Heim í sæluna

Það er búið að vera svolítið flakk á okkur upp á síðkastið. Ég var að grínast með það að ég sæi systir mína í borginni oftar en mömmu og pabba, sem búa í næstu götu við mig.
En allt eru þetta mjög snöggar ferðir og allir þreyttir. Fundastúss hjá mér og skóla eða læknastúss hjá Sæunni.
Fórum nú á árshátíð Símans á síðustu helgi. Og Sæunn fór svo í axlaraðgerð á síðasta mánudag. Og er hún frá vinnu næstu vikurnar.

Árshátíðin var hin flottasta. Um 1000 manns á staðnum. Þetta tók allt sinn tíma. Stundum klukkitími á milli rétta. Fengum fín atriði. Garðar Cortes jr. mætti á svæðið. Það hefði mátt poppa það atriði meira upp. Sprengjuhöllin tók lagið. Einnig voru sýndir nokkrir innanhúss sketsar. Kjartan Guðjóns og Gulla í Stelpunum voru veislustjórar. Ég sé bara Marteins skógarmús þegar ég sé Kjartan. Hann sé ég á hverjum degi nánast með yngri dóttur minni.
Ekkert flakk á næstunni, nema Sæunn fer suður á sunnudag. Nokkura daga skólastúss. Svo gerir maður sig tilbúinn fyrir páskana. Mig langar alveg að fara á ball með SSSól. Svo er Aldrei fór ég suður í gangi í 2 daga. Mér finnst samt sumar hljómsveitir búnar að koma þarna einum of oft. Nefni engin nöfn. Myndi vilja sjá meira heimafólk eins og var fyrst. Of mikið artífartí. En maður getur alveg valið úr atriðum eins og Hjálma, Megas ofl. Ekki vera neikvæður Denni!! Þú ert bara fúll af því að þú ert ekki að spila þarna!! Nei djók. Held samt að sé samt skemmtilegra að spila þarna en að troðast innan um fólk. Óska eftir bandi fyrir næstu hátíð. Trúbadorinn Denni og Gospelkór Reykjavíkur !! Óttar Proppé ætlar að taka lagið með Karlakórnum Erni. Hvaaaar errrtu núúú.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Oh! Það er aldrei of mikið artífartí! Ég er nú þegar byrjuð að safna hárum undir hendurnar til að fitta inn í!

Pause...

Not!

Hjördís Þráinsdóttir, 12.3.2008 kl. 23:39

2 Smámynd: Gló Magnaða

Var það ekki sítt að néðan sem ætlaði að spila??

Gló Magnaða, 13.3.2008 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband