Í Kjallaranum...dúa

Það of mikið að gera hjá mér þessa dagana. Ég er búinn að vera að fljúga suður einu sinni í viku, síðustu 3 vikur. Gisti alltaf eina nótt í borginni. Systir mín er hætt að taka utan af sænginni "minni".  Á eftir að fljúga 2svar í viðbót svona suður á þessu ári. Lenti í hrikalegu flugi í gær, á leiðinni heim. Lenti með hjartað í buxunum. Annars er ég ekki flughræddur almennt.
Í hverri ferð reyni ég að kíkja í hljóðfærabúðir. Sleppti því samt í gær, kíkti í IKEA í staðinn.

Á morgun er ég að spila á árshátíð Odfellow. Tek nokkur lög með Hauk og Halla2 (Það eru svo margir Hallar í bransanum hérna: 1,2 og 3).
Eftir það bruna ég út í Bolungarvík, og verð í Kjallaranum í Einarshúsi fram á nótt. Ég er einmitt að láta setja vetrardekkin undir bílinn, svo ég komist nú fram og til baka. Það er samt að hlýna og snjórinn verður örugglega farinn á morgun fyrst ég er að skipta um dekk.

 

Williamsburg%20scrutininzing%20etrogs
Ég, Haukur og Halli að fara yfir prógram morgundagsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband