Wild wild Westfjords

Sá þessar fréttir í morgun þegar við skriðum á fætur. Svakalega er þetta allt saman óraunverulegt. Sérsveitin á þyrlu, lögregluborðar og læti. Eflaust er smá mórall í gangi í dag hjá sumum.  Það er ekki eins og maðurinn hafi dansað upp á borðum og brotið klósettið á Langa Manga. Nei maðurinn hleypti af byssu á eftir konunni sinni. Greinilega tekið æði þessi maður.

 Af okkur er gott að frétta annars. Ég er kominn í stutt sumarfrí. Eigum eftir að ákveða hvað við gerum næstu daga. Dauðlangar að hoppa upp í bíl og úr bænum. Helst myndi ég vilja gera eins og mamma og pabbi, stökkva upp í flugvél og lenda í Köben. Þau ákváðu það með c.a 12 tíma fyrirvara. 
Ég sló garðinn hjá mömmu og pabba í gær og í dag. Kláraði þetta um miðjan daginn í dag. Samt hefur aðeins minnkað hjá þeim grasflötin. Stétt tekin við og svona. Þetta er bara hressandi í góðu veðri.


mbl.is Byssumaður yfirbugaður í Hnífsdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Bevítans ofbeldi er þetta - svona er þetta útálandilið...

:)

Ingvar Valgeirsson, 10.6.2007 kl. 14:08

2 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

Svona eru helgarnar undirbúnar í hnífsdal: Farið í ríkið, skellt á grillið og haglarinn hlaðinn.

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 10.6.2007 kl. 22:09

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Eitt sinn hlóð maður haglarann, skaut eitthvað og setti svo fórnarlambið á grillið... vonandi var það ekki tilgangurinn hjá Hnífsdælingnum.

Ingvar Valgeirsson, 11.6.2007 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband