Nú fer að koma bollu- , sprengi- og öskudagur. Á bolludag fara ísfirsk börn á stjá í búningum og fara hús úr húsi og sníkja nammi. Skemmtilegur siður. Við köllum þetta alltaf að fara að maska.
En nú átti ég að redda búningi á börnin. Það var alla vega ósk frá þeirri eldri að fá einn tiltekinn búning. Ég hringi í eina af stærri leikfangabúðum landsins, sem nýlega hafði sent mér í pósti fínan bækling, og eflaust sent á öll heimili í landinu. Ég hringdi í þessa verslun Toys R Us. Eftir langa mæðu svarar ungur maður. Eflaust fæddur í kringum fermingarárið mitt.
Símtalið fór á þessa leið (skrifað eftir minni)
ToysRUsdrengur: Já ToysRUs.
Ég: Já góðan dag, ég ætlaði að panta vörur hjá þér og fá í póstkröfu.
ToysRUsdrengur: Við gerum það ekki.
ÉG: Ha, hvað geriði þá?
ToysRUsdrengur: Við sendum bara ekki út á land.
Ég: Þið voruð að senda mér svo fínan bækling hérna í pósti, af hverju eruð þið þá að því??
ToysRUsdrengur: Við erum bara að minn á okkur. Geturu ekki bara sent einhvern til okkar að versla?
Ég: Nei, en af hverju sendiði ekki út á land??? (frekar pirraður)
ToysRUsdrengur: Ég bara veit það ekki....
Ég: Hver veit það þá?
ToysRUsdrengur: Sá sem veit það er bara ekki við í augnablikinu.
Ég (orðinn frekar pirraður og stressaður yfir því hvað stutt er í bolludaginn) Þá vil ég að sá hringi í mig og gefi mér svör við því, númerið mitt er 89*****.
ToysRUsdrengur: Allt í lagi, það verður hringt í þig.
Ég: Vertu sæll!
Þarna endaði þetta símtalið.
Ég hélt hreinlega að það væri skárra að ráða manneskju í þetta að afgreiða vörur út á land. Í staðinn fyrir að vera að þræta við svona pappakassa eins og mig, og útskýra af hverju þessi þjónusta sé ekki til staðar. Og fá þá kannski sölu í staðinn fyrir þras og Toys R Us verður ekkert fyrsta leikfangaverslunin sem ég ætla að versla í á næstunni.
Ég býst ekkert sérstaklega við því að fá símtal frá þessari verslun heldur. Sjáum til.
Athugasemdir
Sæll..
Lenti í því sama um jólin.. Pirringurinn og allt heila kl..... Skil ekki hvernig þeir nenna þessu.. Það hlýtur að vera óánægja í hvert sinn sem þeir senda út bækling (hef reyndar bara fengið 2). Og þeir eru örugglega svona lengi að svara í símann, því að þeir vita hverju þeir eiga von á og eru að manna sig upp í samtalið..
Annaðhvort, hljóta þeir að fara að hætta að senda út bæklinga eða þeir gefi undan og fara að senda útá land..
"Snillingarnir"
Anita Hólm, 30.1.2008 kl. 15:18
Það er mjög góð þjónusta hjá dótakassanum á Akureyri.
Hulda systir (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 15:36
Kræst... þetta eru aular maður.
Amazon.com er með fullt af búningum, reyndar frekar stutt í "maskadag" en má hafa í huga fyrir næsta ár.
Gangi þér vel með þetta.
Þórdís
Þórdís Einarsdóttir, 30.1.2008 kl. 16:00
Þetta er nottla bara asnalegt. Algjörir kjánar!
Marta, 1.2.2008 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.