Tenórarnir þrír fyrir vestan?

Ó nei ekki alveg. En trúbadorarnir vestfirsku verða á veitingastaðnum Við Pollinn þann 2. febrúar. Það erum við 3, mágfrændurnir. Ég, Birgir Örn mágur minn og frændi hans og Sæunnar, Biggi Olgeirs.

trubadorarx_416533

Trúbadorarnir Birgir Örn, Denni og Biggi Olgeirs
verða á veitingahúsinu Við Pollinn á Hótel Ísafirði
laugardagskvöldið 2. febrúar.

Matur heft kl.18:30 og stendur til kl. 21:30
Trúbadorar byrja kl. 23:00 • Frítt inn
Tilboð á bjór
 

Matseðill:
Forréttur - Konungsleg humarsúpa
Aðalréttur: Hægt er að velja á milli:Naut með béarnarsesósu, lamb með rauðvínssósu eða Önd með einiberjagljáa
Eftirréttur - Súkkulaði samleikur. verð: 3.990,-


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gló Magnaða

Úllalla..........   Verð á þorrablóti Hnífdælinga og lítil von um að maður yfirgefi það fyrr en yfir lýkur. Alltaf mikið fjör þar. Þið verið bara að endurtaka þetta við gott tækifæri.

Gló Magnaða, 28.1.2008 kl. 11:05

2 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

það á koma eftir þorrablót þegar þið fáið nóg af gömludönsunum og fá sér eina ölkollu.

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 28.1.2008 kl. 13:59

3 identicon

af öllu sem þarna er boðið uppá hljómar nú nautið hvað best.  trúbadorarnir 3 koma fast á hæla þess

Guðmundur G (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 16:37

4 Smámynd: Gló Magnaða

Ég dansa ekki... hvorki nýja né gamla.  En þetta þorrablót er bara svo sveitó og skemmtilegt. Fólk með vín í poka og blandað undir borðum eða bara uppá borðum. Allir sót-ölvaðir og glaðir og ekkert vesen. Segi þér seinna söguna af yarisblöndunni sem ég blandaði á þorrablótinu fyrir tveimur árum. Snilld...

Gló Magnaða, 30.1.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband