Master of Puppets

brúðaÉg fæ stundum flugur í hausinn að gera ýmsa hluti. Alltaf verið svolítill föndrari í hinu og þessu. Allt frá því að klippa saman fyndið ættarmótsmyndband, taka upp lag með dóttur minni. Já eða blogga í 7 ár. Teikna á blað eða í tölvu. Þið skiljið?
Nýjasta flugan er ekkert endilega ný fluga. Því ég hef stúderað þetta í smá tíma. Og haft áhuga á síðan ég var smá patti. En þetta er bara byrjunin. Fólk hristir svolítið hausinn þegar ég er að útskýra hvað ég er að gera, þegar mig vantar hin furðulegustu efni eins og svamp og svona loðið efni eins og er t.d notað í hárskraut á stelpur, hvítar kúlur og tróð.  En lét verða af því og fyrsta brúðan er komin í heiminn!
Ég veit að Búbbarnir voru ekki sniðugir. Á þá samt á DVD! Prúðuleikararnir voru snilld. Glámur og Skrámur líka. Palli Vilhjálms er einn af mínum bestu vinum.
Hér er hann rauðhærður og sætur í bol af frænda sínum. Vantar bara nafn á hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Pé

Vá... rosa flottur kall!

Ekki leiðinlegt hjá prinsessunum að eiga svona sniðugan pabba !

Mér finnst hann eigi að heita Bjarni Fel   dududududu ruddu duddu !!

Linda Pé, 4.3.2008 kl. 10:07

2 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Frábært hobby, og flott brúða. Má maður koma með tillögur um nafn eða?

Arndís Baldursdóttir, 4.3.2008 kl. 10:09

3 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

haha...já megið koma með tillögu að nafni.

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 4.3.2008 kl. 10:12

4 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Ég segi að hann eigi að heita: Sigmundur

Arndís Baldursdóttir, 4.3.2008 kl. 10:13

5 identicon

Hahahah hann er í bolnum af EIÐ.  ÉG gæti nú leyft þér að velja eitthvað á hann úr safninu mínu.  Af því að Guðmundur á að fá þennan bol en töff að hafa hann svona ´röndóttan.

EN hvað á hann að heita.  Slúbert....?  Bjarnfreð, Sigmundur, SIgfús,Vigfús.

Kristín (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 17:54

6 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

Jamms, stal honum úr óhreinafatahrúgunni fyrir myndatöku hehe. Elma vildi ekki hafa hann í þessum bol. Guðmundur fær hann svo eftir þvott:o). Ég þyrfti að komast já í strákaföt. Helst einhvern litríkan bol. Þessi stærð er aðeins of stór á hann.

Slúbert?? hehe. Lísbet stakk upp á Betúel.
Vinnuheitið verður Matti Patti.

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 4.3.2008 kl. 18:03

7 identicon

Jahá þú kemur alltaf á óvart - fyrst þegar þú spilaðir hjá mér á Langa Manga og svo núna með brúðugerð - líst vel á þetta hjá þér og allt í lagi við erum löngu búin að gleyma þessum Búbbum - listin er bara þannig stundum tekst það og stundum ekki - því um að gera að halda áfram

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 20:26

8 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

Logi, við bara fáum leyfi til að skella í Glám og Skrám endurgerð!

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 4.3.2008 kl. 21:15

9 Smámynd: Marta

Æji vá ekkert smá skemmtileg brúða! Mér finnst að hann eigi að heita Vigfús eftir jóladyrakransinum sem hvarf um jólin í óveðrinu mikla, blessuð sé minning hans.

Marta, 5.3.2008 kl. 01:42

10 identicon

Geggjaður!

Aldís María (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 13:28

11 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Mér finnst að hann eigi að heita Njörður.... eða Jósavin.... Eða.... Guðröður....

Ylfa Mist Helgadóttir, 5.3.2008 kl. 16:23

12 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Bjarni Fel er flott nafn. Líka Búbbi. Og Geirfinnur. Og Guðmundur...! :)

Þórdís Einarsdóttir, 5.3.2008 kl. 19:18

13 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér finnst hann ætti að heita Hannes Hólmsteinn. Það er fallegt og gott nafn.

Verð svo að vera ósammála, Búbbarnir voru fínir. Ég og 4urra vetra sonur minn hlæjum mikið að þeim - ekki alltaf á sama tíma samt.

Ingvar Valgeirsson, 5.3.2008 kl. 20:52

14 identicon

Ekkert smá flottur vissi ekki að væri svona mikill handavinnumaður. Guðmundur á nóg af fötum á hann til  að gefa honum.  Mér list vel á að hann heiti Denni eða Jónas.

Hulda systir (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 15:35

15 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Suðlergur, Sörður, Sturlaugur Starkaður... jafnvel Jón.

Hjördís Þráinsdóttir, 9.3.2008 kl. 09:49

16 identicon

StoneMask er nafnið.

Guðmundur (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband