Fleiri draumar (martraðir)

Ég er dottinn í draumagírinn og ekki þarf ég neina draumstauta til þess.
Í nótt dreymdi mig að ég væri á einhverju flakki með hóp ungra manna. Vorum allir klæddir til að fara á djammið. Við vorum staddir í antíkbúð. Einhver úr hópnum rekur sig í borð og það detta glervörur í gólfið. Afgreiðslukonan kemur og heimtar mjög háa upphæð fyrir það sem brotnaði.
Ég hálfskammaðist mín fyrir hönd félaga minna en er dreginn út úr búðinni og við skellum okkur upp í leigubíl.  Eftir smá akstur komumst við að því að leigubílstjórinn er blindur!! Hann ekur yfir nokkur vegamót og bílar snarbremsa.  Bílstjórinn segir að öllu sé óhætt, hann sjái nú alveg móta fyrir bílunum fyrir framan sig, en það versni svolítið þegar dimma tekur.
Seinna í draumnum fór þetta að fara út í algjöra sýru. 
Mér fannst konan í búðinni vera dáin og var farin að ofsækja mig í svefni. Frekar óhugnalegt allt saman. Man ekki nógu mikið af þessum sýrukafla til að lýsa því í orðum. En ég vaknaði í svitabaði eftir að hafa barist við þessa konu, ásamt brjáluðum apa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hættu að éta LSD fyrir svefninn. Þá lagast þetta örugglega.

Ingvar Valgeirsson, 25.9.2007 kl. 13:52

2 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

Veit ekki hvað er í matnum mínum

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 25.9.2007 kl. 14:48

3 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Hljómar eins og atriði úr Borat. Var nokkuð feitur, alsber karlmaður með í för?

Hjördís Þráinsdóttir, 25.9.2007 kl. 21:55

4 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Eru ekki tvö ell í allsber... júts.

Hjördís Þráinsdóttir, 25.9.2007 kl. 21:55

5 Smámynd: Fulltrúi fólksins

Mikið djöfull er gaman hjá þér á nóttunni, væri til í að upplifa svona helminginn af þessu...svona eins og bílferðinni, hún hefur eflaust verið adrenalín kikk dauðans!

Fulltrúi fólksins, 26.9.2007 kl. 20:06

6 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

ég sem er svo bílhræddur!

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 26.9.2007 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband