Kom að sunnan í gær. Átti þetta fína flug vestur en hrikalegt suður. Flaug suður á laugardaginn. Fór beint upp á hótel og svo upp í Egilshöll, þar sem starfsmenn Skipta (Síminn, Míla, Já, Skjárinn ofl) hittust 900 manns saman. Áttum fínan dag saman. Með fyrirlestrum og svo endaði þetta í keppni á milli liða í línudansi, kökuskreytingum ofl. Svo var skellt sér á hótelið í sturtu og skelltum okkur svo á Gaukinn, þar sem fljótandi veitingar biðu okkar.
Eftir að hafa fengið allnokkur símtöl frá einum góðum félaga að norðan, sem hafði fengið sér aðeins of mikið af Havana Club, var ákveðið að kíkja aftur upp á hótel þar sem hann ásamt fleirum stóð fyrir partíi. Ég laug mig síðan úr partíinu með þá afsökun að ég ætlaði að sækja mér meiri bjór. Sofnaði nú ekkert strax, erfitt að sofna á hótelum finnst mér. Finnst þau sjaldnast nógu notaleg.
Nú er Sæunn flogin suður. Skólalota hjá henni fram á föstudag. Þannig að ég er einn með stelpurnar 2 hérna heima. Það hefur bara ekkert gerst fyrr en núna. Sýnist það eiga eftir að ganga ágætlega. Er að reyna að láta þær leika sér svolítið saman. Þær eru ekki alltaf duglegar við það. Frekar að fíflast í hvor annari þangað til önnur fer að skæla. Samt er önnur þeirra 1árs og hin 5 ára.
Næstu helgi er ég á Langa Manga. Sem betur fer var fundi 5. október fyrir sunnan frestað. En færist yfir á 18. okt að mig minnir og líklega verður sá fundur á Austurlandi. Spennandi. Aldrei að vita að maður taki með sér trúbadora kittið og finni sér spiladjobb þar.
Sjáum til hvað gerist!
Athugasemdir
Ég er alls ekki flughrædd en mér finnst meira scary að fljúga suður heldur en vestur... Mér nefnilega líður eins og ég sé bara að fara ofan í húsin þegar maður lendir í Rvk. Mér finnst ekkert athugavert við lendinguna hérna megin aftur á móti. Wierd?
Marta, 2.10.2007 kl. 02:00
Þetta hljómar sem skemmtileg ferð. Gangi þér vel með dúllurnar þínar
Fulltrúi fólksins, 2.10.2007 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.