Höfuðkúpan samansaumuð

Datt í hug að þessi fyrirsögn myndi kannski grípa þig!

Í gær settist ég við saumaskap og það í höndum. Mér leið eins og lækni að tjasla saman öryggisverði í 10/11. Nei má ekki segja svona.
En búinn er ég að setja saman grunn að höfði. Held að Sæunn sé endanlega að fá nóg af þessu brölti mínu. Hér fyrir neðan sjáið þið þetta samansaumað. Takið eftir, á einni myndinni er gamla saumavélin hennar ömmu heitinnar. Græn og flott. Og virkar vel. Hún er eldri en ég, að ég held.
Næst er að klæða hausinn með einhverju sniðugu. Og kannski búa til eyru og augu sem blikka er nauðsyn.

svampur2svampur3svampur4


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Pé

Ég sá einmitt þessa fyrirsögn á MSN og hugsaði: "æj, hvað kom nú fyrir?!"

En já, rosa flottar brúður hjá þér! Ég hlakka til að sjá hvort það verður eitthvað gert úr þessu.

Ég gæti mögulega átt eitthvað loðið efni í poka, tilvalið í skegg eða hár :-) Skal henda því til þín við tækifæri.

Linda Pé, 29.4.2008 kl. 12:57

2 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Ég á einmitt svona græna saumavél. Fékk hana frá ömmu BB1. Virkar fínt.

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 30.4.2008 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband