Færsluflokkur: Bloggar
Fyrir ári síðan. Bar ég inn þetta orgel. Þetta var með því fyrsta sem ég kom með í íbúðina okkar í júlí í fyrra.
Sæunn var ekkert voðalega hrifin af þessu nýja stofustássi þá. Stelpurnar voru voðalega hrifnar samt. Þetta er fínasta Yamaha orgel. Ekki hugmynd hvað það er gamalt. Ég opnaði það um daginn og hreinsaði ansi mikið ryk úr því.
Það getur verið ansi gaman að stilla það á diskó takt og spila á það, eftir nokkra bjóra. Nú vantar mig pláss fyrir húsgögn í stofunni minni. Þetta orgel er því í boði á tónelskt heimili, ef einhver vill. Efra nótnaborðið er samt í smá lamasessi og eflaust þarf að spreyja kontakt spreyi á takkann sem stjórnar temopóinu.
Þeir sem hafa áhuga, sendið mér línu steingrimur@simnet.is . Ég skal hjálpa við að bera það niður af 3. hæð ef þörf er á.
Mæli svo með að sá sem eignast það læri þetta lag. Við sjáum myndband:
Bloggar | 6.8.2008 | 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þetta er eins og hugmynd af skets í Fóstbræðrum.
Bloggar | 6.8.2008 | 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Verslunarmannahelgin er á enda. Ekkert fyllerí var þessa helgina. En ég kláraði eitt svona appelsínugult skrímsli. Sjá meira í myndaalbúminu mínu.
Bloggar | 4.8.2008 | 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Veit ekki hvar skal byrja. En ég er kvæntur maður.
Áttum frábæran brúðkaupsdag, þann 12. júlí sl. Vil þakka öllum sem mættu og glöddust með okkur.
2 dögum seinna vorum við komin með fjölskylduna til Danmerkur. Verð að blogga bara betur um þetta seinna. Er þreytti kallinn. Getið skoðað smá sýnishorn frá Danmörku og svo Brúðkaupinu. Á eftir að finna myndir úr athöfninni.
Myndirnar hérna til hliðar eru teknar á sama gosbrunninn í Köben. Sú til vinstri árið 2005 og sú hægri núna í júlí.
Skoðið svo facebook myndasíðuna mína hér.
Bloggar | 25.7.2008 | 00:20 (breytt kl. 00:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggar | 8.7.2008 | 00:24 (breytt kl. 00:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Rakst á mína verðandi konu í bankanum í dag. Svona klædd. Skilst að hún sé svo á leiðnni í bakaríið með vinnufélögunum að sækja typpaköku. Sjá betur hér frétt á bb.is
Ég slapp alveg við svona búning. Mér var komið á óvart fyrir sunnan.
Við keyrðum á síðasta fimmtudag til Reykjavíkur. Gistum hjá Valla og Siggu Dögg. Vöknuðum svo snemma á föstudeginum, og röltum í bæinn. Enda búa þau í 101. Eftir rölt og Subway át í bakgarðinum hjá Valla og Siggu. Mættu Hálfdán og Hávarður með bjór og tilbúnir að stela mér eitthvert sem ég fékk ekkert að vita.
Enduðum við Hvítá nokkrir saman. Fórum sem sagt í rafting niður Hvítá. Fengum okkar eigin guide, sem var Hávarður sjálfur. Þetta var snilldarferð. Endaði svo í potti og bjór. Og svo grilli og meiri bjór.
Svo voru teknar nokkar pissupásur á leiðinni til baka. Í bústað hjá Hjalla bróður, á Hótel Örk. Svo var snarsnúið við og keyrt á Selfoss. Þar var hlaupið inn á Kaffi Krók. Þar kom ég að stelpu sem var að rembast við að stilla magnara og setja mæk í samband. Ég var í ekki í vandræðum að redda því. Settist svo niður og ætlaði að panta bjór. Nei nei mæta strákarnir ekki bara með gítarinn minn!!! Ég vissi ekki betur en að hann væri upp á hótel herbergi hjá mömmu og pabba í Hveragerði. Þá höfðu þeir laumast upp á herbergi á meðan ég meig niður í kjallara á hótelinu.
Ég skemmti þarna fólki í 2 tíma. Á meðan röðuðu stelpurnar á barnum öllum tegundum af skotum ofan í mig. Einu í einu að vísu. Mér skilst að allnokkrir brandara hafi fokið á milli laga. ÉG man nú fæsta. Sem betur fer held ég. En mér fannst ég víst rosalega fyndinn sjálfur.
Kvöldið endaði í algleymi eftir pissustopp og ælustopp á heiðinni. Komst ekki lengra en upp í sófa heima hjá Valla. Vaknaði svo ótrúlega hress og grænn í framan daginn eftir og fór á magnað ættarmót í Hveragerði.
Bloggar | 4.7.2008 | 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ákvað að henda hér inn nokkrum setningum áður en ég fer í stutt frí. Það er búið að vera mikið að gera hjá mér síðustu daga og vikur.
Er að fara suður í dag. Sæunn þarf að finna brúðarkjól og svo förum við á ættarmót í Hveragerði. Svo styttist óðum í brúðkaup.
Ég spilaði 2x í síðustu viku. Súðavík á nýjum stað sem heitir Amma Habbý. Skemmtilegur staður. Innréttaður í sixties stíl. Það vantaði bara Marilyn Monroe á bakvið barinn og mig með Elvis hárkollu. Svo var ég á Langa Manga á síðasta laugardag.
Meira síðar. Of mikið að gera. Og sólin skín!
Bloggar | 26.6.2008 | 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Haldiði að ég hafi ekki endað aftur í Séð og heyrt! Og á skemmtilegum stað. Andlitið á mér endaði í krossgátu vikunnar. Hvaða snillingi datt það í hug??? Þetta er í blaðinu með Þórhalli í Kastljósinu framan á.
Talandi um Þórhall í Kastljósinu, þá vorum við báðir á Nasa á laugardaginn. Ásamt fríðu föruneyti. Að vísu sitthvoru föruneytinu.
Þetta byrjaði nú aðallega á því að ég mætti suður í kveðjuhóf verslunarstjóra. Við mættum 6 verslunarstjórar, fyrrverandi og núverandi. Ásamt okkar ástkæru yfirmönnum, Hjalta og Jensínu. Borðuðum besta mat sem ég hef borðað síðustu árin. Og var það á DOMO. Fórum í 5-6 rétta óvissumatseðil. Með rosalegum vínum. Ég er ekki mikill rauðvíns- og hvítvínsmaður. En vínin sem voru þarna voru eins og fljótandi sælgæti. Nokkrir mojito voru teknir á milli. Við sem vorum að hætta vorum svo leyst út með góðum gjöfum. Og svo var stefnt á NASA. Ball með Sálinni. Hef ekki farið á ball með Sálinni lengi lengi. En þeir byrjuðu kl hálf 2. Fannst það svolítið furðulegt fyrst. En áttaði mig svo á því af hverju það var. Því ég lagðist á koddann kl 5 á Grand hótel. Og held þeir hafi enn verið að spila þá.
Ég fer pottþétt á DOMO aftur. Smakkaði besta sushi sem ég hef borðað. Fékk kengúru og allan fjandann. Get ekki hætt að hugsa um matinn.
Bloggar | 10.6.2008 | 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég er núna alveg að fara að mæta 3. daginn minn í nýju vinnunni. Á mánudaginn byrjaði ég hjá Netheimum. Netheimar munu nú sjá um að þjónusta viðskiptavini Símans. Þjónustan breytist nú ekki mikið. Það fáa sem ég get ekki er t.d að semja um reikninga eða taka við greiðslum á símreikningum.
Ég kann ágætlega við mig þarna. Svolítið stress fyrstu dagana. Koma sér fyrir og aðlagast aðstæðum. Þetta er svolítið karlaveldi. Stefnir í ágætis stuð.
Í gær kláraði ég hendur og augu á þessari gellu. Já þetta á að vera skvísa. Á bara eftir að finna rétta efnið í hárið á greyinu.
Bloggar | 4.6.2008 | 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Afar öflugur jarðskjálfti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 29.5.2008 | 16:12 (breytt kl. 16:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)