Átti magnaða helgi á Akureyri á helginni. Kom fljúgandi á föstudaginn um miðjan daginn. Kom við hjá Símaliðinu fyrir norðan. Sótti lykil að íbúðinni hans Jóns Smára, og tók rúnt um bæinn. Kíkti í gamla skólann minn, Verkmenntaskólann á Akureyri.
Svo um kvöldið fór ég með Símastrákunum, Snorra, Haddi og Gísla á tónleika á Græna Hattinum, með hljómsveitinni Hjálmum. Þvílíkt góðir. Eftir smá svefn var mætt á námskeið, það setið allan laugardaginn. Eftir gott námskeið skellti ég mér upp í íbúð og lagði mig. Svo var ég sóttur í partí, þar sem við spiluðum spurningaleikinn Buzz í PS2. Þvílík snilld sá leikur. Eftir fínt partí var skundað í bæinn. Kaffi Akureyri varð fyrir valinu hjá liðinu, þar sem ég stakk af eftir nokkrar mínútur. Stemningin var ekki fyrir mig. Dimmt og leiðinlegt tónlist. Fólk í kös að dansa. Rölti yfir á reyklausa staðinn Café Amour, þar sem var fínn trúbador að spila. Hitti þar Aldísi og Beina. Í nótt þegar ég kom svo á næturstaðinn, þá var ég læstur úti. Hafði fengið lykla að íbúðinni hans Jóns Smára, en hann var í borginni sjálfur, og ekki til útidyralyklar. Ég úllendúllendoffaði dyrabjöllu á efstu hæðinni þar sem ég sá að var kveikt. Sofnaði værum svefni og fór í flug kl 13:15, lenti kl 14 í borginni og sat þar til rúmlega fimm!!! Átti að fara í loftið til Ísafjarðar kl 16:15. Ekki hægt að fljúga vegna veðurs. Samt blíða á báðum stöðum.
Sit núna heima hjá Kristínu systur og bíð eftir að fá gott að borða. Eina sem ég át gott um helgina var heimatilbúin súpa sem mamma hennar Halldóru Símastelpu á Akureyri mallaði ofan í okkur Símaliðið á laugardaginn í hádeginu. Hitt var mest samlokur, pylsur og allt í lagi Subway loka. Jú og brennd pizza á Plaza.
Mér fannst fín tilbreyting að komast norður í stað suður. Frábær hópur af krökkum sem vinna hjá Símanum á Akureyri. Frekar dugleg að skemmta sér. Hafa alla vega meira þol í það heldur en ég, kallinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.