Þetta var bara stuð í gær. Mætti hálf sjö í gærkvöldi og skráði mig inn og fékk númer, teknar myndir af mér og ég þurfti að fylla út nokkrar línur. Svara fyrir hvort ég ætti von á dómi og fleira. Tökur hófust svo um kl 19:30.
Þetta rúllaði bara fínt áfram. Ég var 3. í röðinni að koma fram. Fyrst tók Unnur Birna fegurðardrottning viðtal við mann og svo fór maður niður og kom sér fyrir með gítarinn. Svo átti maður spjall við Bubba, sem var úti í sal. Maður sá rétt greina fyrir honum í reyknum og ljósunum. Frekar mikið af ljósum í Kjallaranum þetta kvöldið. Svo taldi maður bara í lagið og söng og spilaði eins og maður ætti lífið að leysa. Bubbi var frekar jákvæður við mig. Setti aðeins út á taktinn hjá mér og svona. Svo var maður rifinn aftur í viðtal.
Bara þetta kvöld er örugglega stutt brot í þætti. Ég var kominn heim á miðnætti.
Það voru nokkrir sem áttu góða spretti þarna. Áberandi samt hvað margir sem mættu hafði verið hringt í og beðnir um að mæta. Svo voru einhverjir týndir til úr áhorfendahópi. Bara gaman af því. Feginn að vera hættur að skjálfa og svitna með gítarinn. Aðrir sem sáu um það. En ég játa að að maður var svolítið strekktur og með hnút í maganum. Ef myndavélarnar og ljósin hefðu ekki verið í andlitinu á mér hefði þetta verið í fína. Fannst lítið mál að spila fyrir Bubba. Salurinn var þéttur og fínn. Ylfa Mist sá um að fagna mér:o).
Myndi alveg vilja prufa þetta svona 1 sinni í mánuði.
Flokkur: Bloggar | 11.10.2007 | 09:43 (breytt kl. 09:50) | Facebook
Athugasemdir
ánægð með þig.... ég mæti næst :-)
Linda Pé, 11.10.2007 kl. 15:44
Hvað voru margir þarna svona um það bil? Hvernig leggst þessi þáttur í þig? Flott hjá þér að mæta líka.
sverrir (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 17:54
Hvenær verður þetta síðan sýnt í sjónvarpinu?
kk
Solla
Solla (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 05:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.