Færsluflokkur: Tónlist

Think for Yourself

Já góða kvöldið!
Búinn að vera bara fastur í einhverju öðru en að blogga. Brúðugerð í lægð líka. Mest að dunda mér við gítarleik. Búinn að taka nokkur kvöld með gítarinn hér og þar. Bara gaman að því. Er líka mikið að föndra bara við að læra á hin og þessi upptökuforrit. En þar sem ég maður er lítið að búa til sitt eigins efni, þá er bara að leita í smiðju hjá hinum og þessum snillingum. Efst í spilaranum hér til hægri var að bætast við Bítlalagið Think for yourself. Dillandi skemmtilegt lag.
Þarna spilaði ég inn 4 gítara, bassa, orgel, söng og bætti við helling af röddum. Þetta var farið að hljóma eins og Beach Boys. Látum sönginn hljóma!


Langi Mangi

Ég verð staddur á Langa Manga næst komandi helgi, þ.e 21. og 22. september. Þar mun ég verða bæði kvöldin ásamt gítarnum mínum.

Var einmitt á Langa í hádeginu og fékk þessa frábæru íslensku kjötsúpu, sem hún Ylfa töfrar fram á hverjum miðvikudegi.
Ég át súpu einmitt með honum Bigga mági mínum sem kom keyrandi í nótt á nýjum bíl. Fékk sér Cooper Mini. Helvíti nettur.
Það má líka fylgja með að hann er með til sölu Gibson Firebird rafmagnsgítar til sölu. Þú þarft ekkert að kunna á gítar, því þetta er þannig gítar að þú getur vel bara hengt hann upp á vegg. Tékkið á stráknum bix@bb.is


Britney Spears á Langa Manga?

Nei djók!
En ég verð hins vegar helgina 21. og 22. september, á Langa Manga. Kannski brotni undan mér stóllinn og ég græt inn í eldhúsi á Langa. Ætti ég að hafa hárið dökkt eða ljóst? Ætli sé nóg að tala bara við Villa Valla samdægurs?

Svo var ég að spá. Nú höfum við fengið Bobby Fisher til landsins og Aron Pálma. Báðir miklir Íslandsvinir. Það er spurning hvort sömu samtök sem komu þeim til landsins, geti komið greyið Britney Spears til landsins??

Annars er búið að vera voðalega eitthvað mikið að gera.
Á síðasta miðvikudag fór ég suður vegna vinnunnar. Gisti hjá Siggu og Valla. Fékk þessa svakalegu kalkúnasúpu, sem ég er eiginlega enn að hugsa um. Sigga hentu í mig c.a uppskriftinni:o) Og eftir að hafa fengið þetta góða maísbrauð, þá langar mig í brauðvél!
Dagurinn eftir fór í fundarhöld. Frá 8:30 til 16:30. Eftir það bættist í hópinn og okkar ástkæri forstöðumaður hélt smá tölu og bauð Jón Gnarr velkominn. Mikill hlátur braust út þegar hann birtist og heilsaði. En svo hélt hann örlítið langa tölu um húmor. Fyndinn á köflum. Kannski var maður bara þreyttur og langaði í bjór og eitthvað að borða. Enda var boðið upp á bjór og snittur.
Svo var tölt yfir á Vínkjallarann. Þar tók á móti okkur maður sem var svona blanda af Pétri Jóhanni grínara og Guðjóni Pé fyrrverandi sérfræðingi hjá Símanum. Þessi drengur hélt fína vínkynningu/smökkun. Þar sem ég smakkaði 8 teg af hvítvíni og 8 tegundir af rauðu. Úff ég er ekki fyrir svona léttvín. Þetta skaut nokkra strax í hausinn og voru orðnir hressir snemma. Svo var okkur ekið á Stokkseyri og rölt í gegnum draugasetrið. Hefði verið betra ef við hefðum farið færri í gegn og verið meira edrú. Svo var farið á staðinn Við fjöruborðið, og þar var allt vaðandi í humar og hvítvíni.

Daginn eftir fannst mér allt lykta og bragðast eins og léttvínið sem við smökkuðum. Tannkremið smakkaðist eins og hvítvín og handsápan lyktaði eins og rauðvín.


mbl.is Spears sögð hafa grátið baksviðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langi Mangi

Hávarður Olgeirs er á leið vestur. Hann tók sig til og bókaði okkur báða saman, á Langa Manga á næstu helgi. Við verðum því bæði föstudags og laugardagskvöld á Langa.


Kjallarinn Bolungarvík

dennisouthpark 

Ég rakst á Rögnu, vertinn í Víkinni. Pantaði mig á staðnum í Kjallarann í Einarshúsi. Verð þar á næsta laugardagskvöld. Inn á milli verða örugglega nýjustu tölur af kjörstöðum, ásamt því að júróvision verður. Svo er bara að sjá hvort Eiki Hauks komist í aðalkeppnina.


Síminn rokkar!

kubbur_net_aldrei_sudur Á laugardaginn 7. apríl, ætlum við hjá Símanum á Ísafirði að hita upp fyrir Aldrei fór ég suður. Við ætlum að opna kl 13:00.  Allir fá glaðning á meðan birgðir endast. Einnig getur einn heppinn gestur unnið flottan Walkman síma frá Sony Ericsson, ásamt því að við verðum búin að skella upp hljóðkerfi, og fáum hljómsveitina Reykjavík! í heimsókn. Og munu þeir koma stuði í mannskapinn á milli 14 og 14:30. Það verður gaman að brjóta aðeins upp vinnudaginn og fá smá rokk í kroppinn.
Svo byrja tónleikarnir kl 15 niður á höfn.

Fullur af kvefi

Nei, hljóðkerfið var ekki bilað á Langa Manga í gær. Heldur hljómaði ég svona bara. Ég mætti frekar bjartsýnn í gær og byrjaði að spila. Var frekar kvefaður. Náði smá hita í mig og náði að spila eitthvað. Á tímabili þurfti ég að tjúna gítarinn niður um hálftón til að geta sungið. Sumt gat ég hreinlega ekki sungið. Fólk var almennt ölvað virtist vera sama. Tók pásu og átti í erfiðleikum með að byrja aftur. Hálf 2 tók ég aðra pásu og settist ekkert aftur.
Þannig að ég mæti ekki í kvöld til að spila. Ætla ekki að gera fólki það, að syngja eins og geldur kjúklingur. Sendi Sæunni út í sjoppu til að taka mynd. Svo er þáttur Jóns Ólafs í kvöld, þar er þemað Vesturland og Vestfirðir.


Komandi helgi

l_news45d7356429015 Það er þriðjudagur og maður er farinn að huga að helginni. Á næstu helgi, föstudaginn 23. og og laugardaginn, 24. mars, mun ég sitja á Langa Manga með sama gítarinn og síðast. Þeir sem missa af mér þessa helgi, geta tekið rúnt út í Bolungarvík um páskana. Þá verð ég 6. apríl í Kjallaranum í Víkinni.

Eru ekki allir sexí?!?!? jejejei!!

Jakob Smári bassaskáldNú eru SSSól að koma saman aftur. Skilst þeir ætli að vera með tónleika 18. apríl. Vona að þetta verði svona acoustic tónleikar.
Maður tengir SSSól alltaf við páskana heima á Ísafirði. Þegar Skíðavika var, þá sá maður Helga Bjöss í brúnum leðurbuxum í lopapeysu á skíðum. Hinir meðlimir fylgdu oft með. Svo spiluðu þeir upp á dal, í sól og snjó. Svo voru kannski tónleikar að kvöldi Skírdags. Svo náttúrulega páskaball.
Ætli maður hafi ekki farið oftast á SSSól böll af öllum þessum böndum. Enda skemmtilegast. Prógrammið var oftast svona 80% þeirra efni og svo 20% cover. Gaman að sjá þegar Eyjó gítarleikari tók t.d Should I stay or Should I go?
Maður verður bara að fylgjast með


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband