Svona eru menn

Á næsta föstudag, verða KK og Einar Kára í Edinborgarhúsinu. Þar stiklar Einar Kára á ævi KK´s (nota eignarfalls essið!), og KK sjálfur mun krydda sögurnar og örugglega taka lagið.
Nú er ég einmitt á Langa Manga síðar um kvöldið. Fæ örlítinn kjánahroll yfir því að KK verði á svæðinu. Efast samt um að hann kíki á Langa hehe. Æi eitthvað svo kjánalegt að fá svona meistara á svæðið þegar maður er í miðju lagi. Kannski að taka Vegbúann. Enn verra væri að fá Bubba og ég væri að taka Afgan.  Sat nú einu sinni á laugardegi fyrir páska eitt árið, á Langa Manga með stútfullt hús. Röð út á götu. Og ég var í stuði. En hugsaði svolítið á meðan með mér að nú vantaði bara að Stebbi og Eyvi myndu labba inn í kofann, og ég væri að taka lagið Nína. Labbar ekki Eyjólfur Kristjánsson inn, ásamt eiginkonu Stebba Hilmars! En ég var ekki að taka lagið Nína, sem betur fer. Og ég var kvefaður og örlítið ölvaður. Eyvi blikkaði mig bara og fékk sér sæti.
Einnig eitt kvöldið rölti Stebbi Magg (sonur Magga Eiríks) inn og spurði hvort hann mætti ekki koma með gítarinn sinn. Það var auðsótt og tókum við allnokkur lög eftir kallinn Magga Eiríks.
Það myndi samt kitla að taka Blindsker eða Afgan með Bubba. Helst á Langa Manga.
Bubbi ef þú ert að lesa þetta, farðu þá að æfa textann. Hitti þig á Langa í súpu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég skil - ég var einu sinni að spila Rabbabara-Rúna þegar Siggi Dagbjarts kom inn. Vandræðalegt...

Ingvar Valgeirsson, 2.10.2007 kl. 14:50

2 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

einu sinni var ég að spila Hafið eða fjöllin,,,,eftir Óla Popp frá Flateyri. Og inn gengur Árni Þórarinsson.....sem ég ruglaði saman við Óla Popp.  Hef sagt þessa sögu áður.
Ekki nógu fyndin saga, nema þú vitir hverjir mennirnir eru.

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 2.10.2007 kl. 15:45

3 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Gvöð almáttugur hjálpi mér ef Gylfi Ægis kæmi inn og ég væri að syngja Sjúddirarirei!

Strákar... =oP

Hjördís Þráinsdóttir, 2.10.2007 kl. 19:55

4 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

Já eða John Lennon kæmi og við værum öll að taka Instant Karma.
Svo myndu Lennon og Gylfi taka saman Minning um mann.

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 2.10.2007 kl. 21:10

5 identicon

Ég var einu sinni að taka Hit me baby one more time með Britney Spears á Langa Manga fyrir galtómum kofa.  Labbaði þá bara ekki bara Britney inn á Langa. Við fengum okkur bara í glas, sýndum gestum og gangandi okkar heilagasta og ræddum um hvernig á ekki að ala upp börn.  Gaman af því

Guðmundur G (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 11:08

6 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Þú kannt ekki neitt nema að spila fótbolta! Hvað þykist þú vita um tónlist! Kræst, Britney Spears! Ég meina, oj! Pálmi Gunnarsson on the other hand...

Hehe niii... djók.

Hjördís Þráinsdóttir, 3.10.2007 kl. 19:04

7 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

Pálmi er snillingur. Gunnarsson er nú skárri en Gestsson.

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 4.10.2007 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband