Saumadrengurinn

almost

Ég settist sjálfur við saumavélina á helginni. Hélt að þetta væri meiri vísindi á bakvið notkun á saumavél. Enda var ég nú ekki að gera neitt flókna hluti.  Saumaði "andlit" á þennan nýja karakter, og hendur eru tilbúnar til fyllinga. Hef ekki tíma í meiri saumaskap næstu daga. Er að fara í borgina í smá vinnuferð. Námskeið og fundir. Svo tekur við ein fermingarveisla.

Í dag er sól og sumar. Það er verið að þvo gluggana á vinnustaðnum mínum og maður er farinn að sjá örlítið út. Held ég fái fínt veður til að fljúga.
Þessa helgi var ansi fjölmenn hér á Ísafirði. Blakmót og gönguskíðamót. Einhverjir komust nú ekki heim í gær, það var ekki hægt að fljúga fyrr en seinnipartinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband