Var að fá í hendurnar 20 ára afmælistónleika Síðan skein sól í DVD formi. Magnaðir tónleikar. Titill þessa bloggs er einmitt titill lags sem KK tekur með þeim félögum. Hann syngur og blæs í munnhörpu. Gaman að sjá þá KK og Helga syngja saman, "Hvað er skrýtið við að elska annan mann?"
Á sviðinu með þeim er þéttir hljóðfæraleikarar. Aukamenn, eins og Guðmundur Pétursson, Kjartan Valdemarsson, Matthías Stefánsson, Pétur Grétarsson. Ásamt þeim gestum KK, Birni Jörundi og Sylvíu Nótt.
Saknaði þess að sjá ekki orginal trommarann Ingólf.
Er ekki frá því að Jakob Smári (bloggvinur minn) og Ingólfur Sigurðsson séu svona skemmtilegustu rythmaspilarar landsins. Ingó er einmitt í kokteil bandi með bassaleikaranum og fyrrverandi Símamanninum núverandi Mílumanni Kristjáni Hafsteinssyni.
Athugasemdir
Það er ekkert skrítið við það. ÉG hef elskað marga menn og ég hlýt að teljast til mannkyns?? Ég er semsagt mannkynhneigð.
Ylfa Mist Helgadóttir, 9.11.2007 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.