Sælt veri fólkið!
Nú er öllu flakki lokið á árinu. Ég sé alla vega ekki fram á annað. Við lentum á Ísafirði í dag. Eftir tæpa viku í borginni var ég búinn að fá nóg. Höfðum það samt mjög fínt. Ég fór fyrstur suður og gisti hjá Kristínu systur og familí. Svo ákvað Sæunn og stelpurnar að koma á föstudaginn. Því Sæunn komst óvænt til læknis sem hún er búin að bíða eftir að komast til í langan tíma. Einhver bæklunarsérfræðingur eða eitthvað. Já hún er soldið bækluð greyið, enda er komið að stórafmæli hjá henni.
Eftir fundinn hjá mér á föstudaginn. Renndum við niður á Nordica í smá öl. Svo var brennt niður á Laufásveg til Heiðreks og snæddur matur frá Austurlandahraðlestinni. Vá hvað hann var góður. En maður þurfti að nota mikið af bjór og jógúrtsósu með. Því hann var STERKUR. Getum sagt að hann hafi verið sterkur alla leið niður. Eftir matinn var bjórkvöld verslana Símans á Gauknum. Tölti svo til Sæunnar og stelpnanna í gistingu hjá Valla og Siggu.
Ég ætlaði að væla yfir sírenuvæli. Stuttu eftir að ég lenti í Rvík á síðasta miðvikudag, þá er ég að keyra eftir Miklubrautinni. Með kveikt á útvarpinu. Byrjar þetta svaka sírenuvæl og læti. Þá er verið að auglýsa einhvern útsölumarkað eða eitthvað álíka. Mér fannst þetta óþægilegt og lækkaði í útvarpinu. En sírenuvælið lækkaði ekki. Heldur var líka sjúkrabíll að koma á móti mér. Ég hefði haldið að það mætti helst ekki nota svona sírenuvæl í auglýsingar. Alla vega allir á Miklubrautinni sem voru að hlusta á Bylgjuna á sama tíma, hefur fundist þetta óþægilegt. Ég hefði alla vega ekki viljað vera með sjúkrabílinn í rassgatinu á sama tíma.
Á morgun (ritað aðfararnótt afmælisdags)/í dag á Sæunn afmæli. 21. nóvember. Hún er þrjátíu ára í dag. Ég og Svava völdum pakka fyrir hana í dag (gær...þriðjudag). Vönduðum okkur við að pakka þeim inn í Kringlunni. Svava hafði mikið álit á því hvernig pappír skildi nota og borða. Einnig réði hún miklu um valið á kortum á pakkana. Ætla ekki að kjafta hérna hvað er í pökkunum. Aldrei að vita að Sæunn lesi þetta í svefni. Þær eru allar sofnaðar stelpurnar. Sæunn dauðþreytt eftir að hafa fengið einhverja hrossasprautu í öxlina hjá lækni í dag.
Talandi um flug. Í dag rétt fyrir flugtak (lesist í gær). Þá tók Elma Katrín, yngri dóttir okkar sig til og byrjaði að kvarta eitthvað. OG var ekki mjög sátt. Hún byrjaði að öskra, og öskra hátt í flugvélinni. Þannig að allir fengu að heyra. Og greyið fólkið sem sat nálægt. Hún öskraði allan tímann frá því að við settumst og þangað til Sæunn gat staðið upp með hana þegar vélin var komin í flughæð. Fólk ýmist glotti, brosti blíðlega eða gaf manni skrýtið auga. Ef einhver hefði vinsamlegast beðið okkur um að þagga niður í barninu, þá hefði ég rétt þeim sama barnið og boðið honum að gjöra svo vel. Maður þaggar ekki svo auðveldlega í Elmu þegar hún er komin á háa céið. Hún hættir þegar hún getur ekki meir.
Þetta er alltof langt blogg.
Sæunn til hamingju með afmælið!!
Athugasemdir
Til hamingju með konuna
Gló Magnaða, 21.11.2007 kl. 08:55
Til lykke med din kvinde..........
Hvernig getur þú sagt að þú farir ekki í meira flakk á þessu ári? Samkvæmt áreiðanlegum heimildum þá ert þú búinn að fjárfesta í miðum á:
* Kim Larsen og hans musikband
* Jólatónleika Björgvins Halldórssonar í Laugardalshöll
* Ladda í Austurbæ
* Jólatónleika Frostrósa í Laugardalshöll
* Þorláksmessutónleika Bubba Morthens
Þú verðu að nýta þá....
Din Onkel (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 10:50
Sæll Denni takk fyrir síðast, ég sat fyrir framan ykkur í umræddu flugi og get staðfest að sú stutta hefur sterka rödd. Þetta var annars ekkert slæmt og allir foreldrar lenda í svona uppákomum. Ég vissi ekki hvort ég ætti að vorkenna ykkur meira en henni......okkur farþegunum vorkenndi ég ekkert
Stúlkan verður áreiðanlega rokk- eða pönk- söngkona
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 21.11.2007 kl. 15:33
Maður er hættur að svitna yfir svona uppákomum. Fínt að geta slökkt á eyrunum.
Fínt að taka síðasta flug ársins svona. Ég flýg ekki meir á þessu ári takk fyrir. Ekki nema einhver ætli að bjóða mér til Köben, Londons eða Ameríku:)
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 21.11.2007 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.