Einn ég sit og sauma

DSC00327DSC00328DSC00329DSC00330Fékk í gær límsprey. Byrjaði í morgun aðeins að eiga við þennan haus sem ég hef verið með í smíðum. Límdi niður andlitið og saumaði niður sár sem þurfti að loka. Ég var eins og lýtalæknir á köflum. Þurfti að læra nýtt spor og allt. Á eftir að líma augun, og ákveða augabrúnir. Tyllti þessu bara aðeins fyrir myndatöku. Svo fær hann fullkomið hár með greiðslu hehe. Er bara að verða búinn með flísið. Þarf að senda einhvern í Rúmfatalagerinn. Því búkinn þarf að klæða líka. Þessi brúða er eflaust sú flóknasta og skemmtilegast sem ég hef smíðað.

Ítreka enn og aftur. Ef einhver luma á litaglöðum loðnum efnum. Og þarf að losa sig við. Endilega láta mig vita. Það má henda á mig pokum í vinnuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og lést á hann Doro húfuna símanördið þitt :)

FYI Þetta er vetrarhúfan mín svo ég er engu skárri

Guffi (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband