Vorum alla síðustu viku í borginni. Notuðum þá ferð í læknisheimsókn og fermingarveislu. Ásamt því reyndum við að hitta sem flesta. En ekki náðist nú að hitta alla á listanum. En ég notaði tækifærið og heimsótti Hjalla bróður og fjölskyldu, þar sem maður hittir þau svo sjaldan. Það er svo langt til Hafnarfjarðar.
Við komum keyrandi á föstudagskvöld og skellti ég mér í spilerí á Langa Manga kvöldið eftir. Átti ég þetta fína kvöld á Langa Manga. Nokkuð sáttur. Enda nánast laus við kvefið og með rödd og fínt sánd.
Svakalega erfitt að vinna upp þetta bloggleysi.
Næst á döfinni er að fara til Akureyrar á föstudaginn. Þar verður tímanum eytt í vinnu. Dauðlangaði að ná mér í spilerí í sömu ferð. En þar sem búið var að bóka þessa helgi og samningar náðust ekki, þá vona ég að mér verði bara boðið í gott partí í staðinn. Eitthvað skilst mér að það sé búið að plana eitthvað ef ég þekki Norðlendinga rétt. Það er líka gott að nota tímann til að hvíla sig á milli atriða.
Svo er stefnan tekin í borgina á miðvikudaginn eftir viku. Þá er það fundarferð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.