Þar sem ég er á fjórhjóladrifnum bíl, þá hef ég ekki fest mig ennþá. Man þá tíð er maður þurfti stundum að skilja Golfinn eftir heima og labba í vinnuna.
Persónulega finnst mér komið nóg af vondu veðri og snjókomu.
Á laugardaginn ætla ég að vera með gítarinn á Langa Manga. Vona að það verði sæmilegt veður fyrir fólk. Átti leiðindaveður heim eftir síðasta spilerí á veitingastaðnum Við Pollinn. En helvíti kósí að spila þar.
Eftir c.a viku verður Sæunn stödd í c.a 20-25 stiga hita á Tenerife. Ásamt mömmu, systrum mínum, mágkonu og Diddu vinkonu mömmu. Mamma verður sextug þann 24. feb. Og ákvað hún að bjóða öllum stelpunum með sér. Einnig mæta frænkur mínar, þær Bergrós og Dagný. Á meðan sitjum við strákarnir með börn og bú.
Mig dreymdi í nótt að ég hitti Bubba Morthens í einhverri skrúðgöngu. Ég labbaði að honum og spurði hann hvort hann myndi nokkuð eftir mér. Jú hann sagðist gera það. Svo spurði ég hann um lag sem ég héldi upp á, en hann hefur ekki gefið út ennþá. Þá hló hann og sagði "Ertu ennþá að spyrja um þetta lag?" Ég sagði að ég vildi að hann gæfi það út. Hann sagðist ekki vera nógu ánægður með það ennþá. Ég sagði að þetta væri fínt lag. Hann ætlaði að skoða málið. Kannski þetta lag komi út á endanum fyrir mig??
Enda hérna með myndbandi sem ég fann síðan "86. Bubbi með stílinn á hreinu:o). Svo í miðju lagi klifrar upp gaur og gaular með Bubba. Sæi Bubba fyrir mér leyfa þetta í dag. Ég og Gummi Guðjóns vorum ekki frá því að þessi gaur sem klifrar upp sviðið sé svolítið líkur Arnari Guðmunds, sem einmitt tók þátt í Bandinu hans Bubba jafnt og ég. Við höldum að Arnar hafi fundið tímavél og byrjað að bögga Bubba þarna árið 1986.
Athugasemdir
jútúbið er eitthvað hægt hjá mér svo að ég nenni ekki að klikka á myndina, ég hins vegar þekki átfittið, þetta er 200 ára afmæli RVK borgar, gleymi ALDREI góðu dressi.....
Ylfa Mist Helgadóttir, 13.2.2008 kl. 14:36
Ef þetta er 200 ára afmæli Reykjavíkur þá er þetta MX21 og að vanda Jakob Smári Magnússon á bassa (en ekki hver?) og ætli bróðir kobba snillingurinn Þorsteinn sé þá ekki á gítar, verð að skoða þetta betur Youtube þrælvirkar hjá mér.
Gummi (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 16:33
Jebb virkaði hjá mér. Held að Bubbi hafi komið honum upp á svið BARA til að sýna hvað hann væri sterkur. ;)
Marta, 13.2.2008 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.