Karaókíkeppni fyrirtækjanna

Ég skellti mér í karaókíkeppni fyrirtækjanna á Langa Manga. Mætti fyrir hönd Símans, fyrst Stuðmundur vildi ekki taka þátt. Það þurftu allir að velja sér 2 lög. Ég valdi Mrs. Robinson og Lay Lady Lay. Ég hélt lagi og ekki mikið meira. Það voru margir efnilegir þarna. Það voru einhverjir 5 eða 6 sem komust í úrslit. Þar á meðal ég. Það þýðir að ég þarf að mæta á næsta föstudag líka. Þetta var á síðasta föstudag.
Á laugardagskvöldinu var farið á jólahlaðborð með vinnunni. Ótrúlegt en satt þá át ég ekki á mig gat. Ég gat alla vega staðið upp og komist heim.

Þessi mynd hér tók Gummi frændi á síðasta föstudag. Tilþrifin þvílík og andlitið eftir því. Mæli með að fólk komi og fylgist með á næsta föstudag. Góð skemmtun og fólk í stuði.

Svo er ég að spila á laugardaginn á Langa Manga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta

Þú varst flottur! Til hamingju. :D

Marta, 4.12.2007 kl. 19:07

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Sé sko alveg á hvað þú ert að horfa þarna á þessarri mynd.... dóninn þinn :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 4.12.2007 kl. 19:54

3 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ég var ekki þarna, á hvað var hann Denni að horfa? Og hvernig er það með þig Ylfa ertu ekki hætt að reykja?

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 4.12.2007 kl. 23:16

4 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

Ylfa er svo upp með sér yfir því, að ég reyndi við hana á einhverju djammi í gegnum síma, óséða! Verslunarmannahelgina 1995

Ég ákvað að beina söng mínum að dómnefndinni sem var 2/3 kvenmenn. 1/3 var maðurinn þinn.

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 5.12.2007 kl. 08:59

5 identicon

Vorum við ekki bara bestir frændurnir.

Gummi (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 21:53

6 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Óséða? hvað kemur það málinu við? Þú hefðir reynt enn stífar við mig hefðirðu séð mig :oþ

Ylfa Mist Helgadóttir, 10.12.2007 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband