Sit hér þreyttur eftir strangan dag. Erum að gera góða hluti í vinnunni. Skilst að jólasala sé á blússandi ferð á öllu landinu.
Í dag barst pakki frá forstjóranum. Auðvitað var hann opnaður á staðnum. Í ljós kom kort frá honum og mynd af jólagjöfinni. Skilst að gjafir starfsmanna sé föst í tolli eða eitthvað álíka. En ég var voðalega sáttur við það sem var á myndinni.
Á morgun laugardag erum við með opið til kl 17. Ég ætla að mæta og opna. Fara svo í klippingu hjá Eiríki í víkinni. Svo á sunnudaginn ætla ég að fá að mæta aðeins seinna í vinnuna og fara í skötu til mömmu og pabba. Namm hlakka til.
Verð í fríi á aðfangadag. Gummi ætlar að standa vaktina fyrir mig, þann stutta tíma sem opið er. Enda ætlum við litla fjölskyldan í stórholtinu að halda jólin heima í fyrsta skiptið. Matreiðslan verður í mínum höndum. Ég og Sæunn eru náttúrulega með okkar kröfur til matarins þetta kvöld. Auðvitað viljum við að þetta sé sem líkast frá okkar æskuheimilum. Mér sýnist ég fá frekar frjálsar hendur með kjötið sem verður hamborgararhryggur, en Sæunn hefur sérstakar óskir með sósuna. Ég fæ þá kannski að koma með hugmyndir að meðlætinu. Það verður þá svipað og heima hjá mömmu og pabba.
Í dag barst pakki frá forstjóranum. Auðvitað var hann opnaður á staðnum. Í ljós kom kort frá honum og mynd af jólagjöfinni. Skilst að gjafir starfsmanna sé föst í tolli eða eitthvað álíka. En ég var voðalega sáttur við það sem var á myndinni.
Á morgun laugardag erum við með opið til kl 17. Ég ætla að mæta og opna. Fara svo í klippingu hjá Eiríki í víkinni. Svo á sunnudaginn ætla ég að fá að mæta aðeins seinna í vinnuna og fara í skötu til mömmu og pabba. Namm hlakka til.
Verð í fríi á aðfangadag. Gummi ætlar að standa vaktina fyrir mig, þann stutta tíma sem opið er. Enda ætlum við litla fjölskyldan í stórholtinu að halda jólin heima í fyrsta skiptið. Matreiðslan verður í mínum höndum. Ég og Sæunn eru náttúrulega með okkar kröfur til matarins þetta kvöld. Auðvitað viljum við að þetta sé sem líkast frá okkar æskuheimilum. Mér sýnist ég fá frekar frjálsar hendur með kjötið sem verður hamborgararhryggur, en Sæunn hefur sérstakar óskir með sósuna. Ég fæ þá kannski að koma með hugmyndir að meðlætinu. Það verður þá svipað og heima hjá mömmu og pabba.
Athugasemdir
Er maður ekki íhaldssamur fyrir allan peninginn. Er líka að halda í hefðir síðan úr Fagraholtinu.
Gleðileg jól.
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 23.12.2007 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.