Í dag er miðvikudagur. Á föstudaginn er síðasti dagurinn minn í gömlu vinnunni. Mikið búið að ganga á. Mikill erill og stress finnst mér. Ég er alltaf að segja sömu söguna aftur. Fólk er náttúrulega forvitið og vill fá að vita hvað sé að gerast og svona. Það koma líka jákvæð viðbrögð við viðtalinu við mig í síðustu viku:o).
Myndin hér að ofan er af nýjasta verkefninu, sem er óklárað. Þetta er hálfgerð sokkabrúða, þó að engir sokkar hafi verið meiddir við þessa framleiðslu. Þessi er eiginlega gerð að ósk Svövu Rúnar, eldri dóttur minnar. Þetta endar væntanlega sem ljóshærð bleik stelpa.
Það eru fleiri breytingar hjá fjölskyldunni. Elma Katrín sú yngri, er að skipta um leikskóla og er því í aðlöðun þessa dagana. Það má segja að við séum bæði að byrja í aðlöðun.
Held ég hafi nefnt þetta hérna, en nú stefnir í brúðkaup í sumar. Og í framhaldinu ætlum við í eina stutta utanlandsferð saman fjölskyldan.
Athugasemdir
Ertu ekki búinn að gifta þig ennþá, drengur? Hvusslax er þetta?
En dúkkan stefnir í að verða sæt.
Ingvar Valgeirsson, 28.5.2008 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.