Starfslokasamning....

fékk ég í síðustu viku. Uppsagnarbréf. Það fyrsta á ævinni.
Í bráðum 8 ár hef ég stimplað mig inn hjá öflugasta fjarskiptafélagi á Íslandi. Um næstu mánaðarmót mun ég stimpla mig út í síðasta skiptið. Fyrir viku fékk ég þá tilkynningu að það yrði lokað á Ísafirði og Egilsstöðum. Mér var rosalega brugðið, en hélt nú andlitinu. Mætti í borginni á fund 2ja yfirmanna minna. Annar var einmit frekar nýr deildarstjóri og eitt af hans fyrstu verkefnum var að segja mér og Ástu á Egilsstöðum upp. Öfundaði hann heldur ekkert af því.
Í dag mættu svo 2 að sunnan og tilkynntu mínu fólki þetta. Maður á eftir að sakna allra félaganna já Símanum. Á þessum árum hefur maður lært ótal margt í sambandi við tækni, mannleg samskipti, og fengið að taka þátt í svo spennandi verkefnum.
Í ágúst árið 2000, byrjaði ég hjá Símanum, eftir að hafa flutt í borgina. Mætti í verslunina í Ármúla og fékk afhenta litla kompu sem var lagerinn okkar, tölvu og þykka möppu með leiðbeiningum á kerfið. Í Ármúlanum sat ég í 3 og hálft ár. Mest stendur nú upp úr þegar ég lét handtaka ungt par út í bæ eftir að hafa reynt að svíkja út vörur í vefversluninni okkar fyrir tæpa hálfa milljón. Einnig var ansi mikill hasar þegar ungur ógæfumaður var handjárnaður inn á lager hjá mér. Svo eru margir eftirminnilegir karakterar sem maður vann með fyrstu árin. Bibbi, Mási, Jói, Sverrir, Una, Rakel, Lilja, Eyþór, Aggi, Arnar Páls, Goggi, Jón Sig............gæti haldið áfram endalaust. Ég upplifði 3 yfirmenn á þessu tímabili. 3 forstjóra líka. Svo á maður eftir að sakna hinna verslunarstjóranna sem maður hitti á fundum mánaðarlega í borginni: Heiggi, Emil, Sandra, Guðrún og Ásta. Og allir hinir.
Svo í c.a 4 ár er ég búinn að vera á Ísafirði og gera skemmtilega hlutir fyrir Símann. Þar af 2 ár tæp sem verslunarstjóri.
Ég efast ekki um að mitt fólk verði komið aftur í nýja vinnu áður en við vitum af.

Af brúðugerð, þá er ein brúða búin að taka svolítinn tíma. Mest vegna anna og hráefnisskorts. Eitt tímarit er búið að hafa samband við mig vegna þessa furðulega áhugamáls, og vildu mig í viðtal. Ætli ég endi ekki sem uppfyllingarefni einhvers staðar í blaðinu, sem svona furðufugl með furðulegt áhugamál. Skilst að það eigi að koma á næstu dögum, ljósmyndari til að mynda mig og svampfélaga mína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Þetta er náttúrulega ömurlegt. En það er víst svo mikil kreppa að það verður að herða ólina á landsbyggðinni og gera vel við höfuðborgarsvæðið.

Gangi þér vel! 

Hjördís Þráinsdóttir, 15.5.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Leitt þetta með vinnuna en gott þetta með brúðurnar. Er ekki bara tækifærið að snúa sér alfarið að leikbrúðugerð?

Gangi þér vel með áframhald.

Kveðja

Þórdís 

Þórdís Einarsdóttir, 15.5.2008 kl. 22:54

3 identicon

Sæll.  Leitt að heyra þetta með vinnuna, vonum að eitthvað gott komi út úr þessu á endanum hjá ykkur öllum.  Ótrúlegt en satt þá er til líf eftir Símann!!  Nú þurfum við að láta verða af því að slá upp partýi fyrrverandi símamanna, ætli það sé til nógu stór salum fyrir allan fjöldann, he,he. 

Bestu kveðjur til ykkar allra

Sigga og Gummi 

Sigga og Gummi (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 23:28

4 identicon

Er þá nokkuð annað en að skipta yfir í Vodafone?

Brynjar (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 00:05

5 identicon

Já leitt með vinnuna... :(

 En ég er sammála Brynjari, ættir að tékka á þessu :)

Rut (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 00:12

6 identicon

Já detti mér allar dauðar. En svona er einkavinavæðingin að fara með landsbyggðina. Gangi þér vel, væri gaman að skoða þessar brúður einn daginn :)

Gústi (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 08:17

7 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

Vodafone....nei. Ég skrifa undir samning á sínum tíma með klausu um að vinna ekki hjá samkeppnisaðila næsta hálfa árið alla vega. Stend auðvitað það. Enda er Vodafone ekkert að gera góða hluti fyrir vestan.

Gústi, brúðurnar sitja heima og bíða bara eftir að þær fái eitthvað að gera. Þær eiga stefnumót við ljósmyndara seinna í dag. Sem er bara fyndið.

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 09:32

8 identicon

Mér sýnist einmitt akkúrat að Vodafone ætli sér að koma meira hér inn en verið hefur - á meðan Síminn hefur frekar verið að fara á hinn veginn - að draga saman seglin á öllum sviðum starfsemi sinnar hér á svæðinu.

Það finnst mér nú ekki traustvekjandi hjá fyrirtæki sem maður hefur átt viðskipti við í yfir 20 ár.  Og það einmitt verið þjónustan sem hefur átt stóran hlut í því að halda sig þar.  Svo kannski er þetta ágætis tímapunktur að athuga hvað hinir hafa að bjóða.

Brynjar (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 12:25

9 identicon

Leiðinlega að heyra með vinnuna - greinilega mikill niðurskurður hjá Símanum núna, klausan í samningnum um að þú megir ekki vinna hjá samkeppnisaðila gildir ekki nema þú segir upp samningnum þannig að allt er opið.  Svona breytingar þýða bara ný og spennandi tækifæri

 Kveðja úr borginni

Haukur

Haukur (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 14:21

10 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ekki gaman fyrir fjölskyldumann - eða svosem hvern sem er - að vera drekinn. En þegar einar dyr lokast opnast aðrar og allt það. Það má þá alltaf leggja frekari áherslur á brúðugerð og gítarspil.

Ingvar Valgeirsson, 16.5.2008 kl. 22:19

11 identicon

Úff, ljótt að heyra Denni. En sem Símastarfsmaður frá 2000 til 2006 þá get ég lofað þér því að það er til líf eftir Símann. Hvort sem þau tækifæri séu búin að sýna sig nú þegar eða ekki.

Guffi (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 19:36

12 identicon

Nei, nei - þetta verður ekkert uppfyllingarefni - trúðu mér - miklu meria en það. Kveðja að sunnan, Svanur

Svanur Már Snorrason (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 15:14

13 Smámynd: Gló Magnaða

Vodafone er málið. Ég er þar í Og1 og búin að spara tugi þúsunda á þremur árum (um 5000 kr. á mánuði sirka bát). Ein bestu skipti sem ég hef gert í gegnum tíðina.

Gló Magnaða, 26.5.2008 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband