Mannlegra útlit?

DSC00314DSC00316DSC00317Er að prufa form sem ég fékk frá einum sem kallar sig Dr. Puppet. Menn taka upp Dr eitthvað í fleiri greinum en poppi. Með þessu ætla ég að reyna að skapa brúðu með manneskjulegra útlit heldur en ég hef unnið með. Þetta krot framan í honum er bara riss hjá mér. Bara til að staðsetja hluti. Skóp á hann enni og munn. Næst er að smíða upp í hann munnplötu, nef og augu. Klæðann svo einhverju skinni. Samt ekki úr manni. Bara flís hoho.

Fékk skemmtilegt símtal stuttu eftir að viðtalið birtist við mig á RÚV um daginn. Það gæti farið að verða svolítið að gera hjá mér í þessu brúðubrölti. En það á eftir að skýrast vonandi á næstu vikum hvort verði úr þessu. Við erum þá að tala um ALL nokkrar brúður. Spennandi og skemmtileg verkefni skal ég segja ykkur.
Ef einhver er að taka til í geymslunni sinni eða skápum, og er að fara að henda litríkum loðnum efnum, þá má hinn sami senda mér línu eða bjalla, er í símaskránni/ ja.is .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er einmitt með fullan ruslaopoka af efni í skottinu.  Reyndar gardýnuefni svo það er lítið um loðið efni þar....nema þá kanski af ryki

Anna Bogga (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband