Sleiki sólina...

í gegnum gluggann í vinnunni.

Ég er frekar nýlentur á Ísafirði. Var í skotferð fyrir sunnan. Sat fund allan gærdaginn. Fór frekar soðinn í hausnum eftir langa fundarsetu, í klippingu hjá Guðrúnu Helgu vinkonu minni að austan. Svo var skotist í gegnum eina hljóðfærabúð og nokkrar búðir í viðbót. Kíkti svo á aðra verslunarstjóra Símans á barnum á Nordica. Áttum gott spjall fram á kvöld. Sofnaði þreyttur um miðnætti.

Í dag á tengdamamma mín afmæli. Stórafmæli í dag. Og verður veisla í kvöld. Óska henni til hamingju með þennan áfanga.

Annað kvöld verð ég ásamt gítarnum mínum á Langa Manga. Aldrei að vita að Guðmundur frændi minn Hjaltason komi og taki lagið með mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Komstu í búðina til mín? Ég sá þig ekki - ég hlýt að hafa verið í mat, því ekki hefurðu farið í að´ra hljóðfærabúð, er það?

Ingvar Valgeirsson, 4.4.2008 kl. 17:06

2 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Alltaf gaman í borginni bara?

Þórdís Einarsdóttir, 4.4.2008 kl. 20:54

3 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

uuuu ég keyrði alla vega fram hjá búðinni þinni!

Fékk ekkert stæði og var ekki með klink í vasanum fyrir helv... stöðumælana þarna fyrir utan hjá þér!

En kem fljótlega aftur og þá heimsæki ég þig!

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 5.4.2008 kl. 09:47

4 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Hmm já, ég komst að því þarna á föstudaginn að það verður viðbjóðslega heitt á skrifstofunum í stjórnsýsluhúsinu þegar sólin skín, jafnvel þó það sé frost úti. Annars ert þú nokkuð heppinn, mín skrifstofa snýr ekki undan sólu.

Ætli fólki sé yfirhöfuð alveg sama þó maður keyri bara framhjá í stað þess að koma inn? Ég er a.m.k. að hugsa um að nota þetta hér eftir. "Ég keyrði alla vega framhjá..."

Hjördís Þráinsdóttir, 7.4.2008 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband