Færsluflokkur: Bloggar
Í gærkvöldi fórum við með vinnunni á kayak. Þetta hafði staðið til að gera á síðasta sunnudag. En vegna roks, þá gekk það ekki upp. Við mættum 8 manns niður í Suðurtanga til þeirra hjóna, Dóra Sveinbjarnar og Helgu.
Okkur var komið í galla, svuntu og björgunarvesti. Svo var farið yfir helstu atriði og út á sjó vorum við komin. Þvílíkt æði! Veðrið skemmdi ekki fyrir. Maður þurfti að reyna á vöðva sem maður vissi ekki að væru til. Enginn lenti nú í sjónum. En ég var alveg tvisvar eða þrisvar langt kominn með það. Það var svolítið spes að róa innan um mávana og finna saltbragð af vörunum. Tókum smá æfingu í að róa upp að hvor öðru og vorum 10 bátar hlið við hlið. Og létum Gumma Guðjóns standa upp úr sínum báti og setjast á næstu báta. Greinilega hægt að gera ýmislegt á völtum bátum. Bara þessi ferð náði nánast að selja mér eitt stykki bát. Fannst svona á flestum að þeir væru til í meira.
Mér skilst að við höfum róið 3 km þetta kvöld. fyrr um daginn var ég búinn að hjóla rúma 8 km. Þar var því þreytt og sátt fólk sem lagðist á koddann sinn í gærkvöldi.
PS. Myndin hér fyrir ofan er stolin. Sjórinn gáraðist ekkert í gær. En kíkið nú í myndaalbúmið. Ég stal nokkrum myndum frá Gumma.
Bloggar | 29.5.2008 | 08:26 (breytt kl. 09:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 28.5.2008 | 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag er miðvikudagur. Á föstudaginn er síðasti dagurinn minn í gömlu vinnunni. Mikið búið að ganga á. Mikill erill og stress finnst mér. Ég er alltaf að segja sömu söguna aftur. Fólk er náttúrulega forvitið og vill fá að vita hvað sé að gerast og svona. Það koma líka jákvæð viðbrögð við viðtalinu við mig í síðustu viku:o).
Myndin hér að ofan er af nýjasta verkefninu, sem er óklárað. Þetta er hálfgerð sokkabrúða, þó að engir sokkar hafi verið meiddir við þessa framleiðslu. Þessi er eiginlega gerð að ósk Svövu Rúnar, eldri dóttur minnar. Þetta endar væntanlega sem ljóshærð bleik stelpa.
Það eru fleiri breytingar hjá fjölskyldunni. Elma Katrín sú yngri, er að skipta um leikskóla og er því í aðlöðun þessa dagana. Það má segja að við séum bæði að byrja í aðlöðun.
Held ég hafi nefnt þetta hérna, en nú stefnir í brúðkaup í sumar. Og í framhaldinu ætlum við í eina stutta utanlandsferð saman fjölskyldan.
Bloggar | 28.5.2008 | 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kjánahrollurinn er í hámarki. Séð og heyrt kom út í dag. Og er ég þar aftarlega. Heil opna! Það var eitthvað klippt framan af nafninu hennar Sæunnar í viðtalinu. Hún heitir eingöngu Sigríður Sigurjónsdóttir í blaðinu hehe. Sæunnarnafninu hefur verið klippt út. Svona getur gerst.
Mér fannst þetta alveg ágætis viðtal. Svona meira fyndið eftir á. Litríkar myndir teknar í góðu veðri.
Nú er bara að kaupa blaðið í dag. Kannski brúðurnar verði niður á torgi á helginni og áriti blaðið múhaha.
Bloggar | 22.5.2008 | 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Er ekki eins sáttur við drenginn og ég hefði viljað. En sum börn verða vandræðagemsar. Hér er Alfredo Marmelado Blöndal. Já eða Freddi Blö. Hann venst bara ágætlega. Hann fór nú samt í ókláraður í myndatökur í dag.
Bloggar | 16.5.2008 | 22:45 (breytt kl. 22:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
fékk ég í síðustu viku. Uppsagnarbréf. Það fyrsta á ævinni.
Í bráðum 8 ár hef ég stimplað mig inn hjá öflugasta fjarskiptafélagi á Íslandi. Um næstu mánaðarmót mun ég stimpla mig út í síðasta skiptið. Fyrir viku fékk ég þá tilkynningu að það yrði lokað á Ísafirði og Egilsstöðum. Mér var rosalega brugðið, en hélt nú andlitinu. Mætti í borginni á fund 2ja yfirmanna minna. Annar var einmit frekar nýr deildarstjóri og eitt af hans fyrstu verkefnum var að segja mér og Ástu á Egilsstöðum upp. Öfundaði hann heldur ekkert af því.
Í dag mættu svo 2 að sunnan og tilkynntu mínu fólki þetta. Maður á eftir að sakna allra félaganna já Símanum. Á þessum árum hefur maður lært ótal margt í sambandi við tækni, mannleg samskipti, og fengið að taka þátt í svo spennandi verkefnum.
Í ágúst árið 2000, byrjaði ég hjá Símanum, eftir að hafa flutt í borgina. Mætti í verslunina í Ármúla og fékk afhenta litla kompu sem var lagerinn okkar, tölvu og þykka möppu með leiðbeiningum á kerfið. Í Ármúlanum sat ég í 3 og hálft ár. Mest stendur nú upp úr þegar ég lét handtaka ungt par út í bæ eftir að hafa reynt að svíkja út vörur í vefversluninni okkar fyrir tæpa hálfa milljón. Einnig var ansi mikill hasar þegar ungur ógæfumaður var handjárnaður inn á lager hjá mér. Svo eru margir eftirminnilegir karakterar sem maður vann með fyrstu árin. Bibbi, Mási, Jói, Sverrir, Una, Rakel, Lilja, Eyþór, Aggi, Arnar Páls, Goggi, Jón Sig............gæti haldið áfram endalaust. Ég upplifði 3 yfirmenn á þessu tímabili. 3 forstjóra líka. Svo á maður eftir að sakna hinna verslunarstjóranna sem maður hitti á fundum mánaðarlega í borginni: Heiggi, Emil, Sandra, Guðrún og Ásta. Og allir hinir.
Svo í c.a 4 ár er ég búinn að vera á Ísafirði og gera skemmtilega hlutir fyrir Símann. Þar af 2 ár tæp sem verslunarstjóri.
Ég efast ekki um að mitt fólk verði komið aftur í nýja vinnu áður en við vitum af.
Af brúðugerð, þá er ein brúða búin að taka svolítinn tíma. Mest vegna anna og hráefnisskorts. Eitt tímarit er búið að hafa samband við mig vegna þessa furðulega áhugamáls, og vildu mig í viðtal. Ætli ég endi ekki sem uppfyllingarefni einhvers staðar í blaðinu, sem svona furðufugl með furðulegt áhugamál. Skilst að það eigi að koma á næstu dögum, ljósmyndari til að mynda mig og svampfélaga mína.
Bloggar | 15.5.2008 | 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Ég er staddur ásamt fjölskyldunni í borginni. Ég kom hérna fyrir viku síðan, vegna vinnunnar. Svo kom restin af familíunni á fimmtudagskvöld.
Á síðasta þriðjudag að mig minnir, byrjaði ég að reyna að ná á einn dreng hér í borg. Því hann ætlaði að lána mér eina græju heim til að prufa og líklega kaupa af honum. Ég sendi hringi og ekkert svar. Hringi svo aftur síðar, og þá svarar kauði. Segist vera á flakki og vera heima eftir kvöldmat. Ég segist ætla að hringja þá. Ég hringi eftir kvöldmat og ekkert svar. Sendi SMS ekkert svar til baka eða hringt til baka. Eftir ótal tilraunir og krókaleiðir, fæ ég ekkert til baka. Hvernig er hægt að ignora mann svona all svakalega? Í dag er mánudagur!
Þetta er 2. ferðin mín suður þar sem ég reyni að nálgast dreng.
Gummi, ef þú lest þetta þá ertu með símanúmerið mitt!!
Ég er komin með hálfgerða heimþrá. Þrái rúmið mitt, og þrái að losna við umferðina hérna. Förum í fermingu í dag og keyrum á morgun heim.
Það er orðið sumarlegt í borginni. Ég vona að það sé orðið sumarlegra heima. Ættum að stefna á einhverja vorgleði í vinnunni.
Bloggar | 12.5.2008 | 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Las ég á stórum borða á Netagerðinni er ég ók þar framhjá í fyrradag. Já, það er blakmót í gangi og af hverju er verið að bjóða sérstaklega eitt lið velkomið. Bláköldungar? Svo kom ég heim og sagði Sæunni frá þessu. Hún hló nú svolítið þegar ég sagði henni þetta. Þetta var víst ekki Blá-köldungar. Þetta var BLAK-ÖLDUNGAR!!
Bloggar | 2.5.2008 | 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
punkturis
Fyndið, sá að það er linkað á síðuna mína frá 69.is. Eflaust rambar einhver á hana vegna fyrirsagnarinnar "Íslenskur brúðugerðarmaður". Efast um að ég sá eini á Íslandi hehe. Kannski einhver annar sem er að gera það sama (smíða handbrúður/puppets), smelli á mig skilaboðum.
Fólk getur bara kíkt á myndaalbúmið! Stuð og standp...!
Bloggar | 30.4.2008 | 11:06 (breytt kl. 11:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Útsendingu lokið frá Hnjúknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.4.2008 | 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)