Ég er dottinn í sumarfrí. Algjör unaður. Erum á fullu að undirbúa brúðkaup. Ég hafði pantað stjörnu að sunnan. Það er að segja ég bauð stjörnunni í brúðkaupið mitt ásamt fylgdarliði. Þurfti sjarmurinn þá ekki að fara í vinnuferð til Noregs. En við deyjum ekki ráðalaus, og er búinn að ráða fínan dúett að mér sýnist í athöfnina. Vinir og vandamenn sjá svo um að skemma sér og öðrum í veislunni. Ég gekk frá vínfarminum í dag mánudag. Á morgun þriðjudag, fer ég í klippingu. Finna mér helst skyrtu og bindi. Við vorum að koma úr bíó, ég og Sæunn. Fengum Kristínu Ósk til að passa, og fórum á Sex and the city. Ég karlmaðurinn var í minnihluta.Þar sem ég er í svo góðu skapi ætla ég að henda inn hallærismyndbandi sem ég gerði um daginn. Kveikti bara á myndavélinni og ýtti á play á laginu Pappírstunglið með Palla Vilhjálms (Gísla Rúnari) Ég veit að maður er engann veginn í æfingu að stjórna svona brúðu. Önnur höndin losnaði af arminum þannig að hann hreyfði bara aðra höndina. Svo getur verið erfitt að halda uppi hendinni í nokkrar mínútur. En mér skilst að sumir geri þetta ansi lengi.
Flokkur: Bloggar | 8.7.2008 | 00:24 (breytt kl. 00:25) | Facebook
Athugasemdir
Þetta er frábært myndband :)
Biggi (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 01:32
Híhí. Samhæfa hreyfingar aðeins betur og þá er þetta komið. Smekklega fjólublátt eitthvað.
Ingvar Valgeirsson, 8.7.2008 kl. 14:02
Flottur á þessu
Gummi Gunn. (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 17:22
En sætur kall :-)
Linda Pé, 16.7.2008 kl. 09:41
Til hamingju með giftinguna.
Gló Magnaða, 18.7.2008 kl. 16:03
Til hamingju, hafið það sem allra best. Knús og kveðjur.
Dúna (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 02:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.