Óshlíðin og ég

ÓshlíðÉg var að koma heim. Vorum að klára að spila fyrir Odfellow félaga sem voru með árshátíð. Ég, Haukur og Hallgrímur. Okkur gekk mjög vel að spila saman. Bara mættum og stungum í samband og töldum í. Þetta "band" ef band má kalla var gefið all nokkur nöfn áður en við stigum á svið. Þrír fráir fákar, þrír klárir strákar....dööö. En fólk var sátt við okkur. Mamma og pabbi voru í salnum og voru ánægð með litla strákinn sinn. Kannski við fáum eitthvað meiri spilerí út á þetta.

En samkvæmt áætlun ætlaði ég svo að halda af stað til Bolungarvíkur og spila í Kjallaranum. Mér leist ekkert á þetta vatnsveður og keyra um Óshlíðina, vitandi það eða ekki vita það hvort ég sé að fá grjót í hausinn að ofan. Mér hefur aldrei verið vel við að keyra Óshlíðina og keyri hana ekkert af óþörfu. En í kvöld gat ég ekki hugsað mér það. Búið að rigna í allan dag og eitthvað af grjóti búið að rúlla niður. Bolvíkingar geta vel kallað mig skræfu hehe. Þeir láta sig hafa þetta og bíða eftir göngum. Þegar þau koma skal ég glaður spila. Verst að hafa þurft að svíkja Rögnu í Kjallaranum. Enda held ég að hún hafi ekkert verið sátt við drenginn. En svona listamenn eins og ég hafa vissar öryggiskröfur:o).

Annars fínt að vera kominn svona snemma heim. Nánast dagvinna hjá strákunum. Sæunn og stelpurnar sofnaðar og ég búinn að opna einn bjór. Ég drakk svo mikið af orkudrykknum Burn áður en ég fór á svið. Enda var Halli alltaf að skamma mig fyrir að spila of hratt !!

Talandi um Óshlíðina. Þá voru 16 ár í gær síðan hann Berni frændi minn lenti í bílsslysi á Óshlíðinni, ásamt 2 öðrum. Bíllinn lenti út af og framaf.  Berni og annar félaginn dó. En sá 3. komst upp hlíðina nánast ómeiddur. Berni fannst aldrei. Ég og Berni, eða Bernódus vorum jafnaldrar. Ég 4 dögum eldri. Vorum skírðir saman í Bolungarvík, ásamt Benna Sig, Mörthu og Imbu frænku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Já, helvítis Hlíðin, eins og Grjóthrunsmenn ortu. Skil vel að þér sé ekki vel við að aka hana. Það er svo skrítið að þegar ég flutti hingað þá fannst mér nánast að ég þyrfti ekki að eiga bíl því æeg færi nú ekki að þvælast yfir á ÍSafjörð í tíma og ótíma. Sl. þrjú ár hef ég unnið á Ísafirði og nú ek ég þetta í einhverjum "doða" eins og hinir bolvíkingarnir, nema hvað að annarslagið ek ég fram á skriðu eða grjót og þá hugsa ég: nei andskotinn, nú flyt ég bara norður eða eitthvað. Svo bara færist doðinn smámsaman yfir aftur... :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 4.11.2007 kl. 00:16

2 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Kannast við þennan doða. Ég upplifði hann þegar ég keyrði Súðavíkurhlíðina oft á dag. Mér finnst skrítið að hugsa til þess að horfa upp í hlíðina, sjá snjóflóð koma niður og gefa í til að sleppa við það - án þess að fríka út! Já, og keyra svo aftur úteftir daginn eftir. Helvítis hlíðin.

Hjördís Þráinsdóttir, 4.11.2007 kl. 20:22

3 Smámynd: Gló Magnaða

Þið eruð hetjur nema þú Denni, þú ert skræfa

Ef ég ætti að staðsetja mig þarna þá er ég í liði með Denna

Gló Magnaða, 5.11.2007 kl. 08:37

4 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Auðvitað verður hlegið að þér Denni það hæfir ekki upprennandi poppstjörnu að sýna ótta. 

Annars fórum við í Snerpu út að borða í Kjallaranum þetta sama kvöld það var fínt og ekki svo mikið grjót á veginum. Við fengum okkur bara smá doðameðal í glas áður en við fórum helvítis Hlíðina.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 5.11.2007 kl. 08:40

5 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

aha einmitt...ég ætlaði mér að keyra þetta EDRÚ! Það má kannski gefa mér stíl áður en ég fer af stað út í vík.
Maður keyrir þetta með hræðslubragð í munninum og ímyndar sér hvernig maður myndi líta út eftir að fá klett ofan á sig.

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 5.11.2007 kl. 08:52

6 Smámynd: Marta

Ég verð nú að viðurkenna það að ég hef aðeins einu sinni keyrt óshlíðina.. Og það var í sumar og mér fannst það frekar scary.

Marta, 5.11.2007 kl. 11:36

7 identicon

Denni, Denni, Denni

Valdi Olgeirs (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 17:17

8 identicon

Einhvern tímann var ég farþegi í bíl á Óshlíðinni sem ekki vildi fara alveg beint  út af aðstæðum vindur , hálka og grjót en það reddaðist en þetta var stuttu eftir bílslysið hjá frænda þínum sem ég hafði oft spjallað við, svo þekkti maður hina líka. Fór margoft hér áðurfyrr út í Bolungarvík að skemmta mér en hafði þá yfirleitt fengið mér smá hressingu áður þannig að maður lét ekkert stöðva sig. Ég hefði nú farið Denni frændi bara svona út af aðdáendum.

Gummi rokkari (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 23:22

9 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

hehe já aðdáendum....þú stofnar klúbbinn Gummi!

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 6.11.2007 kl. 09:08

10 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

Þið þarna víkarar! Eruð þið að gera grín að mér:)??

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 7.11.2007 kl. 10:06

11 Smámynd: Linda Pé

ég stend með Denna!

Ég fer ekkert útí Vík til að leika mér á rigningardögum

Linda Pé, 8.11.2007 kl. 10:45

12 identicon

hehe.. isssssss

Einar Örn (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband