Guðmundur hrakfallabálkur

Guðmundur vinnufélagi minn lenti í smá skakkaföllum í kvöld. Honum tókst að fljúga af reiðhjólinu sínu og beint á andlitið. Einhverjum snillingum hjá Ísafjarðarbæ datt í hug að strengja keðju yfir stíg sem hann var að hjóla á. Auðvitað þurfti Guðmundur/Stuðmundur að hjóla beint á þessa blessuðu keðju og fljúga á hausinn. Ég mun sækja þetta mál stíft með Guðmundi, enda er Guðmundur andlit Símans út á við. Ekki get ég verið með nefbrotna starfsmenn í vinnu.
Í tilefni dagsins sendi Guðmundur mér upptöku af síðustu æfingu hjá okkur.

 

Annars er ég staddur í höfuðborg Íslands. Flaug frá Þingeyri um miðjan daginn í dag. Var kallaður í flug með 20 mínútna fyrirvara. Gleymdi meiri segja námskeiðsgögnunum mínum á skrifborðinu mínu. Eins gott að ég verði ekki sendur heim að sækja þau.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta

Bwahahaha! Ógeðslega fyndið myndband!

Marta, 26.10.2007 kl. 09:41

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Er þetta úr Bubba-þættinum?

Annars agalegt með vinnufélaga þinn - bévítans opinberir starfsmenn og keðjurnar þeirra!

Ingvar Valgeirsson, 26.10.2007 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband