Er að fikta. Fólkið heima heldur örugglega að ég sé klikkaður. Bara prufa nokkra fídusa í hinum og þessum forritum. Þetta leit betur út fyrst. En einhver helv.. rönd flæktist inn á lokasekúndunum í morgun áður en ég fór í vinnu.
Fyrsta hugmyndin var sú að "ég til vinstri" átti að taka upp hljóðfærið og spila á það. Leggja það frá mér og "ég til hægri" átti svo að taka það upp og spila. En í raunveruleikanum er það svolítið erfitt. Og átti þetta að takast. En auðvitað var hljóðfærið fast yfir hjá "hægri mér". Bull og vitleysa.
Bloggar | 29.8.2008 | 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
![]() |
Ólympíufararnir lentir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.8.2008 | 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggar | 24.8.2008 | 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Við Svava Rún vöknum þessa dagana seinna en hinn helmingur fjölskyldunnar. Hún fer að byrja í skóla stelpan. Verður 6 ára í september, og er útksrifuð úr leikskóla.
Í gærkvöldi fórum við seint að sofa. Því við vorum að leika okkur að taka smá upp. Hér til hliðar er afrakstur gærkvöldsins. Neðst í spilaranum er nýjasta lagið.
Bloggar | 21.8.2008 | 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fann myndir af mér á síðasta gigginu á Langa Manga. Ljúfsárar minningar þarna. Bandið var af tilviljun allt klætt í köflóttar skyrtur. Fleiri myndir má sjá hér.
Bloggar | 20.8.2008 | 15:48 (breytt kl. 15:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fyrir ári síðan. Bar ég inn þetta orgel. Þetta var með því fyrsta sem ég kom með í íbúðina okkar í júlí í fyrra.
Sæunn var ekkert voðalega hrifin af þessu nýja stofustássi þá. Stelpurnar voru voðalega hrifnar samt. Þetta er fínasta Yamaha orgel. Ekki hugmynd hvað það er gamalt. Ég opnaði það um daginn og hreinsaði ansi mikið ryk úr því.
Það getur verið ansi gaman að stilla það á diskó takt og spila á það, eftir nokkra bjóra. Nú vantar mig pláss fyrir húsgögn í stofunni minni. Þetta orgel er því í boði á tónelskt heimili, ef einhver vill. Efra nótnaborðið er samt í smá lamasessi og eflaust þarf að spreyja kontakt spreyi á takkann sem stjórnar temopóinu.
Þeir sem hafa áhuga, sendið mér línu steingrimur@simnet.is . Ég skal hjálpa við að bera það niður af 3. hæð ef þörf er á.
Mæli svo með að sá sem eignast það læri þetta lag. Við sjáum myndband:
Bloggar | 6.8.2008 | 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þetta er eins og hugmynd af skets í Fóstbræðrum.
Bloggar | 6.8.2008 | 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Verslunarmannahelgin er á enda. Ekkert fyllerí var þessa helgina. En ég kláraði eitt svona appelsínugult skrímsli. Sjá meira í myndaalbúminu mínu.
Bloggar | 4.8.2008 | 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)