ók á 13 hreindýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.12.2007 | 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ofurbloggari gleymir að minnast á Nell | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.12.2007 | 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég skellti mér í karaókíkeppni fyrirtækjanna á Langa Manga. Mætti fyrir hönd Símans, fyrst Stuðmundur vildi ekki taka þátt. Það þurftu allir að velja sér 2 lög. Ég valdi Mrs. Robinson og Lay Lady Lay. Ég hélt lagi og ekki mikið meira. Það voru margir efnilegir þarna. Það voru einhverjir 5 eða 6 sem komust í úrslit. Þar á meðal ég. Það þýðir að ég þarf að mæta á næsta föstudag líka. Þetta var á síðasta föstudag.
Á laugardagskvöldinu var farið á jólahlaðborð með vinnunni. Ótrúlegt en satt þá át ég ekki á mig gat. Ég gat alla vega staðið upp og komist heim.
Þessi mynd hér tók Gummi frændi á síðasta föstudag. Tilþrifin þvílík og andlitið eftir því. Mæli með að fólk komi og fylgist með á næsta föstudag. Góð skemmtun og fólk í stuði.
Svo er ég að spila á laugardaginn á Langa Manga.
Bloggar | 4.12.2007 | 18:57 (breytt kl. 20:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sá þetta hjá Gumma Jóh. Hér er mitt stafróf.
apple.com
bb.is
coldplay.com
dv.is
ebay.com
facebook.com
google.com
harkompani.is
icelandair.is
ja.is
kaffiendinborg.is
langimangi.is
massi.is
nings.is
orkusteinn.is
plaxo.com
rin.is
siminn.is
tonabudin.is
ulfsa.net
vedur.is
westfjords.is
youtube.com
zyb.com
Vefurinn | 29.11.2007 | 16:11 (breytt 30.11.2007 kl. 14:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)