Krossgátukallinn

DSC00171Haldiði að ég hafi ekki endað aftur í Séð og heyrt! Og á skemmtilegum stað. Andlitið á mér endaði í krossgátu vikunnar. Hvaða snillingi datt það í hug??? Þetta er í blaðinu með Þórhalli í Kastljósinu framan á.

Talandi um Þórhall í Kastljósinu, þá vorum við báðir á Nasa á laugardaginn. Ásamt fríðu föruneyti. Að vísu sitthvoru föruneytinu.

Þetta byrjaði nú aðallega á því að ég mætti suður í kveðjuhóf verslunarstjóra. Við mættum 6 verslunarstjórar, fyrrverandi og núverandi. Ásamt okkar ástkæru yfirmönnum, Hjalta og Jensínu. Borðuðum besta mat sem ég hef borðað síðustu árin. Og var það á DOMO. Fórum í 5-6 rétta óvissumatseðil. Með rosalegum vínum. Ég er ekki mikill rauðvíns- og hvítvínsmaður. En vínin sem voru þarna voru eins og fljótandi sælgæti. Nokkrir mojito voru teknir á milli. Við sem vorum að hætta vorum svo leyst út með góðum gjöfum. Og svo var stefnt á NASA. Ball með Sálinni. Hef ekki farið á ball með Sálinni lengi lengi. En þeir byrjuðu kl hálf 2. Fannst það svolítið furðulegt fyrst. En áttaði mig svo á því af hverju það var. Því ég lagðist á koddann kl 5 á Grand hótel. Og held þeir hafi enn verið að spila þá.

Ég fer pottþétt á DOMO aftur. Smakkaði besta sushi sem ég hef borðað. Fékk kengúru og allan fjandann. Get ekki hætt að hugsa um matinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nú ertu offissjallí orðinn frægur - kominn í krossgátu. Ég hélt að menn þyrftu að vera Björn Jr. eða Hemmi Gunn til að þykja nógu merkilegir til að vera í krossgátu, en Denninn er greinilega að taka þetta.

Hvert var orðið við þig?

Ingvar Valgeirsson, 10.6.2008 kl. 16:46

2 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

og ég sem fór á Nasa á laugardaginn og fólk hékk bara utan í Þórhalli í kastljósinu og krú.

Mér taldist það rétt að orðið væri STEINGRÍMUR.

Ég er hættur að geta farið í Kringluna óáreittur.

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 10.6.2008 kl. 16:51

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Þú ert greinilega bara svona sætur!!

Ylfa Mist Helgadóttir, 11.6.2008 kl. 18:21

4 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Ylfa sleikja.

Annars var mjög fyndið að vera á langa um daginn og heyra frá fólki sem las séð og heyrt, DENNI Í KROSSGÁTUNNI!

Hjördís Þráinsdóttir, 13.6.2008 kl. 23:17

5 identicon

Svona er að vera í réttu ættinni, spáið í því

Gummi Gunn. (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 00:36

6 Smámynd: Gló Magnaða

Snilld! Kallinn kominn í krossgátuna.

Gló Magnaða, 16.6.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband