Fékk hringingu í gær. Þar var ungur maður sem spurði kumpánalega hvort minn ætlaði ekki að mæta í prufu hjá honum Bubba. Ég var ekkert alveg á því svona að taka þátt. Blundaði aðeins í manni að það væri gaman að taka þátt. Ég veit bara ekki hvort ég sé tilbúinn að láta Bubbann hrauna yfir mig. Svo veit ég ekkert hvaða lag ég ætti að taka. Þarf að vera á íslensku sem er kostur. Færi nú ekki að taka Bubbalag fyrir Bubba. Við höfum rætt það áður sko! Ligg undir lopapeysunni minni og hugsa þetta.
Meðfylgjandi mynd er takin af Siggu vinnufélaga mínum, á síðsta laugardag.
Athugasemdir
ég fékk líka símhringingu :-)
Skelltu þér bara ;-)
Linda Pé, 9.10.2007 kl. 16:39
ætlaru að mæta?
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 9.10.2007 kl. 16:53
Enginn hefur hringt í mig. En mikið gríðarlega er þetta fallegur maður á myndinni, svo ekki sé talað um gítarinn, sem er líka svaðalega sætur! Ég held, svei mér þá, að þetta jaðri við að vera ólöglegt!
Ingvar Valgeirsson, 9.10.2007 kl. 22:25
Gítarklám sem kemur Ingvari í stuð!
Ég er nánast orðinn ákveðinn, endar örugglega með að ég mæti í Víkina og tek bara Bubba lag hehe
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 10.10.2007 kl. 08:26
Það var ekki hringt í mig. En það gæti tengst því að ég syng ekkert vel.
Auðvitað átt þú að skella þér Denni ég sting upp á íslenska laginu Ást á pöbbnum
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 10.10.2007 kl. 08:37
Það er ekki eftir íslenskan höfund er það? Leoncie??
Ef ég mæti í Snerpubol ætlar Snerpa þá að gefa mér nýjan AER gítarmagnara?
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 10.10.2007 kl. 09:57
Hahahaha! Mér finnst að snerpa ætti að gera það!
Gangi þér vel! Þótt ég þoli ekki Bubba að þá vona ég samt að þú komist áfram og látir hann ekki rusla of mikið yfir þig. ;)
Marta, 10.10.2007 kl. 18:35
Ég fékk símhringingu. Ég sagði að ég myndi sko ekki mæta! Bubbi mætti ekki að spila undir hjá mér á Broddvei svo ég mæti ekki í kjallarann. Og hananú!
Helga Margrét Marzellíusardóttir, 11.10.2007 kl. 01:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.