Góður draumur maður

Ég er farinn að sofa betur og við öll fjölskyldan held ég, upp á síðkastið. Enda farinn að dreyma aftur.

Í nótt dreymdi mig að ég væri að fara að spila á tónleikum á Ingólfstorgi með engum öðrum en Ásbirni Kristinssyni. Sumir þekkja hann undir nafninu Bubbi Morthens. Það var orðin fín stemning á torginu. Það var ákveðið að við myndum allir labba frá bókabúðinni þarna niður í bæ (Eymundsson í Austurstræti) og niður á torg og beint upp á svið. Hljómsveitarmeðlimirnir voru ekki af verri endanum. Við löbbuðum út um dyrnar á bókabúðinni. Í tvöfaldri röð löbbuðum við af stað. Fremstir voru Bubbi sjálfur og svo Eyjólfur gítarleikari í SSSól. Á eftir rölti ég og svo bloggbassaskáldið sjálft Jakob Smári Magnússon. Á leiðinni er ég að spá í hvaða lög eigi að taka, því ég mundi ekki eftir að hafa mætt á neina æfingu. Enda engin þörf fyrir það hoho! En ég slæ létt á öxlina á Jakobi og spyr: Helduru að við tökum ekki Blindsker?" Þá segir Jakob: "Nei, hann Bubbi nefndi það ekki". Svo veit ég ekki fyrr en ég stend baksviðs með gítar og tilbúinn að setja í samband. Ég geng að Bubbanum og spyr hvort eigi ekki að telja í Blindsker (goggle.com fyrir þá sem vita ekki hvað Blindsker er ). Bubbi var frekar fámáll og vildi lítið ræða lagalistann og vildi ekki taka þetta fína lag.
Ég vaknaði nú áður en ég komst á svið. Læt ykkur vita síðar hvort það verði framhald á.

Sæunn heldur að þetta sé eitthvað tengt því að Bubbi sé að koma vestur og leita að fronti í "Bandið hans Bubba".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta

Ætlaru að mæta í prufu?

Marta, 24.9.2007 kl. 18:10

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Er nokkuð víst að þetta klikki?

Ingvar Valgeirsson, 24.9.2007 kl. 20:34

3 Smámynd: Jakob Smári Magnússon

Ég trúi ekki öðru en að Blindsker hafi verið á prógramminu.

Jakob Smári Magnússon, 25.9.2007 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband