Örn Elías....

2a7866f9e9af409cGuðmundsson átti stórkostlega spretti í gær. Ég er að tala um Mugison. Í Edinborgarhúsinu voru fyrstu útgáfutónleikarnir hjá drengnum.
Ég mætti snemma á staðinn. Hitti þar á meðal Dóra mág minn, Guðmund vinnufélaga ofl.  Tónleikarnir byrjuðu í seinna fallinu. Flugið seinkaði og bandið keyrði af stað. Það var þess virði að bíða. Frá fyrsta tóni, hélt Mugison og félagar mér í einhverri leiðslu. Hvert lag var áhugavert. Þrátt fyrir smá stífelsi í fyrstu 2 lögunum, ásamt því að gítarinn hjá Ödda datt sífellt úr sambandi, bjargaði þéttleikinn í bandinu þessu. Skemmtileg uppröðun á sviðinu setti töff svip á heildarmyndina. Talið frá vinstri: Lengst til vinstri sat Arnar trommuleikari. Hann tileinkar sér svolítið takta Dýra úr Prúðuleikurunum. Voru ekki með trommusettið aftast. Með þessu tókst þeim að ná skemmtilegri stemningu enda virðist vera stemningsmaður þessi Arnar. Pétur Ben á gítar, algjör snillingur. Mugison sjálfur í jakkafötum af afa sínum eða eitthvað álíka og 3ja ára skegg. Davíð Þór á orgel og lúður. Svo bassatöffarinn Guðni.

Mugison%20nordatlantens%20brygge%20lilleMan ekki nöfnin á lögunum. Fannst skemmtilegt að heyra eldra lag sem heitir Two Birds í kántríútgáfu. Og svo lag af nýja disknum sem heitir George Harrison.
Það er svo erfitt að lýsa þessum tónleikum. Þeir rúlluðu í gegn á svo skemmtilegan hátt. Mæli með að þið fáið ykkur diskinn og líka tónleikaupptökuna síðan í gær á mugison.com.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var einmitt að koma heim af tónleikunum með þeim hérna á Akureyri. Bara geðveikt!

Aldís María (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 00:00

2 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Búin að kaupa diskinn, langaði fullt á tónleikana. Sonurinn var veikur þegar þeir spiluðu hérna á höfuðborgarsvæðinu á föstudaginn svo ég komst ekki heldur þangað. :(

Schgnilldartónlist alveg.

Þórdís 

Þórdís Einarsdóttir, 12.11.2007 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband