Ég er staddur ásamt fjölskyldunni í borginni. Ég kom hérna fyrir viku síðan, vegna vinnunnar. Svo kom restin af familíunni á fimmtudagskvöld.
Á síðasta þriðjudag að mig minnir, byrjaði ég að reyna að ná á einn dreng hér í borg. Því hann ætlaði að lána mér eina græju heim til að prufa og líklega kaupa af honum. Ég sendi hringi og ekkert svar. Hringi svo aftur síðar, og þá svarar kauði. Segist vera á flakki og vera heima eftir kvöldmat. Ég segist ætla að hringja þá. Ég hringi eftir kvöldmat og ekkert svar. Sendi SMS ekkert svar til baka eða hringt til baka. Eftir ótal tilraunir og krókaleiðir, fæ ég ekkert til baka. Hvernig er hægt að ignora mann svona all svakalega? Í dag er mánudagur!
Þetta er 2. ferðin mín suður þar sem ég reyni að nálgast dreng.
Gummi, ef þú lest þetta þá ertu með símanúmerið mitt!!
Ég er komin með hálfgerða heimþrá. Þrái rúmið mitt, og þrái að losna við umferðina hérna. Förum í fermingu í dag og keyrum á morgun heim.
Það er orðið sumarlegt í borginni. Ég vona að það sé orðið sumarlegra heima. Ættum að stefna á einhverja vorgleði í vinnunni.
Athugasemdir
Hafðu bara samband við mig, ég skal svara.
Ingvar Valgeirsson, 13.5.2008 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.