Færsluflokkur: Bloggar

Sleiki sólina...

í gegnum gluggann í vinnunni.

Ég er frekar nýlentur á Ísafirði. Var í skotferð fyrir sunnan. Sat fund allan gærdaginn. Fór frekar soðinn í hausnum eftir langa fundarsetu, í klippingu hjá Guðrúnu Helgu vinkonu minni að austan. Svo var skotist í gegnum eina hljóðfærabúð og nokkrar búðir í viðbót. Kíkti svo á aðra verslunarstjóra Símans á barnum á Nordica. Áttum gott spjall fram á kvöld. Sofnaði þreyttur um miðnætti.

Í dag á tengdamamma mín afmæli. Stórafmæli í dag. Og verður veisla í kvöld. Óska henni til hamingju með þennan áfanga.

Annað kvöld verð ég ásamt gítarnum mínum á Langa Manga. Aldrei að vita að Guðmundur frændi minn Hjaltason komi og taki lagið með mér.


Mjólk bensín, bensín mjólk

Ég man þá daga, þegar mjólk kostaði það sama og bensín. Nú er verið að tala um það að mjólkin sé að hækka í 100 kr. Bráðum verður mjólk kannski jafn dýr og bensín á þessu ári. Ætli bensínið hlaupi ekki burt frá mjólkinni strax aftur og kosti 200 kr líterinn.
Spurning hvort ég díli við nágrannana um að kaupa eina belju saman. Sá sem á ruslið þessa viku sér um að mjólka.

Páskarnir búnir. Áttum fína páska. Náði að fara örlítið á skíði. Át páskaegg. Fór á Aldrei fór ég suður. Sá nokkur atriði. Nennti ekki að olnboga mig áfram með barn á bakinu í kösinni. Sá Eivöru, Karlakórinn Erni með Óttari Proppé. Heyrði í Sprengjuhöllinni í fjarska. Stóð lengi vel aftast úti á plani, því skemman var stútfull af fólki. Norðurljósin tóku dans um himininn fyrir viðstadda.
Fór á ball með SSSÓL. Hélt smá partí heima. 
Er einn í vinnunni í dag. Mitt fólk bara í veikindum eða í jarðarför. Vonandi fæ ég einhvern í vinnu með mér á morgun.

Það sem stóð upp úr þessa páska er að við náðum að hittast öll stórfjölskyldan. Systkini mín, makar, mamma og pabbi og börn og barnabarn. Ég á ekkert barnabarn. Bróðir minn á það. Ég er afabróðir!
Hér má sjá myndir af öllum skaranum.


Heim í sæluna

Það er búið að vera svolítið flakk á okkur upp á síðkastið. Ég var að grínast með það að ég sæi systir mína í borginni oftar en mömmu og pabba, sem búa í næstu götu við mig.
En allt eru þetta mjög snöggar ferðir og allir þreyttir. Fundastúss hjá mér og skóla eða læknastúss hjá Sæunni.
Fórum nú á árshátíð Símans á síðustu helgi. Og Sæunn fór svo í axlaraðgerð á síðasta mánudag. Og er hún frá vinnu næstu vikurnar.

Árshátíðin var hin flottasta. Um 1000 manns á staðnum. Þetta tók allt sinn tíma. Stundum klukkitími á milli rétta. Fengum fín atriði. Garðar Cortes jr. mætti á svæðið. Það hefði mátt poppa það atriði meira upp. Sprengjuhöllin tók lagið. Einnig voru sýndir nokkrir innanhúss sketsar. Kjartan Guðjóns og Gulla í Stelpunum voru veislustjórar. Ég sé bara Marteins skógarmús þegar ég sé Kjartan. Hann sé ég á hverjum degi nánast með yngri dóttur minni.
Ekkert flakk á næstunni, nema Sæunn fer suður á sunnudag. Nokkura daga skólastúss. Svo gerir maður sig tilbúinn fyrir páskana. Mig langar alveg að fara á ball með SSSól. Svo er Aldrei fór ég suður í gangi í 2 daga. Mér finnst samt sumar hljómsveitir búnar að koma þarna einum of oft. Nefni engin nöfn. Myndi vilja sjá meira heimafólk eins og var fyrst. Of mikið artífartí. En maður getur alveg valið úr atriðum eins og Hjálma, Megas ofl. Ekki vera neikvæður Denni!! Þú ert bara fúll af því að þú ert ekki að spila þarna!! Nei djók. Held samt að sé samt skemmtilegra að spila þarna en að troðast innan um fólk. Óska eftir bandi fyrir næstu hátíð. Trúbadorinn Denni og Gospelkór Reykjavíkur !! Óttar Proppé ætlar að taka lagið með Karlakórnum Erni. Hvaaaar errrtu núúú.....


Hvar skrúfar maður fyrir snjóinn?

Þar sem ég er á fjórhjóladrifnum bíl, þá hef ég ekki fest mig ennþá. Man þá tíð er maður þurfti stundum að skilja Golfinn eftir heima og labba í vinnuna.
Persónulega finnst mér komið nóg af vondu veðri og snjókomu.

 Á laugardaginn ætla ég að vera með gítarinn á Langa Manga. Vona að það verði sæmilegt veður fyrir fólk. Átti leiðindaveður heim eftir síðasta spilerí á veitingastaðnum Við Pollinn. En helvíti kósí að spila þar.
Eftir c.a viku verður Sæunn stödd í c.a 20-25 stiga hita á Tenerife. Ásamt mömmu, systrum mínum, mágkonu og Diddu vinkonu mömmu. Mamma verður sextug þann 24. feb. Og ákvað hún að bjóða öllum stelpunum með sér. Einnig mæta frænkur mínar, þær Bergrós og Dagný. Á meðan sitjum við strákarnir með börn og bú.

Mig dreymdi í nótt að ég hitti Bubba Morthens í einhverri skrúðgöngu. Ég labbaði að honum og spurði hann hvort hann myndi nokkuð eftir mér. Jú hann sagðist gera það. Svo spurði ég hann um lag sem ég héldi upp á, en hann hefur ekki gefið út ennþá. Þá hló hann og sagði "Ertu ennþá að spyrja um þetta lag?" Ég sagði að ég vildi að hann gæfi það út. Hann sagðist ekki vera nógu ánægður með það ennþá. Ég sagði að þetta væri fínt lag. Hann ætlaði að skoða málið.  Kannski þetta lag komi út á endanum fyrir mig??

Enda hérna með myndbandi sem ég fann síðan "86. Bubbi með stílinn á hreinu:o). Svo í miðju lagi klifrar upp gaur og gaular með Bubba. Sæi Bubba fyrir mér leyfa þetta í dag. Ég og Gummi Guðjóns vorum ekki frá því að þessi gaur sem klifrar upp sviðið sé svolítið líkur Arnari Guðmunds, sem einmitt tók þátt í Bandinu hans Bubba jafnt og ég. Við höldum að Arnar hafi fundið tímavél og byrjað að bögga Bubba þarna árið 1986.


Bandið hans Bubba míns...

bandidhansbubbaÉg birtist í þættinum hans Bubba. Missti að vísu af þættinum þannig séð. Var staddur í dómnefnd ásamt Bigga Olgeirs og Mörtu á söngkeppni Vestfjarða. Undankeppni fyrir SAMFÉS. Sæunn sendi mér mynd af mér þegar ég birtist hehe. Svo fékk ég að sjá þessar 10 sekúndur sem ég birtist á skjánum. Fékk ekkert svakalegan kjánahroll.


ExpertVillage.com

 500098554_603c1984e2_o
Verð að benda fólki á þessa síðu. ExpertVillage.com .
Á flakki mínu á netinu rakst ég á þessa síðu. Þessi síðar svar við svo mörgu. Þetta er svona "How to do...." síða. Allt frá því, hvernig á að sauma bútasaumsteppi, þrífa blásturshljóðfærið þitt, skipta um rafgeymi, og upp í það að rífa niður vegg innanhúss hjá þér. Og allt mjög sjónrænt, enda sýnd myndklippur af því sem er að gerast.
Ég fann fínar leiðbeiningar á þessari síðu, sem tengist svolítið sem ég er að gera þessa dagana. Sé til hvort það lítur dagsins ljós. Og hvort það sjáist á netinu.


Toys R Us

Nú fer að koma bollu- , sprengi- og öskudagur. Á bolludag fara ísfirsk börn á stjá í búningum og fara hús úr húsi og sníkja nammi. Skemmtilegur siður. Við köllum þetta alltaf að fara að maska.
En nú átti ég að redda búningi á börnin. Það var alla vega ósk frá þeirri eldri að fá einn tiltekinn búning. Ég hringi í eina af stærri leikfangabúðum landsins, sem nýlega hafði sent mér í pósti fínan bækling, og eflaust sent á öll heimili í landinu.  Ég hringdi í þessa verslun Toys R Us. Eftir langa mæðu svarar ungur maður. Eflaust fæddur í kringum fermingarárið mitt.

Símtalið fór á þessa leið (skrifað eftir minni)

ToysRUsdrengur: Já ToysRUs.
Ég:  Já góðan dag, ég ætlaði að panta vörur hjá þér og fá í póstkröfu.
ToysRUsdrengur: Við gerum það ekki.
ÉG: Ha, hvað geriði þá?
ToysRUsdrengur: Við sendum bara ekki út á land.
Ég: Þið voruð að senda mér svo fínan bækling hérna í pósti, af hverju eruð þið þá að því??
ToysRUsdrengur: Við erum bara að minn á okkur. Geturu ekki bara sent einhvern til okkar að versla?
Ég: Nei, en af hverju sendiði ekki út á land??? (frekar pirraður)
ToysRUsdrengur: Ég bara veit það ekki....
Ég: Hver veit það þá?
ToysRUsdrengur: Sá sem veit það er bara ekki við í augnablikinu.
Ég (orðinn frekar pirraður og stressaður yfir því hvað stutt er í bolludaginn) Þá vil ég að sá hringi í mig og gefi mér svör við því, númerið mitt er 89*****.
ToysRUsdrengur: Allt í lagi, það verður hringt í þig.
Ég: Vertu sæll!

Þarna endaði þetta símtalið.
Ég hélt hreinlega að það væri skárra að ráða manneskju í þetta að afgreiða vörur út á land. Í staðinn fyrir að vera að þræta við svona pappakassa eins og mig, og útskýra af hverju þessi þjónusta sé ekki til staðar. Og fá þá kannski sölu í staðinn fyrir þras og Toys R Us verður ekkert fyrsta leikfangaverslunin sem ég ætla að versla í á næstunni.
Ég býst ekkert sérstaklega við því að fá símtal frá þessari verslun heldur. Sjáum til.

 


Tenórarnir þrír fyrir vestan?

Ó nei ekki alveg. En trúbadorarnir vestfirsku verða á veitingastaðnum Við Pollinn þann 2. febrúar. Það erum við 3, mágfrændurnir. Ég, Birgir Örn mágur minn og frændi hans og Sæunnar, Biggi Olgeirs.

trubadorarx_416533

Trúbadorarnir Birgir Örn, Denni og Biggi Olgeirs
verða á veitingahúsinu Við Pollinn á Hótel Ísafirði
laugardagskvöldið 2. febrúar.

Matur heft kl.18:30 og stendur til kl. 21:30
Trúbadorar byrja kl. 23:00 • Frítt inn
Tilboð á bjór
 

Matseðill:
Forréttur - Konungsleg humarsúpa
Aðalréttur: Hægt er að velja á milli:Naut með béarnarsesósu, lamb með rauðvínssósu eða Önd með einiberjagljáa
Eftirréttur - Súkkulaði samleikur. verð: 3.990,-


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband